Sælt veri fólkið, mér finnst hávaðinn í hörðu disknum mínum vera óvenjulega mikill ég er með western digital einn 80 gb og einn 120 gb og hávaðinn er meiri en í viftunum. Er þetta eðlilegt? kunniði ráð til að lækka hljóðið í þeim?
Er þessi 80GB Western Digital? Prófaðu að taka hann úr sambandi og láta 120GB rúlla áfram... ég hef mjög slæma reynslu af 80GB WD diskum (hátíðnisuð í þeim), en annars er engin leið að lækka hávaðann í þeim, nema skipta þeim út. =)
já þetta er Western digital. Tja alveg sama hljóðið í þeim báðum en get samt ekki sagt að það sé hátíþni hljóð en þeir eru langt frá því að vera silent eins og ég myndi vilja
ég sá einhverntíma svona tool til að stilla harða diskinn , það var reyndar fyrir Ibm veit ekki með WD.
Með því var hægt að minnka hávaðann en að sama skapi minnkaði performance í staðinn , kannski í lagi í server ?
Intel Application Accelerator, og held ég IDE managerinn sem fylgir SiS chipsettum, geta stjórnað því hvort harðir diskar sem styðja Acoustic Management, séu stilltir á "Maximum Performance" "Minimum Acoustic Output" eða "Normal" mode...
Mig minnir að Fjuitsu hafi líka komið með sona "Acoustic control" í den.
Annars eru Seagate diskarnir að fá rosalega góða dóma sem hljóðlátir diskar en hinsvegar eru þeir að performenca soldið verr en aðrir.......
Performance er bara hversu vel (tölvu)hluturinn er að standa sig í prófum. Þegar ég segi t.d. að hljóðlátu Seagate diskarnir hafi verið að performa verr en aðrir þýðir að þeir er ekki að standa sig jafnvel og aðrir harðir diskar.