Betra að hafa opinn kassa

Svara

Höfundur
zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Betra að hafa opinn kassa

Póstur af zdndz »

Pæling: er ekki betra að hafa opinn kassann, kælir það ekki tölvuna meira?
Veit svo eitthver hvort tölvan hitni ekki eins mikið með windows 7 og xp?
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!

JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Staða: Ótengdur

Re: Betra að hafa opinn kassa

Póstur af JohnnyX »

safnast meira af ryki ef kassinn er opinn og airflow-ið verður verra. Vifturnar stíflast á endanum og þá hitnar búnaðurinn þinn mikið og getur skemmst. Tölvan ætti ekki að hitna meira með öðru hvoru stýrikerfinu
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Betra að hafa opinn kassa

Póstur af AntiTrust »

Alveg eeengan vegin.

Stútar öllu sem heitir loftflæði.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Betra að hafa opinn kassa

Póstur af vesley »

ef tölvan þín er með einhvern gamlan hvítann forljótann kassa þá gætiru séð smávegis mun á að hafa hann opinn en hinsvegar miklu meira ryk líka og svo er það líka ljótt.

Það er í rauninni alltaf betra að hafa hann lokaðann þar sem þá nær hann að halda réttu loftflæði um búnaðinn. þ.e.a.s. ef að hann er með einhvað loftflæði
massabon.is
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Betra að hafa opinn kassa

Póstur af Danni V8 »

Þegar ég var mað gamla Antec Sonata kassann þurfti ég að taka hliðina af til að búnaðurinn keyrði ekki á of háum hita.

Á HAF932 þarf ég að hafa hliðina á til að halda hitanum niðri..

þetta fer bara allt eftir kassanum og hversu góð kælingin í honum er.

En ef þú ætlar að hafa kassann án hliðar þá þarftu að blása rykið úr honum miklu oftar.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Sphinx
1+1=10
Póstar: 1186
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 21:06
Staða: Ótengdur

Re: Betra að hafa opinn kassa

Póstur af Sphinx »

ég hef alltaf opin kassan þvi eg er ekki með neinar kassaviftur og kassin minn er svartur inni og þegar það kemur ryk þá sést það svo mikið eg þoli það ekki þannig tölvan min er alltaf 100% clean :D
MSI GX640 / 15,4" 1680x1050 / Intel Quad I5 2,27GHz / ATI HD5850 1GB / DDR3 2x2GB / seagate 500GB / windows 7 ultimate
Svara