
Ætla að renna yfir þetta fyrir ykkur fáu nörda sem gætu haft gaman af þessu, og sýna ykkur ferlið og tala ekki um niðurstöðunar svo...
Þetta eru tölurnar eins og þær voru áður en ég byrjaði, allir 8 kjarnanir á i7 930 @ 3,8GHz örranum í 100% load að folda (gleymd að athuga hitan í idle, sorry)
Og svona leit tölvan út, sé að myndin sýni eins og það sé fullt af ryki í kælingunni en þetta er bara óverulegt og myndin ýkir það. Stutt síðan ég sprautaði kassan svartan að innan og hef rykhreinsað einu sinni í millitíðinni.

Hérna er örrinn nýþrifinn og tilbúinn í aðgerð


Búinn að pakka honum vel inn, líma utan um hann allan

Og covera bakhliðina líka

Var búinn að kaupa mér fínan sandpappír, 800, 1200, 2000 og 2500 grófleika í Málningavörum Lágmúla. Og notaði glerflís til að líma hann á, þar sem hún er mjög slétt. Þarna er hálf örk límd á og í heildina fór ég með 10 arkir (skipti 20 sinnum um pappír) og notaði mest af 800 og 1200, hinar tvær týpurnar bara til að shæna hann til í raun.

Just starting to scratch the surface

Þarna sjáið þið í raun vel hversu kúptur hann var og ójafn. Koparinn kominn í ljós í miðjunni bara.


Hérna er ég búinn að ná honum alveg sléttum eftir svona hálftíma pússerí.

Og svona glansar þessi elska eftir að hafa verið pússaður með 2500 pappír (sem er næstum jafn fínn og venjuleg A4 blað bara)


Ég var svo spenntur að ég steingleymdi að taka mynd þegar ég var að setja kælikremið á en það var notað mjööög lítið af því.
Hérna er Kælingin komin í og er þetta þokkalega flykkið, ísettning var pice of cake og í raun sú þægilegasta sem ég hef prufað af þessum monster kælingum. Og hún er alls ekki háværari nema síður sé.

Og svo góðir gestir..... Hérna kemur niðurstaðan
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Jebb þetta er svart á hvítu bæting um heilar 15°C sem fyrir mér var laaaangt umfram væntingar, ég bjóst við í mesta lagi 10°C ef ég væri heppinn og hefði gert þetta vel. Þannig að núna er ég farinn að sjá tölur sem mér líka og get því farið að yfirklukka hann enn meira, er með hann mjööög steady í 3,8GHz með HT on að sjálfsögðu, en stefni á að koma honum í 4,2GHz þegar ég hef tíma.
Þetta var miklu auðveldara en ég þorði að vona og mun árangursríkara. Ætla svo sem ekki að mæla með lapping þar sem það ógildir ábyrgð en ef þið lesið á milli línana þá vitið þið mitt álit

over and out.