Ný vél, hvað haldiði?

Svara

Höfundur
Skuggasveinn
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 18:19
Staðsetning: Norðan Alpafjalla
Staða: Ótengdur

Ný vél, hvað haldiði?

Póstur af Skuggasveinn »

Ég hef verið að spá í því að fá mér nýja vél, ég setti þetta saman með nokkrum vinum mínum. Hvernig lýst ykkur guru-um á þetta?

Minni : 2x Kingston 512mb DDR 400 Mhz 10.390 (Expert)

Harður Diskur : 120 GB, Western Digital "Special Edition" (WD1200PB), ATA100, 8mb buffer, 7200rpm, Fluid bearing 12.900 (Tölvulistinn)

Skjákort : ATI Radeon 9600 256MB DDR, með TV-út og DVI (framleitt af ATI) 19.900 (Tölvulistinn)

Örgjörvi : P4 2.6GHz (800)O 18.999 (BT)

MÓÐURBORÐ : ASUS P4C800 DL Raid, Pentium 4, 800/533/400 MHz FSB, AGP Pro 8x, 5 PCI raufar, DDR, 4 SATA tengi, 8 USB, með innbyggðu hljóðkorti og 3COM Gigabit LAN ásamt 1394 Firewire. Kr.23.655 (Computer.is)

Kassi : Hvítur Chieftec Dragon MiddleTurnkassi, hurð að framan, USB og FireWire að framan DX-01W-D-U 12.900 (Tölvulistinn)

Power Supply : Fortan power supply 400W 5k (Tölvulistinn)

Örgjörva vifta : GlacialTech Diamond 4100 Kr. 2.500 (Tölvuvirkni)

DVD Skrifari : MSI DR4-A, DVD±R/RW skrifari, 4x DVD+R/2.4x DVD, 4x DVD-R/2x DVD-RW, 24x CD-R/10x CD-RW, CD-RW 10X, EIDE, 8 MB buffer! - innpakkaður Kr. 17.955 (Computer.is)

Diskettudrif : NEC / Techmedia 1.44 MB, 3,5 tommu floppydrif Kr. 1.492 (Computer.is)

LYKLABORÐ OG MÚS : Logitech Select Premium Desktop Optical Internet lyklaborð með þráðlausri geislamús - Retail Boxed
Kr. 4.731 (Computer.is)

Kr. 140.812 m/vsk

Kr. 106.313 án/vsk

(Annars er ein spurning, hver er munurinn á HyperX minnum frá Kingston og venjulegum? Eru það ekki bara kælibrautirnar?)

En segiði endilega álit ykkar á þessu, hvað haldið þið um þessa vél, mætti eitthvað fara betur?
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Póstur af kemiztry »

Ættir að íhuga annan disk heldur en WD :?
kemiztry

Snikkari
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Mið 19. Nóv 2003 21:58
Staðsetning: Hfj.
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, hvað haldiði?

Póstur af Snikkari »

Ég myndi ekki taka þetta sett.
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |

valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af valur »

DUDE!

SATA disk maður.. kosta nokkrum þús meira en er miklu svalara ;)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Græðir ekkert á sata...
Ég myndi sleppa WD....og leggja meiri áherslu á "silent" t.d með Zalman PSU og cpu-viftu.
Seagate er málið ef þú vilt Silent HD...hann er öruggur, hraðvirkur og hljóðlaus.
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

reyndu að fá þér sata hd víst móbóið býður upp á það og ALLS ekki hafa það WD.
Fáðu þér einhverja Zalman örgjörva viftu =)
kv,
Castrate

Höfundur
Skuggasveinn
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 18:19
Staðsetning: Norðan Alpafjalla
Staða: Ótengdur

Póstur af Skuggasveinn »

Ég verð að segja, það er virkilega óþolandi þegar þið segið bara kauptu frekar Zalman örgjörvaviftu en segið ekkert af hverju!
Og afhverju ætti ég frekar að kaupa SATA disk?

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þú ættir frekar að kaupa salman viftu afþví hún er hljóðlátari en retail viftan.
Þú græðir mjög lítið á sata, aðal kosturinn eru kaplarnir. :)

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Átt að kaupa Zalman viftu því hún kælir vel og er hljóðlát og átt að kaupa SATA því kaplarnir eru 100sinnum þægilegri og býður upp á meiri hraða.

Höfundur
Skuggasveinn
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 18:19
Staðsetning: Norðan Alpafjalla
Staða: Ótengdur

Póstur af Skuggasveinn »

Þetta er allt annað, núna koma rök!:)
Annars er ein spurning, hver er munurinn á HyperX minnum frá Kingston og venjulegum? Eru það ekki bara kælibrautirnar?

En reyndar er ég að spá í því að fá mér öðruvísi kassa....Hvernig kassa mæliði með?

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

HuperX eru með betri timings
2-2-2-6

Hitt er eflaust eitthvað slakara

Lægra timings = meira performance

Svo er eflaust betra að oc þau
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Skuggasveinn skrifaði:Ég verð að segja, það er virkilega óþolandi þegar þið segið bara kauptu frekar Zalman örgjörvaviftu en segið ekkert af hverju!
Og afhverju ætti ég frekar að kaupa SATA disk?
EF þú hefðir gefið þér "tíma" til að lesa póstinn minn hér að ofan staðin fyrir að pirrast út af engu þá voru RÖK þar... SILENT!!!
Það eru rökin...og þú græðir EKKERT á sata nema þú sért með það marga HD's að þú sért búinn að eyða öllum ATA controlers.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Ég hef átt eina zalman örgjörvaviftu og ég er ekki sáttur við hana. Engann vegin, hún á samkvæmt zalman síðunni að halda 2400xp svölum en hún er að hafa 1.3 duron örgjörva í 60°, svo þegar ég uppfærði vélina mína þá þorði ég ekki að nota hana áfram og keypti mér bara coolermaster viftu sem kostaði ekki mikið, hún kom með rosa heatsinki, mjög hljóðlát og ég er að hugsa að græja við hana zalman hraðastýringu. Eina sem ég finn að þessari viftu er að heatsinkið er frekar "rough", það á eftir svona ða pússa endanna. Það er ekkert annað en að græja það bara. :8)

Svo hef ég verið að heyra ágæta hluti um zalman og myndi fá mér þannig en ég þori því ekki aftur :) Rándýrt líka. Ég á hinsvegar 2x80mm kassaviftur frá þeim sem ég græja með hraðastilli sem fylgdi og það er alveg að blíva.

Höfundur
Skuggasveinn
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 18:19
Staðsetning: Norðan Alpafjalla
Staða: Ótengdur

Póstur af Skuggasveinn »

Ég biðst velvirðingar á þessari fljótfærni í mér Hr. GuðjónR
En flest bréfin voru nú án nokkurra raka.

En hvernig kassa mæliði með undir þetta dót?
Skjámynd

blaxdal
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Fim 17. Okt 2002 19:17
Staðsetning: Akureyri/Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af blaxdal »

ROFL gaur það voru 2 uppástungur og annað bréfið var án "raka" LOL
hitt slapp ...

... en ég mæli með Antec kassa :8)
( er með slíkan og hann er bæði flottur & þæginlegur )
Svara