Fartölvu á 100 þús max fyrir skóla

Svara
Skjámynd

Höfundur
peturthorra
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Fartölvu á 100 þús max fyrir skóla

Póstur af peturthorra »

Sælir , hvaða vélar væru þið með í huga fyrir skólagöngu , ef budgetið er 100 þús kall ?
ég er sjálfur með Lenovo G550 í huga sem er á 99.990 kr á buy.is

vill ekki hafa tölvunna stærri en 15"6 og ekki minni en 13"3.

Endilega deilið með mér áliti ykkar
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu á 100 þús max fyrir skóla

Póstur af Halli25 »

http://tl.is/vara/19734" onclick="window.open(this.href);return false; þessi er fýsileg kostur líka betri örgjörvi, 13.3 sem er snilld á ferðinni. Ekkert mál að stækka minnið í henni.

Persónulega myndi ég ekki fá mér stærri en 14" vél í skólann
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu á 100 þús max fyrir skóla

Póstur af rapport »

T4400 er nánast 33% öflugri en T5870 skv. passmark.com

Báðar vélar eru ekkert spes og ef þú ætlar að fara eyða nokkrum árum í skóla þá er næsta víst að hvorug mun duga almennilega næstu þrjú árin.

p.s. afgreiðir buy.is sínar vélar með ábrenndu íslensku lyklaborði, ég þoli ekki límmiða á fartölvulyklaborðum?

Ég mundi reyna að kaupa notaða vel á ásættanlegu verði
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu á 100 þús max fyrir skóla

Póstur af Halli25 »

rapport skrifaði: p.s. afgreiðir buy.is sínar vélar með ábrenndu íslensku lyklaborði, ég þoli ekki límmiða á fartölvulyklaborðum?
HAHAHA... þarft að kaupa svo margar vélar til að fá ábrennda íslenska stafi... toshiba vélin er með dönsku layouti sem er það næsta sem kemst íslenska lyklaborðinu og með <|> takkanum og stórum enter takka.
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu á 100 þús max fyrir skóla

Póstur af rapport »

faraldur skrifaði:
rapport skrifaði: p.s. afgreiðir buy.is sínar vélar með ábrenndu íslensku lyklaborði, ég þoli ekki límmiða á fartölvulyklaborðum?
HAHAHA... þarft að kaupa svo margar vélar til að fá ábrennda íslenska stafi... toshiba vélin er með dönsku layouti sem er það næsta sem kemst íslenska lyklaborðinu og með <|> takkanum og stórum enter takka.
Hvað ertu að bulla...

Ég hef keypt þó nokkrar vélar í gegnum tíðina og aldrei þurft að vera með límmiða, Mitac, Dell, Lenovo, Acer, Asus...

Allar með íslensku lyklaborði...

Er þetta ekki bara spurning um að fá eins og þú segir breska eða danska layoutið á lyklaborðin og svo skipta um takka?

Minnir að strákar sem ég þekki hafi fengið þetta gert við einhverjar 20 tölvur sem þeir fengu keyptar sem demo frá Kína í gegnum globalsources.com

Ef það er hægt að fá Kínverja til aðgera þetta við demo sendingu, þá getur þetta ekki verið mikið mál...
Svara