Ég er í raun bara með stutta spurningu. Ég hellti vatni í tölvuna mína (Packard Bell EasyNote N65 eitthvað...) í fyrradag og um leið slökkti hún á sér sjálf. Ég bjóst við (eða vonaði amk) að þetta væri innbyggt öryggiskerfi, enda frekar nýleg tölva... Allavega, ég gerði allt sem mælt er að maður geri, án þess þó að opna hana alla leið því hún er enn í ábyrgð. Lét hana á hvolf með stóra viftu hjá henni og beið í sólarhring. Svo setti ég batteríið aftur í og tengdi við rafmagn og svona... en þá gerist ekkert, svarar ekki power takkanum. Svo spurning mín er, er líklegast að tölvan sé bara ónýt (og ætti ég þá bara að taka harða diskinn út og henda rest)? Eða ætti ég að fara með þetta á eitthvað verkstæði?
Kveðja,
Halli.
P.s. ég bý í Hollandi, svo það er óþarfi að mæla með íslenskum verkstæðum
hefðir nú átt að rífa tölvuna íu spað og þurrka alla hluti vel, raki eða bleita getur setið á milli íhluta á td móðurborðinu og síðann þegar þú setur straum á tölvuna þá steikiru allt
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Það er nú bara ekki hægt að búa til öryggiskerfi yfir því ef að vatn fer á tölvubúnað, vatn er eitt af því versta sem getur lent á tölvubúnað. Held að það væri best ef þú færir með tölvuna í verslunina og lætur bilanaskoða hana.
Jájá, ég hef oft lesið um að maður eigi að rífa þetta í sundur... en þá fer ábyrgðin í klessu. Ætli ég æfi mig ekki á þessarri þegar ég fæ hana aftur frá verkstæðinu og fæ að vera viss um að hún sé ónýt.
phrenic skrifaði:Jájá, ég hef oft lesið um að maður eigi að rífa þetta í sundur... en þá fer ábyrgðin í klessu. Ætli ég æfi mig ekki á þessarri þegar ég fæ hana aftur frá verkstæðinu og fæ að vera viss um að hún sé ónýt.
Eníveis, takk fyrir svörin.
Ábyrgðin er hvort eð er komin í klessu þegar þú helltir yfir hana !
Hvað með tryggingar ? Ertu ekki tryggður þarna úti ?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Þekkti mann sem lenti í svipuðu með ipod.
Hann hafði hann á ofni í viku.
Fór svo og krafðist viðgerðar en laug til um ástæðu bilunarinnar.
Ömurlegt i know.
phrenic skrifaði:Allavega, ég gerði allt sem mælt er að maður geri, án þess þó að opna hana alla leið því hún er enn í ábyrgð.
Eins og Lukkuláki sagði þá neibb, þessi vél er ekki lengur í ábyrgð, hún er farin út um gluggann um leið og einhver ummerki um vatnsskemmdir er að ræða.
Athugaðu með tryggingar og fáðu að hirða harða diskinn úr vélinni, ágætar líkur á því að hann sé í lagi
Ja eftir a ad hyggja hefdi eg natturlega att ad rifa thetta i taetlur... en eg get allavega notad thetta sem afsokun til ad fa mer betri tolvu! Hun var ordin naestum tveggja ara sko... vaeri til i ad rada vid orlitla myndvinnslu og svona .
En i sambandi vid tryggingar... nei. Ekki fyrir thessu eftir thvi sem eg best veit. En thad vaeri kannski oruggast ad tekka til ad vera viss.