ég veit bara að 19" Hansol skjárinn ghostar geðveikt mikið. síðan er 19" LCD skjár mjög stór, og mér finnst 17" LCD skjár svipaður og 19" túba.
fáðu helst að prófa skjánna áður en þú kaupir þá þar sem þeir ghosta meira en túbur (þó minn LCD ghosti ekki neitt). ef þú ert mikið í leikjum þá þarftu að hafa prófað skjáinn því flestir LCD skjáirnir eru ekki góðir í leiki.
Ég myndi mæla með að fara í búðir sem selja þessa skjái og fá að reynsluaka... Ég fór niður í EJS og fékk að skoða 19" TFT skjá, hann var magnaður, svo magnaður jafnvel að ég gleymdi að spyrja hvað hann kostaði. Ég hugsaði bara með mér "Vá... ég mun aldrei hafa efni á þessu"
Var svo heppinn að vinna 19" uppboðið hjá bt og fékk einn fujitsu siemens skjá á 50k....þeir voru svo á jólatilboði á 79k en ég veit ekki hvort þeir séu með það ennþá í gangi.
Þetta er mjög fínn skjár....en ekki í hraða fps leiki....ef þú vilt svoleiðis skjá sem er 19" þá skaltu vera tilbúinn í að punga út meira en 100k.
1. mál sem þú skalt kynna þér áður en þú kaupir þér svona skjá eru ábyrðarskilmálar vegna dead pixels hjá framleiðendum...það er fín grein um þetta á tomshardware.....
ef þú vilt á góðan lcd skjá fyrir hraða tölvuleiki farðu þá niður í 17" eða dýpkaðu vasana þína...þú færð ekki 19" skjá með >20ms response á svona pening....