já s.s. er að posta fyrir ömmu en málin standa svona : flakkarinn hennar datt í gólf og við testuðum allt og það var harði diskurinn sem er ónýtur. Við fórum með hann í gagnabjörgun en þeir náðu engu út og sögðu að það yrði að opna hann og sækja þetta e-h bla sem ég kann ekkert á..
er einhver hér sem hugsanlega gæti opnað harða diskinn og sótt hann sjálfann til að skipta yfir í annann disk?
vonandi skiljiði mig
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant
Þetta er ekki beint svona einfalt. Þú sækir ekkert plattana og setur bara yfir í annan disk. Þetta þarf að gerast í lofttæmdu rými, með alvöru fagmenn að verki, með alvöru tól og tæki.
Svona gagnabjörgun þarf að gerast af fagmönnum, og það líklegast erlendis. Tölurnar sem ég þekki frá svona málum eru frá 200þús og upp í rúma milljón.
AntiTrust skrifaði:Þetta er ekki beint svona einfalt. Þú sækir ekkert plattana og setur bara yfir í annan disk. Þetta þarf að gerast í lofttæmdu rými, með alvöru fagmenn að verki, með alvöru tól og tæki.
Svona gagnabjörgun þarf að gerast af fagmönnum, og það líklegast erlendis. Tölurnar sem ég þekki frá svona málum eru frá 200þús og upp í rúma milljón.
Það er hægt að gera þetta án þess að vera í lofttæmdu rými, hef vitneskju um að það hafi verið gert, virkaði til gagnabjörgunnar en harði diskurinn dó stuttu seinna.
Þú þarft að kaupa alveg eins disk og vanda þig eins vel eins og þú getur.
Þú getur nánast bókað að sá diskur sem þú flytur plattana yfir á mun deyja fljótlega eftir að þú hefur opnað hann þannig að komdu þessum gögnum yfir á áreiðanlegan miðill fljótt ef þú vilt reyna þetta.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Það sem ég veit (hef amk. heyrt) ef það kemur 1 rykkorn á diskinn þá = ónýtur.
Sá nú samt myndband um daginn þar sem maður oppnaði diskinn sitt, byrjaði að færa gögn og var svo að leggja skrúfjárn á diskinn sinn. Mjög spes og fyndið myndband en kom það mikið á óvart hvað diskurinn lifði lengi og náði að færa mikið af gögnum..
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Minuz1 skrifaði:
Það er hægt að gera þetta án þess að vera í lofttæmdu rými, hef vitneskju um að það hafi verið gert, virkaði til gagnabjörgunnar en harði diskurinn dó stuttu seinna.
Þú þarft að kaupa alveg eins disk og vanda þig eins vel eins og þú getur.
Þú getur nánast bókað að sá diskur sem þú flytur plattana yfir á mun deyja fljótlega eftir að þú hefur opnað hann þannig að komdu þessum gögnum yfir á áreiðanlegan miðill fljótt ef þú vilt reyna þetta.
Satt og rétt, sama hér, hef orðið vitni að slíku. Hinsvegar gat ég gefið mér það strax í byrjun þráðarins að OP er ekki með það sem ég vill kalla, advanced kunnáttu - og taldi ég því betra að gefa ekki í skyn að slíkt væri hægt til að forðast mögulega tilraunastarfssemi af hans hálfu
Við slíka gagnabjörgun, án þess að vera í lofttæmdu rými eru bæði yfirgnæfandi litlar líkur á að slíkt takist, og nánast garanterað að diskurinn muni feila mjög fljótlega þar á eftir.
Einhvern tíman heyrði ég að ef einhver ætlaði sér á annað borð að fara í svona vinnu að gera það inni á baðherbergi. Skella heitavatninu í botn svo mikil gufa komi upp. Láta gufuna svo setjast sem og allt rykið sem í hana hefur safnast og opna harðadiskinn þar inni. Svo væri nú líka viturlegt að prófa að opna annan gamlan harðadisk áður svo þú sért aðeins búinn að kynnast því að opna diska áður en þú skellir þér í nýja mikilvæga diskinn
Ég persónulega myndi alveg tíma að eyða 15þ kalli í nýjan harðandisk ef það væru líkur á að sækja allar ljósmyndirnar aftur.
Þetta er ekki alveg svona nákvæmt eins og margir hérna halda. Ryk kemur í diska eins og allt annað og það er ástæða fyrir því að allir harðir diskar eru með safnara til að ná ryki fyrir utan platterana.
Það er hægt að gera þetta inná baðherbergi eins og Rednex segir eða í Ikea dalli sem hefur verið moddaður til þess.
Hinsvegar er alveg 100% nauðsynlegt að útiloka Controller bilun þar sem diskur lifir ekkert sérstaklega lengi eftir að það er búið að skipta um headera og auðvitað eru 100 sinnum meiri líkur á að þú klúðrir header replacement.
Plattar eru aldrei fluttir yfir nema í mjög slæmum tilvikum. Uppbygging multi-platter diska og hvernig gögn eru geymd á þeim er þannig að ef þú færir þá úr alignment þá er 100% að þú náir engum gögnum af disknum. Hinsvegar er "minna" mál að gera svokallað header replacement og þá þarftu að hafa öruggar spennur til að halda hausunum frá platternum og vera með nákvæmlega eins disk hvað varðar módel nr og batch.
Þegar þú ert komin með öll tól er ekkert annað að gera en að opna diskana og festa spennurnar á headerana og draga þá frá disknum. Taka svo headerana og skipta út fyrir hinum nýju og muna "park" stöðuna á gömlu headerunum, það er misjafnt hvar headerar parka á milli módela.
Svo er bara að loka disknum og passa að gamla pakkningin sé ekki að leka. Headerar nota loftþrýsting til að parka þegar þeir missa rafmagn og er því mjög mikilvægt að diskurinn sé jafn þéttur og hann á að vera upprunalega.
Þetta ferli er ekki fyrir þá sem eru veikir á hjarta og líkurnar á mistökum án æfingar eru yfirgnæfandi.
Mæli því alveg 150% með því að fá fagmann í þetta en það getur kostað mörg hundruð þúsunda eins og aðrir hafa bent á.
Edit: Þessi svokölluðu Clean-rooms eru keyrð á yfirþrýstingi ekki lofttæmi. Það er eitt slíkt niðrí háskóla hjá eðlisfræðideildinni, getur kannski fengið að nota það ef þú þessa vitleysu á þig.
Er virkilega enginn pro gagnabjörgun á Íslandi? Hefur enginn á Vaktinni sent út HDD í gagnabjörgun? Hlýtur að kosta mismunandi eftir löndum. Væri t.d. ekki hægt að senda til Kína eða Indlands og láta gera þetta ódýrt þar? Eða Búlgaríu? Danmörku?
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:Er virkilega enginn pro gagnabjörgun á Íslandi? Hefur enginn á Vaktinni sent út HDD í gagnabjörgun? Hlýtur að kosta mismunandi eftir löndum. Væri t.d. ekki hægt að senda til Kína eða Indlands og láta gera þetta ódýrt þar? Eða Búlgaríu? Danmörku?
Held að flestir sem eru að láta gera þetta í allvöru séu kannski ekki að spá í verði og hvað þá að senda þetta til Indlands til að fá þetta ódýrara, þú vilt ekki að þetta klúðrist
það er hægt að senda út diskinn og sjá hvað er hægt að bjarga af honum.
Eftir það geturu valið hvort gögnunum sé bjargandi og færð verðmat.
Þarft alltaf að borga eitthvað startgjald en getur hætt við áður en farið er í alla aðgerðina.
Þið haldið, já. En ég er að spyrja eftir einhverjum sem hefur gert.
ponzer skrifaði:Held að flestir sem eru að láta gera þetta í allvöru séu kannski ekki að spá í verði og hvað þá að senda þetta til Indlands til að fá þetta ódýrara, þú vilt ekki að þetta klúðrist
Tja, ég myndi senda þetta á háklassaverkstæði þar sem gæti verið ódýrara á láklassaverkstæði í USA. Það er munur á Indverjum og Indverjum, þeir eru t.d. með einn besta tækniháskóla í heimi og sína eigin "NASA".