Er að fara að skipta á skjánum vinstra megin fyrir skjá sem er alveg eins og þessi sem er hægra megin. Er svo að pæla í að kaupa mér svona desk mount(ekki réttur mount, man ekki nafnið á fyrirtækinu í augnablikinu, uppfæri þetta þegar ég man það), eru víst alveg rosalega vel hannaðir og bæta við einum skjá í viðbót þá bara uppá kúlið


Ef mig langar að horfa á blu ray eða e-h almennilegar bíómyndir eða spila leiki í ps3/xbox þá er ég með nægan slaka í öllum hátölurunum að ég get bara fært þá á milli auðveldlega. Svo er ég með vinstri bakhátalaran lausan og get bara fært hann yfir í hornið hjá rúminu og skipt snúrunum og þá er ég kominn með fínt 5.1 setup í rúminu. Tekur kannski 2 mín að rigga það, alveg þess virði.

Mynd innan úr tölvunni án flass. sapphire radeon hd4870 512 mb, asus xonar d2x, zalman CNPS9900 kæling. Hægt að sjá rest í undirskrift.

með flass

Ég elska þessa snúrugrind. Ekkert mál að ryksuga þarna núna og bara margfalt snyrtilegra. Reyndar erfitt að fela hátalarasnúrurnar vel. Svo er þessi tölvuhaldari sem fer undir skrifborðið alveg frábær, hægt að setja hann undir allar gerðir skrifborða og hann gefur tölvunni nóg rými til að anda og svo er bara svo miklu meira pláss á skrifborðinu svona.

Svo bara yfirlit yfir herbergið:

Mæli svo með því að fólk noti Upload.is til að hýsa myndirnar sem það er að senda hérna inn, mun hraðvirkari en þessar erlendu þjónustur.
EDIT: Bætti aðeins við textann.