Mig langar aðeins að koma inní umræðuna hér um Tölvutek.
Vinkona mín fékk ASUS tölvu frá Tölvutek sem bilaði eftir um 6mán+ ég hélt í fyrstu að hún hafði fengið einhvern vírus og þar sem tölvan var ekki með geisladrifi hringdi ég í Tölvutek og fékk að vita að það kostaði 3000.kr að setja upp stýrikerfið aftur. Svo að ég nenti ekki að fara að fikta í þessu og fór þá með hana í viðgerð til Tölvutek. Ég afþakkaði flítigjaldiði þar sem við erum ekki úr bænum og gátum ekki náð í tölvuna strax hvort sem var.
Einhverjum dögum seinna hringja þeir og segja að móðurborðið sé farið í tölvunni og það sé tvennt í stöðunni, senda hana út í viðgerð sem gæti tekið 4-6 vikur eða taka sýningarvél sem Tölvutek átti þar sem þeir áttu ekki nýja svona vél. Svo við förum í bæinn og fáum að sjá sýningarvélina sem átti að líta vel út að sögn starfsmans sem ég talaði við, en hún leit alls ekki vel út sú vél, rispuð og ljót. Svo var hún svört í þokkabót sem var eitthvað mál fyrir vinkonuna
Hennar vél var hvít og leit út eins og ný þar sem hún var alltaf á sama stað og ekki á neinu flakki.
Þá fengum við þriðja tilboðið sem var að þeir tækju hvítu vélina uppí nýja á 60% verði, sem hún vildi alls ekki. Þá ítrekuðu þeir að ef það þarf að senda vélina út þá tæki það mjög langan tíma. Svo að ég stakk uppá því að hún fengi sýningarvélina lánaða á meðan hennar væri send út í viðgerð. Sem að þeir samþyggja. Ég vill taka það fram að starfsmaðurinn var allan tíman mjög kurteis, en findið að hann gat alldrei svarað okkur neinu sem við fórum fram á hann þurfti alltaf að fara bakvið og fá leifi fyrir öllu, enda spurði ég hann af hverju þessi sem ræður greinilega öllu hér kæmi ekki og talaði við okkur beint í staðin fyrir að vera að sendast alltaf fram og til baka. Fengum það svar að það væri svo brjálað að gera hjá honum svo að hann gat ekki komið og talað við okkur, það fanst mér svolítið findið.
Jæja heim fór hún með lánsvélina og viti menn hún bilaði eftir 2 daga, hún í bæinn og þeir gera við hana "þurftu að setja hana upp aftur" ekkert mál
Hún í bæinn aftur að ná í vélina og viti menn hún bilaði dagin eftir, stelpan orðinn svolítið pirruð og fer með tölvuna aftur í bæinn og þeir taka við henni.
Þetta ferli tók um viku tíma þ.e.a.s. frá því að hún fékk tölvuna lánaða og þangað til að hún skilaði henni í seinna skiftið. Það líður um vika aftur þangað til að þeir hringja í vinkonuna og tilkinna henni að þeir vilji bara taka móðurborðið úl lánsvélinni og setja það í hennar vél.
HALLÓ hvað er í gangi þeir áttu að vera búnir að senda vélina út fyrir um 2 vikum síðan ????
Þeir sögðu að þetta væri bara það eina í stöðunni í dag.
Þarna voru þeir uppvísir að segja ósatt, stelpan vissulega ekki sátt og vildi fá að hringja í þá aftur.
Hún hringdi í mig “var úti á sjó” og sagði mér söguna. Ég sagði við hana að þetta væri bara til háborinnar skammar að koma svona fram við viðskiptavini sína.
En sagði að líklega mættu þeir gera við tölvuna ef þeir héldu að þetta skildi laga hana.
Bað hana að taka það skirt fram við Tölvutek að ef þeir ætluðu að setja móðurborð úr vél sem væri alltaf að bila í þína tölvu, þá verða þeir að gera sér grein fyrir því að ef hún bilaði aftur þá færi hún fram á fulla endurgreiðslu og það væri ekkert gefið eftir í því efni.
Sérstaklega þar sem þeir höfðu farið með ósannindi og beinlínis væri að ljúga að henni.
Endirinn var sá að hún fékk sér nýja tölvu og setti hina uppí og ég veit ekki á hvað mikið þar sem ég fór ekki með henni og hef ekki spurt enþá.
Svo vildi ég segja að ég þekki mann sem var að vinna hjá Tölvutek fyrir nokkru og þegar hann hætti þá sagði hann mér að hann hafði gefist upp á því að standa fyrir framann óánægðan kúnna og þylja upp afsakanir sem að hann vissi að voru ekki allar réttar, þar sem að hann hafði ekki leifi frá eiganda eða yfirmanni til að gera neitt í málinnu nema bera allt undir þá og fanst honum þeir oft mjög ósangjarnir, svo þurfti hann alltaf að standa fyrir framan kúnnan og þylja upp það sem hann var mataður á.
En eins og það nú er þá eru þetta hans orð og mér finnst þau ekkert ótrúleg meða við mina reinslu af Tölvutek.
Enda segi ég eins og sumir hér... ÉG VERSLA ALDREI VIÐ TÖLVUTEK