Hvaða hörður diskar eru öruggastir/bestir?
Daz skrifaði:Þarna er Raptorinn borinn saman við SCSI diska en ekki aðra SATA diska. Og þessi grein er síðan í maí, hlutir breytast nú hraðar í þessum bransa.
Ekki alveg rétt, vandamálið við harða diska er nefnilega það að þeir hafa sáralítið breyst síðustu áratugina. Diskarnir eru kannski stærri en hraðinn hefur lítið breyst, miðað við hraðann á örgjörvum til dæmis.
Svosem eðlilegt vegna þess að harðir diskar eru mekanískir og það er alltaf erfiðara að bæta hönnun á vélum en rafeindabúnaði.
gumol skrifaði:Það er nú að koma mikil breyting með S-ATA þegar það verður farið að nýta alla bandvíddina sem það hefur.
S-ATA er bara ekki nóg. Það er eingöngu gagnaflutningurinn frá disknum. Það á enn eftir að bæta afköstin á diskunum sjálfum (flestum) til þess að geta nýtt þessa auknu bandvídd alveg.
Núna er S-ATA aðeins 150 mb á sekúndu og diskarnir eru ekki að komast nálægt því að nýta þessa bandvídd. Venjulegir ata diskar eru ekki einu sinn að ná 133 mb og eins og ég sagði þá er mekaníski hluti diskana ennþá sá sami í S-ATA og ATA.
Það fyndna er að planið er að fara upp í 300 mb á næsta ári og síðan 600 tveimur árum eftir það, ef ég man rétt þ.e.a.s. Og nema að það komi drastískar breytingar á mekaníska hluta harða diska þá eigum við aldrei eftir að geta nýtt þess bandvídd.
-
- Staða: Ótengdur
ég hef núna ákveðið að splæsa á eftir í einn af eftirfarandi framleiðendum, þar sem mér sýnist 120 gb diskarnir hagkvæmastir, þá er ég að pæla í þannig, Samsung (á einn 4 gb sem hefur aldrei klikkað þrátt fyrir nánast stanslausa 3 ára keyrslu, og mikla notkun annars fyrir það í 4 ár)
Seagate, Maxtor eða Samsung eru þeir sem koma til greina núna, er verulega að pæla í samsung disk. Versla mér disk núna eftir um það bil eina klukkustund.
Seagate, Maxtor eða Samsung eru þeir sem koma til greina núna, er verulega að pæla í samsung disk. Versla mér disk núna eftir um það bil eina klukkustund.
Hlynur
Hlynzi skrifaði:ég hef núna ákveðið að splæsa á eftir í einn af eftirfarandi framleiðendum, þar sem mér sýnist 120 gb diskarnir hagkvæmastir, þá er ég að pæla í þannig, Samsung (á einn 4 gb sem hefur aldrei klikkað þrátt fyrir nánast stanslausa 3 ára keyrslu, og mikla notkun annars fyrir það í 4 ár)
Seagate, Maxtor eða Samsung eru þeir sem koma til greina núna, er verulega að pæla í samsung disk. Versla mér disk núna eftir um það bil eina klukkustund.
Samsung, ekki spurning!
Menn eiga það til að læra of mikið af reynslunni. Einu sinni voru IBM diskarnir það allra besta þangað til þeir keyrðu of hratt á þessa GXP75 og 60 diska. Eitt sinn voru Samsung það allra lélegasta. Núna held ég að allir séu að gera nokkuð góða hluti og munurinn sé ekki það mikill. Núna er þetta meira spurning um hvort menn vilja hljóðlátt og áreiðanleika (Samsung og Seagate) eða meiri hraða (IBM/Hitachi og WD) en því fylgir oft meiri hraði og meiri bilanatíðni.
Annars hef ég heyrt að Raptorinn sé í raun SCSI diskur og á að vera nokkuð vel heppnaður af þeim orsökum.
Farið á http://www.storagereview.com til að læra meira um HD'a.
Annars hef ég heyrt að Raptorinn sé í raun SCSI diskur og á að vera nokkuð vel heppnaður af þeim orsökum.
Farið á http://www.storagereview.com til að læra meira um HD'a.
Buddy skrifaði:Menn eiga það til að læra of mikið af reynslunni. Einu sinni voru IBM diskarnir það allra besta þangað til þeir keyrðu of hratt á þessa GXP75 og 60 diska. Eitt sinn voru Samsung það allra lélegasta. Núna held ég að allir séu að gera nokkuð góða hluti og munurinn sé ekki það mikill. Núna er þetta meira spurning um hvort menn vilja hljóðlátt og áreiðanleika (Samsung og Seagate) eða meiri hraða (IBM/Hitachi og WD) en því fylgir oft meiri hraði og meiri bilanatíðni.
Annars hef ég heyrt að Raptorinn sé í raun SCSI diskur og á að vera nokkuð vel heppnaður af þeim orsökum.
Farið á http://www.storagereview.com til að læra meira um HD'a.
Þetta er ekkert flókið - diskarnir frá Samsung:
a) eru hljóðlátastir (ásamt Seagate Barracude IV).
b) eru með bestu ábyrgðina frá framleiðanda, 3 ár. Flestir eru aðeins með eitt ár núna.
c) eru alveg jafn hraðvirkir og aðrir diskar.
d) hitna miklu minna en diskar frá flestum öðrum framleiðendum. Slíkt minnkar líkum á því að diskur skemmist og gerir kælingu auðveldari.
e) Fólk hefur ekki lent í miklum vandræðum með þá hingað til.
Annars treysti ég alveg Hitachi diskunum í dag (Hitachi keypti diskaframleiðsluna frá IBM) - þetta var bara 75GXP línan sem sökkaði en svona gallar geta alltaf komið upp hjá öllum framleiðendum. Ég man hinsvegar ekki betur en að 60GXP hafi verið allt í lagi að mestu leyti.
WD Raptor er 10.000k diskur sem notar sama drive-unit og SCSI diskarnir en notar IDE interface í stað SCSI. Hann er því að mörgu leyti jafn góður og sömu drifin í SCSI útfærslunni frá WD en ekki að öllu leyti.