Ég vona allavega að CNC4 verður góður. Er búinn að bíða lengi eftir honum
En mér er nokkuð sama hversu "barnalegt" þetta lítur út ef að gameplayið er í lagi. Vona líka að það verði hægt að upgrade-a einhverja Nod flame drekana í Purifying flame eins og í CNC3, Kane's Wrath. Ef að Flame Tank með purifying flame upgrade kemst inn í base þá er ekkert að fara að stoppa hann!
A) StarCraft knock off
B) EA eyðileggur alltaf leiki
C) Skiptir það virkilega máli hvernig leikurinn lítur út? Sjá t.d. StarCraft sem að allir virðast elska, kynferðislega, og hann er eins og teiknaður í Paint. :/
Ég er búinn að vera að spila Betuna mikið uppá síðkastið, líkar mjög vel við þennan leik so far!
Það er að vísu búið að einfalda leikinn alveg svakalega með að taka út bæði þörfina fyrir að byggja base og að þurfa ekki að safna neinum resources.
Það sem mér fannst svo skemmtilegt við CNC 3 var að resources skiptu svo svakalega miklu máli, bara að ná upp einu fleyri Refinery og ná að verja base-ið frá rush-árásum strax í byrjun var bara ávísun á sigur.
Í CNC4 þarf ekki að byggja base, heldur ertu með einn crawler (MCV) sem að gerir allan herinn. Þú færð bara x mikið af command points og getur gert kalla/skriðdreka/flugvélar eftir þeim. Síðan snýst þetta bara um hver nær að nýta þessi command points til að gera besta herinn.
Það mætti segja að Taberium Wars/Kane's Wrath hafi snúist um hver náði að gera stærsta herinn en Tiberian Twilight snýst um hver nær að gera besta herinn.
Last edited by Danni V8 on Sun 21. Feb 2010 13:37, edited 1 time in total.
Úbs, ég átti auðvitað við Tiberian Twilight þar sem ég sagði Tiberian Sun, ég er búinn að breyta þessu.
Það er ekkert búið að skemma neinn leik. Allir gömlu leikirnir eru alveg eins og þeir hafa alltaf verið.
CNC4 er nýr leikur sem kemur með nýtt gameplay og er ekki að skemma neitt, nema kannski vonir vanafastra manna sem vildu fá leik sem er alveg eins og allir hinir, nema með betri grafík.
Persónulega finnst mér leikurinn sem er að koma út vera betri, allavega það sem ég er búinn að prófa af honum.
En einsog svo oft áður, þá virðist gameplay value í þessum leikjum vera svipað og í Tic-Tac-Toe.
Sjálfur spila ég bara einn leik, BattleZone II, hann er frá 1999. Gameplay value í honum er gígantískt. Hef spilað hann í 7 ár og er enn að læra nýja hluti. C&C leikina spilar þú í einn mánuð, og hendir svo. Flestir sem spila þennan leik hafa gert í 6-10 ár, og hann er spilað í "team" spilun (teymi vs. teymi) á netinu, svona svipað og C&C, nema allir eru í "first-person" mode að berjast. http://en.wikipedia.org/wiki/Battlezone ... _Commander" onclick="window.open(this.href);return false;
Danni V8 skrifaði:Ég er búinn að vera að spila Betuna mikið uppá síðkastið, líkar mjög vel við þennan leik so far!
Það er að vísu búið að einfalda leikinn alveg svakalega með að taka út bæði þörfina fyrir að byggja base og að þurfa ekki að safna neinum resources.
Það sem mér fannst svo skemmtilegt við CNC 3 var að resources skiptu svo svakalega miklu máli, bara að ná upp einu fleyri Refinery og ná að verja base-ið frá rush-árásum strax í byrjun var bara ávísun á sigur.
Í CNC4 þarf ekki að byggja base, heldur ertu með einn crawler (MCV) sem að gerir allan herinn. Þú færð bara x mikið af command points og getur gert kalla/skriðdreka/flugvélar eftir þeim. Síðan snýst þetta bara um hver nær að nýta þessi command points til að gera besta herinn.
Það mætti segja að Taberium Wars/Kane's Wrath hafi snúist um hver náði að gera stærsta herinn en Tiberian Twilight snýst um hver nær að gera besta herinn.
Þarf ekki að safna resources, þarf ekki að byggja base!?!?!?! Þetta er því miður ávísun á að þetta sé console port. Mér finnst allt í lagi að fá breytt gameplay, en að henda gamla góða C&C gameplay-inu út um gluggann og koma með eitthvað rusl sætti ég mig ekki við