Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Síminn - Misnotar orðið "Ljósnet".

Póstur af Gúrú »

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... veggja-ara" onclick="window.open(this.href);return false;
Síminn segir að þessi þjónusta muni valda byltingu fyrir netnotendur þegar kemur að internethraða og noktun háskerpu- og gagnvirks sjónvarps.
Sem dæmi munu heimili getað tekið í notkun tvær háskerpu sjónvarpsrásir, tvær hefðbundnar sjónvarpsrásir, háhraða internettengingu og fimm VoIP sjónvarpsrásir, og samt átt 60 mb/s eftir til að mæta þjónustu sem enn er ekki komin fram á sjónarsviðið.
Er þetta árið 2004 eða er þetta bara auglýsing fyrir símann? Af hverju er nær ekkert minnst á þúsundirnar sem að þegar eru tengdir með þessari tækni?
Pressan er með svo lélega fréttamennsku að mig langar ekki til að lesa þetta en hinar eru bara svo lítið skárri. :?
Last edited by Gúrú on Þri 02. Mar 2010 14:57, edited 1 time in total.
Modus ponens

bridde
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Fös 03. Apr 2009 18:45
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af bridde »

Segi það með þér. Ég er greinilega í framtíðinni miðað við þessa frétt.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af hagur »

Var einmitt að furða mig á þessu þegar ég las þessa frétt í morgun, ekki eins og þetta sé einhver bylting.

Reyndar gott mál fyrir viðskiptavini Símans, þeir geta nú loksins fengið Internettengingu sem ekki byggir á úreldri (og oft ónýtri) tækni.

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Cikster »

Er reyndar gott fyrir meirihluta okkar en einn punktur sem kemur ekki fram þarna.

Þegar þeir fara í þessa breytingu þá klippa þeir á breiðbandið og þar með sjónvarpssendingar í mörgun nýjum hverfum og hjá þeim sem hafa notfært sér að tengja sjónvarpið sitt á breiðbandið. Á breiðbandinu eru nokkrar analog stöðvar ennþá (og ekki svo langt síðan stöð 2 bættist þar inn líka) þannig að ég til dæmis sem eyddi allt of miklum tíma síðasta sumar við að tengja breiðbandið inn á loftnetskerfið heima til að fá skýrari mynd (þar sem loftnetið var ekki að virka nógu vel) er að missa alla mynd nema fara aftur í breitingar á kerfinu heima.

Ég ætla að líta á þetta sem enn eina leið hjá símanum að rukka enn meiri pening.

Eitthvað segir mér að afruglunar búnaðurinn muni ekki senda út RF merki heldur notast við scart/hdmi ... þannig að þá eru 2 möguleikar í stöðunni.

Vera með auka afruglara við þau sjónvörp sem verða notuð ... ætli það verði ekki 1000-1500 kr per auka afruglara.

Leggja netkapal frá inntaki/tölvunni að staðnum sem aðal sjónvarps dreifingin er hjá mér og tengja þar frá afruglaranum inn á video og senda gegnum videoið í hin sjónvörpin ... sem er samt ekki fullkomið þar sem hin sjónvörpin munu bara geta horft á það sem afruglarinn er stilltur á það skiptið.

Nema ég geri seinni hlutinn OG komi loftnetinu í betra lag líka.

Fyrir ykkur sem tókuð ekki eftir því er þetta ekki frétt heldur fréttatilkynning frá símanum þannig að er ekki skrítið hvernig þetta hljómar.
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Gúrú »

Cikster skrifaði:Ég ætla að líta á þetta sem enn eina leið hjá símanum að rukka enn meiri pening.
Allir hlutir sem að fyrirtæki gera með hlutafé verða að vera til þess að fyrirtækið græði meira fé annars telst það léleg fjárfesting og lækkar virði fyrirtækisins. :?
Modus ponens
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af lukkuláki »

Dulbúin auglýsing ekki spurning.
En hversvegna segir Pressan þetta "Með Ljósnetinu verður hins vegar hægt að fá 100 mb/s hraða sem er tíföld aukning frá því sem nú er. "

Á heimasíðu símans er bara talað um 50 mb/s.

http://siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/ljosnet/
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af emmi »

Hvenær skyldi landsbyggðin fá að njóta Ljósnets Símans? Eða þarf maður kannski að flytja í borgina til að fá almennilegt net? :)
Last edited by emmi on Mán 01. Mar 2010 21:37, edited 1 time in total.

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Cikster »

Gúrú skrifaði:
Cikster skrifaði:Ég ætla að líta á þetta sem enn eina leið hjá símanum að rukka enn meiri pening.
Allir hlutir sem að fyrirtæki gera með hlutafé verða að vera til þess að fyrirtækið græði meira fé annars telst það léleg fjárfesting og lækkar virði fyrirtækisins. :?
Þetta líka getur orðið til að skaða fyrirtækið. Ég hef verið allt of lengi í viðskiptum hjá þeim og núna er ég farinn að pæla í að skipta öllu yfir til annara.

Heppinn ég að gagnaveitan er að koma hérna í sumar að plugga ljósleiðara, 6 mánuðum á undan símanum.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af biturk »

mér þætti nú heldur heimskulegt að gera þetta ekki til að græða :lol:

af hverju halda allir að fyrirtæki séu hjérna til að gefa þjónustu? þetta eru viðskipti og að sjálfsögðu er ekkert ókeipis hjá þeim.


en ég verð ekki sáttur samt með nein fjarskipta fyrirtæki á landinu fyrr en helvítis höfuðborgin fær einu sinni að sitja á hakanum og háhraða adsl verður komið í öll heimili á landinu,komin tími til að það gerist, alltof margir sem eru fastir á isdn línu og það er 2010


og sér í lagi verð ég ekki sáttur fyrr en ljósleiðari verður tengdur og boðin uppá á akureyri og egilstöðum líka, tvær stærstu borgir landsbyggðarinnar og við höfum bara adsl hjérna á flest alla....nánast ekkert ljós ef eitthvað er fyrir heimlin :evil:
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Cikster »

emmi skrifaði:Hvenær skyldi landsbyggðin fá að njóta Ljósnets Símans? Eða þarf maður kannski að flytja í borgina til að fá almennilegt net? :)
Flyja í borg óttans. Þetta mun bara verða á höfuðborgarsvæðinu þar sem síminn er þegar búinn að leggja "blowpipe" inn í hús til fólks með breiðbandinu þar sem þetta er mjög aggressive tímasetningar sem þeir gefa.

Þeir breiðbands notendur sem eru svo óheppnir að hafa verið tengdir áður en þeir byrjuðu að leggja "blowpipe" með neyðast örugglega yfir í adsl sjónvarpið.

Þeir ásamt þeim sem eru ekki með breiðbandið verða örugglega að bíða nokkur ár áður en nokkuð gerist.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af urban »

Cikster skrifaði:
emmi skrifaði:Hvenær skyldi landsbyggðin fá að njóta Ljósnets Símans? Eða þarf maður kannski að flytja í borgina til að fá almennilegt net? :)
Flyja í borg óttans. Þetta mun bara verða á höfuðborgarsvæðinu þar sem síminn er þegar búinn að leggja "blowpipe" inn í hús til fólks með breiðbandinu þar sem þetta er mjög aggressive tímasetningar sem þeir gefa.

Þeir breiðbands notendur sem eru svo óheppnir að hafa verið tengdir áður en þeir byrjuðu að leggja "blowpipe" með neyðast örugglega yfir í adsl sjónvarpið.

Þeir ásamt þeim sem eru ekki með breiðbandið verða örugglega að bíða nokkur ár áður en nokkuð gerist.
það er nú hægt að fá ljós á ýmsum stöðum út á landi.
t.d. Hvolsvelli og Sauðárkrók ef ég man rétt.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af depill »

Cikster skrifaði:Er reyndar gott fyrir meirihluta okkar en einn punktur sem kemur ekki fram þarna.

Þegar þeir fara í þessa breytingu þá klippa þeir á breiðbandið og þar með sjónvarpssendingar í mörgun nýjum hverfum og hjá þeim sem hafa notfært sér að tengja sjónvarpið sitt á breiðbandið. Á breiðbandinu eru nokkrar analog stöðvar ennþá (og ekki svo langt síðan stöð 2 bættist þar inn líka) þannig að ég til dæmis sem eyddi allt of miklum tíma síðasta sumar við að tengja breiðbandið inn á loftnetskerfið heima til að fá skýrari mynd (þar sem loftnetið var ekki að virka nógu vel) er að missa alla mynd nema fara aftur í breitingar á kerfinu heima.
Jamm, enda tekur analog of mikla bandvídd og er alveg að deyja út á Íslandi. Bara tímaspursmál hvenær RÚV slekkur á analog og enn styttra að Stöð 2 slökkvi á síðustu analog sendunum sínum.
Clikster skrifaði: Ég ætla að líta á þetta sem enn eina leið hjá símanum að rukka enn meiri pening.
Ég vill segja, græða meiri pening ekki rukka meiri pening. Þeir vilja augljóslega fá notendur eins og þig uppá myndlyklana sína og væntanlega hugsa sér til góðs með því að auka við leiguna hjá sér og auka notkun á Sjónvarpi Símans enn meir. Verður fróðlegt að vita hvort að það verði ekki pottþétt þannig að þetta verður jafn lokað kerfi og ADSL kerfið þeirra fyrir heildsölu aðila. Er ekki að sjá fyrir mér að Vodafone fái að koma með sitt TV yfir þetta. ( Símanum býðst samt til dæmis að koma með Sjónvarp Símans yfir ljósleiðaranet Tengis á Akureyri og Gagnaveitu Reykjavíkur
Clikster skrifaði: Eitthvað segir mér að afruglunar búnaðurinn muni ekki senda út RF merki heldur notast við scart/hdmi ... þannig að þá eru 2 möguleikar í stöðunni.

Vera með auka afruglara við þau sjónvörp sem verða notuð ... ætli það verði ekki 1000-1500 kr per auka afruglara.
564 kr á mánuði hver myndlykill
Clikster skrifaði: Leggja netkapal frá inntaki/tölvunni að staðnum sem aðal sjónvarps dreifingin er hjá mér og tengja þar frá afrug{laranum inn á video og senda gegnum videoið í hin sjónvörpin ... sem er samt ekki fullkomið þar sem hin sjónvörpin munu bara geta horft á það sem afruglarinn er stilltur á það skiptið.
Eða snúa þessu við og henda router að inntakinu. Það eru líka til analog multiplexar sem geta tekið úr scart tengingu og breytt í RF. ( Myndlyklar frá Símanum eru sumir með RF en styðja ekki RF, öfugt við til dæmis myndlykla frá Vodafone sem eru með góðum RF útgangi ). En já það lendir þetta vesen sem þú nefnir.
Clikster skrifaði: Fyrir ykkur sem tókuð ekki eftir því er þetta ekki frétt heldur fréttatilkynning frá símanum þannig að er ekki skrítið hvernig þetta hljómar.
Mér finnst samt eiginlega merkilegt að fyrirsögn greinnarinnar skuli ekki vera það sama og inntak fréttatilkynningar símans

"Síminn drullar eins mikið og þeir geta yfir Gagnaveitu Reykjavíkur".

Ennfremur finnst mér Síminn ætla að veita suprisingly góð verð á VDSL í Heildsölu ef ég er hreinlega að skilja heildsöluverðin rétt, hljóta að breyta þeim sérstaklega ef PTA neyðir þá til þess að hafa sömu skilmála og á endursölu ADSL. Nema ég sé eithvað smá að misskilja þarna.

En já "Ljósnet Símans" er að meginparta til ( fyrir utan ný hverfi svo voru tengd með ljósleiðara frá Mílu ) verið að nýta Ljósleiðarann sem fór í götukassana á sínum tíma fyrir Breiðbandinu. COAX Breiðbandið aftengt, settur mini-VDSL DSLAM inní götukassana og þar með verður vegalengd frá "símstöð" til heimilis mjög stutt og þannig geta þeir boðið uppá hámarksgetu VDSL. ( Þetta er sem sagt ekki ljósleiðari inní hús eins og er í nýju hverfunum, og mér fyndist lang líklegast að Síminn muni bara skilja eftir COAX kapalinn fyrir Breiðbandið inní húsunum ).

Verð í heildsölu á 50 Mb/s er 1.116 kr ( nei þetta er ekki með netþjónustu fyrir heildsala ) án VSK, sem mér finnst nokkuð gott verð ( þetta er með gjaldinu fyrir efra tíðnisviðið ).

Hins vegar verður fróðlegt, nú sá ég rumor á annari síðu að Vodafone ætlaði ekki í VDSL uppbyggingu ( og ef þeir ætluðu að gera það, þyrftu þeir að gera það nákvæmlega eins og Síminn er að gera það með því að fara í VDSL DSLAMa í götukassa ), þannig það verður fróðlegt að hvort þeir ætli bara að veðja á Gagnaveitu Reykjavíkur í high-speed málum og svo ADSL sem ég held að verði fail, eða hvort þeir fari með Símanum og bjóði netteningu þar yfir og bjóði aftur uppá Sjónvarp Símans yfir Vodafone á höfuðborgarsvæðinu sem þeir voru að hætta að gera....

Allavega til að byrja með virðist bara Hringiðan og Síminn ætla að bjóða þjónustu yfir þetta net, Vodafone hlýtur að commenta á þetta á endanum.

ohara
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Sun 15. Feb 2009 17:25
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af ohara »

Veit eitthver um hvort þessi nýja þjónusta býður upp á sama hraða í báðar áttir?
EVGA nForce 730i, Intel 8400, Kingston 4GB, MSI 5770 Hawk
64GB Kingston Solid State Drive, Win Home Server 3TB
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Gúrú »

ohara skrifaði:Veit eitthver um hvort þessi nýja þjónusta býður upp á sama hraða í báðar áttir?
Hún mun gera það.
Annað makar ekkert sense.
Modus ponens
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af depill »

Gúrú skrifaði:
ohara skrifaði:Veit eitthver um hvort þessi nýja þjónusta býður upp á sama hraða í báðar áttir?
Hún mun gera það.
Annað makar ekkert sense.

Neimm Síminn ætlar að bjóða uppá 50 Mb/s niður, 25 Mb/s upp. Átti að vera til í variable hröðum en verður í staðinn bara til einn hraði.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Blackened »

biturk skrifaði: og sér í lagi verð ég ekki sáttur fyrr en ljósleiðari verður tengdur og boðin uppá á akureyri og egilstöðum líka, tvær stærstu borgir landsbyggðarinnar og við höfum bara adsl hjérna á flest alla....nánast ekkert ljós ef eitthvað er fyrir heimlin
það er alveg hægt að fá ljós hérna í bænum.. hellingur af fyrirtækjum og held ég allt naustahverfið eins og það leggur sig getur fengið ljós.. Tengir ehf. eru búnir að vera að vinna í þessu núna í einhver ár hugsa ég

eins geta blokkir tekið sig saman og fengið ljósleiðara tengingar og eitthvað fleira.. getur öruglega lesið það inná tengir.is eða eitthvað ;)

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af biturk »

Blackened skrifaði:
biturk skrifaði: og sér í lagi verð ég ekki sáttur fyrr en ljósleiðari verður tengdur og boðin uppá á akureyri og egilstöðum líka, tvær stærstu borgir landsbyggðarinnar og við höfum bara adsl hjérna á flest alla....nánast ekkert ljós ef eitthvað er fyrir heimlin
það er alveg hægt að fá ljós hérna í bænum.. hellingur af fyrirtækjum og held ég allt naustahverfið eins og það leggur sig getur fengið ljós.. Tengir ehf. eru búnir að vera að vinna í þessu núna í einhver ár hugsa ég

eins geta blokkir tekið sig saman og fengið ljósleiðara tengingar og eitthvað fleira.. getur öruglega lesið það inná tengir.is eða eitthvað ;)
já en ég vil geta fengið bara ljós þar sem ég bý án þess að þurfa að borga fyrir að leggja það eða bíða heil lengi :P


1. Möguleiki er að fá tengingu gegn greiðslu á stofngjaldi heimtaugar sem er frá 249.000,- ef áhugi er á þannig afgreiðslu sendið fyrirspurn á ljos@tengir.is þar sem skoða þarf sérstaklega aðstæður á hverjum stað.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------"


tekið af tengir.is þegar ég skráði inn heimilisfangið mitt.


mér lýst ekkert á að þurfa að borga þetta því það liggur ekkert fyrir um á næstu árum að tengja þar sem ég leigji :shock:
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Blackened »

biturk skrifaði: já en ég vil geta fengið bara ljós þar sem ég bý án þess að þurfa að borga fyrir að leggja það eða bíða heil lengi :P
ég vil líka geta fengið helling af hlutum án þess að borga fyrir það eða bíða.. en þannig virkar heimurinn bara ekki ;)

þú býrð í húsi sem kom fyrir tíma ljósleiðarans og þú verður bara að bíta í það súra ;) þú færð þetta aldrei frítt sko... menn eru ekkert að gefa vinnu sína og efni til að þú getir fengið hraðara internet fyrir ekkert ;)

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af biturk »

Blackened skrifaði:
biturk skrifaði: já en ég vil geta fengið bara ljós þar sem ég bý án þess að þurfa að borga fyrir að leggja það eða bíða heil lengi :P
ég vil líka geta fengið helling af hlutum án þess að borga fyrir það eða bíða.. en þannig virkar heimurinn bara ekki ;)

þú býrð í húsi sem kom fyrir tíma ljósleiðarans og þú verður bara að bíta í það súra ;) þú færð þetta aldrei frítt sko... menn eru ekkert að gefa vinnu sína og efni til að þú getir fengið hraðara internet fyrir ekkert ;)

það er málið, þetta er lagt niður og plantað og allskonar svona dót í höfuðborg (þetta er ekkert einsdæmi um það) en landsbyggðin situr alltaf á hakanum, er sosem ekkert að fara á taugum yfir þessu en mér fynnst þetta bara svo ákaflega leiðinlegt að allir notendur séu ekki á sama borði með til dæmis internet, landshlutum er mismunað gríðarlega og þá sérstaklega þeir sem eru ennþá með isdn og ekkert á döfinni að fá adsl (3g er komið sumstaðar en það er bara sorp þar sem niðurhal er viðbjóðslega dýrt þar)
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af hsm »

Mér finnst reindar mjög skrítið að það er búið að tengja ljósleiðara í flest öll hús hér í Keflavík en engin áform um að taka þetta í notkun ????? :hnuss
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Cikster »

Já, 564 kr per auka myndlykil .... ætla ekki að trúa þeirri tölu fyrr en ég sé hana á pappír.

Samkvæmt síðunni hjá símanum þá er ennþá tölurnar fyrir auka lykil fyrir breiðbandið og það er 900 kr.

Annar hlutur sem reyndar gleymist aðeins þegar svona "all in one" pakkar eru í sölu sem er að ef "netið" bilar þá ertu orðinn alveg sambandslaus.

Man síðast þegar breiðbandið "bilaði" hjá mér tók 5 daga að koma því í lag, með því að ég segði þeim á fyrsta degi að orkuveitan tók rafmagnið af götunni þannig að eina sem þyrfti að gera væri að endurræsa "fiber to cable" breytinum (svokallaðri ONU) í götuskápnum. Hefði ekki verið sérlega ánægður ef netið og síminn hefði horfið líka við það. :)

Varðandi það að analog taki of mikla bandvídd þá vill ég bara benda á þann punkt að hefði örugglega verið hægt að auka digital rásirnar um 100-200 ÞÓTT analog rásirnar væru ennþá í gangi þar sem þetta er lokað kerfi sem er ekki leyfisskilt af fjarskiptastofnun.

Varðandi "leiguna" þá prófaði ég adsl sjónvarpið hjá símanum og mér leiddist aldrey svo mikið að mig hafi langað að horfa á neitt sem ég fann þar inni.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Blackened »

biturk skrifaði: það er málið, þetta er lagt niður og plantað og allskonar svona dót í höfuðborg (þetta er ekkert einsdæmi um það) en landsbyggðin situr alltaf á hakanum, er sosem ekkert að fara á taugum yfir þessu en mér fynnst þetta bara svo ákaflega leiðinlegt að allir notendur séu ekki á sama borði með til dæmis internet, landshlutum er mismunað gríðarlega og þá sérstaklega þeir sem eru ennþá með isdn og ekkert á döfinni að fá adsl (3g er komið sumstaðar en það er bara sorp þar sem niðurhal er viðbjóðslega dýrt þar)
Tengir ehf er að gera alveg það sama og Gagnaveita Reykjavíkur er að gera (held ég).. það er ekkert verið að "svindla á landsbyggðinni" í okkar tilfelli amk.. (enda ekkert sem að ríkið er að gera heldur fyrirtæki)

ef að það er verið að brjóta upp götur tildæmis þá kemur Tengir í langflestum tilfellum og leggur ljós..

ef að þú ert svona rosalega ósáttur við að allir akureyringar fái ekki ljós einn tveir og bingó þá bara brettiru upp ermarnar, stofnar fyrirtæki og leggur niður ljósleiðaranet fyrir okkur hin sem nennum ekki að bíða heldur ;)

..bottom line er að þetta kostar mikla peninga og vinnu.. og þetta gerist ekki yfir nótt.. það þarf að leggja ljósleiðara pípur í hvert hús í bænum.. með tilheyrandi jarðvegsvinnu og veseni.. og setja upp tengistöðvar og það bara er meira en að segja það ;)

annað er með ADSL draslið sem að notar kopar símalínur sem að liggja inn í hvert hús hvort sem er og þarf ekkert að breyta neinu.. bara stinga routernum í samband.. það eina sem þarf að gera er að breyta endabúnaðinum í símstöðvum.. og það kemur hinum almenna notanda ekkert við.. það þarf ekki að grafa nýjann skurð að húsinu hans og bora inn nýtt inntak fyrir sér lögn ;)
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af depill »

Cikster skrifaði:Já, 564 kr per auka myndlykil .... ætla ekki að trúa þeirri tölu fyrr en ég sé hana á pappír.
Gjörðu svo vel http://siminn.is/einstaklingar/sjonvarp/verd/" onclick="window.open(this.href);return false;. 4.900 kr stofngjald fyrir hvern aukamyndlykil líka. Breiðbandslyklanir hafa alltaf verið dýrari en IPTV lyklarnir hjá Símanum.
Cikster skrifaði: Annar hlutur sem reyndar gleymist aðeins þegar svona "all in one" pakkar eru í sölu sem er að ef "netið" bilar þá ertu orðinn alveg sambandslaus.

Man síðast þegar breiðbandið "bilaði" hjá mér tók 5 daga að koma því í lag, með því að ég segði þeim á fyrsta degi að orkuveitan tók rafmagnið af götunni þannig að eina sem þyrfti að gera væri að endurræsa "fiber to cable" breytinum (svokallaðri ONU) í götuskápnum. Hefði ekki verið sérlega ánægður ef netið og síminn hefði horfið líka við það. :)
Hér gildir annað lögmál. Notkun á Breiðbandinu fór aldrei í neinar sérstakar hæðir, og þess vegna varð þrýstingurinn aldrei nægur. Hins vegar ef götuskápur kickast út myndast miklu meiri þrýstingur ( ásamt því að þessar símstöðvar eru allar í stöðugri mælingu og fylgst með þeim ) að laga það. Ásamt því að auðvita að Síminn veit að þeir verða af fjarskiptatekjum í leiðinni.

Hins vegar verður fróðlegt, þar sem forstjóri Símans talaði um 5 VoIP rásir í sínum kynningum í dag. Ég trúi því varla að þeir ætli að hætta að nota neðra tíðnisviðið fyrir talsíma og fari að flækja málið og láta fólk taka VoIP inn á heimilið ( geta alveg notað VoIP sem flutningsleið innan síns kerfis ). Mér finnst það allavega bara auka flækjustig.
Cikster skrifaði: Varðandi það að analog taki of mikla bandvídd þá vill ég bara benda á þann punkt að hefði örugglega verið hægt að auka digital rásirnar um 100-200 ÞÓTT analog rásirnar væru ennþá í gangi þar sem þetta er lokað kerfi sem er ekki leyfisskilt af fjarskiptastofnun.
Þetta er 100% rétt hjá þér. Í raun og veru nægir að leysa bara "loft" leyfisskylda kerfið. Hins vegar giska ég að hér sé bara hugsað um peninga. Hér er verið að hugsa um að nota ljósið sem er í götuskápunum með sem bestum hætti og ja örugglega plássið í skápunum líka. Síminn vill aukatekjurnar hjá sér.
Cikster skrifaði: Varðandi "leiguna" þá prófaði ég adsl sjónvarpið hjá símanum og mér leiddist aldrey svo mikið að mig hafi langað að horfa á neitt sem ég fann þar inni.
Úff satt, ég er reyndar með Vodafone ADSL TV og við notum mjög mikið Stöð 2 Frelsi. En annað notum við lítið sem ekkert, aðallega vegna þess að úrvalið er slappt vegna víst aðallega leyfismála.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af Sallarólegur »

Fyrst við erum komnir út í ljós umræðuna, afhverju þurfa þessir kaplar að vera svona langt niðri í jörðunni? 2-3m ofan í jörðina þar sem var verið að grafa hjá mér í 108.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Pressan - Dulin símaauglýsing?

Póstur af appel »

Held að ljósnet Orkuveitunnar eða þessara LínuNeta fyrirtækja, þ.e. almenningshlutafélaga, hafi kostað almenning hátt í 10 milljarða að leggja, sem örfáir nýta sér þessa dagana.

Í fréttinni kemur fram að þetta kosti Símann undir 800 milljónum, og nær til fleiri heimila!

Hvað 50 mb/s varðar, þá held ég að það sé bara fyrir internetið, hin 50 mb/s séu þá væntanlega frátekin fyrir aðrar þjónustur. Svo er sennilega eitthvað margin-of-error þarna, þ.e. að ekki allir nái max hraða. En sennilega er þetta bara það sem Síminn byrjar með í byrjunar-fasanum.
*-*
Svara