
Við ætlum að nota tar í þetta (keep it as simple as possible) og ég ætla að þjappa þessu með bzip2.
Best væri að byrja á að færa sig á annað partion eða disk sem við erum með mountuð, í mínu tilfelli er ég með aukadisk mountaðan á /storc.
Kóði: Velja allt
cd /storc/Backups/
Kóði: Velja allt
touch tar.exclude && nano -w tar.exclude
Skrána tar.exclude notum við til að skilgreina hvað við viljum ekki að komi í backupið okkar. Ég vill t.d. ekki taka backup af öllum diskunum mínum sem ég er með mountaða og skilgreini þá þarna ásamt fleiru. Þetta skuluði laga að ykkar þörfum.
Kóði: Velja allt
/mnt
/usr/src
/usr/portage/
/var/tmp
/tmp
/proc
/storc
/stord
ATH! Það er hægt að minnka þetta til að taka bara /etc og /home, þá þurfiði bara að skilgreina allar hinar möppurnar í tar.exclude.
Kóði: Velja allt
tar --exclude-from=tar.exclude --create --verbose --bzip2 --same-permissions --file=backup.tar.bz2 /*

Kóði: Velja allt
tar --exclude-from=tar.exclude --create --verbose --same-permissions --file=backup.tar.bz2 /*
Þangað til næst.
