Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Svara
Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af ManiO »

Já, titillinn er frekar lýsandi.

Hef lítið vit á merkjum. Þarf minnst 2 HDMI, 3-4 væri ekkert verra. Stuðningur við flesta hljóðstaðla nauðsynlegt, helst alla.

Ef möguleiki er þá væri kostur að hafa ekki einhverja gígantíska hátalara.

Hvað myndi slíkt vera að gera stórt gat í veskið þessa dagana?

Einnig, ef einhver veit um einhvern sem gæti lagað fyrir mig optical in tengi (tengið smellir ekki þegar að tengt er í það) væri það snilld.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Pandemic »

Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af AntiTrust »

Ef þú ætlar að taka "ekki sett" heldur pússla saman sjálfur 7.1 kerfi, talaðu þá við pro audio gaur og láttu hann hjálpa þér. Hvert einasta detail, hver einasta tala skiptir miklu máli til að fá sem mest úr 7.1 kerfi.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Some0ne »

Það sem Pandemic postaði er ágætis sett held ég, Magnarinn er allaveganna mjög fínn, og ef þú ætlar ekki að fara útí eitthvað mega custom setup á hátölurum sem er töluvert dýrara en 115k
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af hagur »

Myndi líka skoða Yamaha magnarana hjá Hátækni. Yamaha er solid merki í þessu.

Þetta er ódýrasti magnarinn hjá þeim sem hefur HDMI in/out (4 inn og 1 út) og Dolby TrueHD og DTS-HD.

EDIT sorry, gleymdi linknum :lol:

http://www.hataekni.is/vorur/hljomtaeki ... ar/pnr/848" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Pandemic »

Er með þetta sett sem ég valdi hérna heima reyndar með eldri magnara af sömu gerð. Mjög fínt.

Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1278
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Ulli »

mæli með Bræðunum Ormsson í Síðumúla.
getur feingið THX certified 7,1 magnara með 4 HDMI teingjum og usb/ipod rdy magnara á 150k
I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850
Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Gothiatek »

Ég er nýbúinn að koma mér upp heimabíókerfi, ætlaði að kaupa Yamaha RX-V765 af Hátækni en hann hækkaði úr 98 þús í 189 þús á milli sendinga. Sem er rugl, þetta er ekki 200 þús kr magnari. Endaði á Pioneer VSX-819 frá Ormsson (5 rása) - ágætis magnari en þarf að uppfæra fyrr en síðar.

Svo keypti ég QLN hátalara hjá Portus, þeir eru ekkert nema snilldin ein. Kannski aðeins stærri en þú ert að leita að en þeir eru líka með Proson hátalara sem hafa fengið góða dóma. Mæli með Portus, frábært þjónusta.
pseudo-user on a pseudo-terminal

Ethereal-
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 02:37
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Ethereal- »

Þeir framleiðendur sem eru að koma best út í dag eru Yamaha og Denon. Onkyo eru mjög góðir líka nema (að mínu mati) eru þeir ljótustu sem ég hef séð. Svo skaltu ekkert vera að eltast við THX badge, hefur ekkert við það að gera nema þú sért að fara setja upp kerfi í 60-100 fermetra rými.
Ég mæli EINDREGIÐ með þessum magnara, efast um að þú fáir jafn góðan grip á klakanum í dag fyrir þetta verð. Hefur fengið afburða dóma alls staðar sem hann hefur verið skoðaður. Ég er reyndar mikill Denon maður og vann sem sölumaður í umboðinu um nokkurt skeið þannig ég er kannski ekki beint hlutlaus, en lestu þér til um gripinn á netinu.

http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=AVR1910B

Og varðandi hátalarakerfi, ég myndi frekar byggja upp 5.1 sett hægt og hægt, byrja á 2 frontum t.d., frekar en að kaupa þér lítinn ódýran satilite hring. Því miður er úrval á hátölurum í dag mjög takmarkað. Paradigm hjá Steina í Hljómsýn eru alltaf skemmtilegir en það því miður erfitt og leiðinlegt að versla við þá. Ég myndi skoða Dali Ikon línuna, mjög góðir hátalarar og léttir í keyrslu. Ef þú vilt frekar grunt framyfir hljómgæði geturu skoðað JBL, ekkert síðri hátalarar í sjálfu sér en eru meiri "partýhátalarar" að mínu mati, allavegana ódýrasta línan, ná ekki sama fínleika og hlutleysi og Dali
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Glazier »

Þó ég hafi lítið sem ekkert vit á þessu þá mæli ég með því að þú finnir þér það setup sem þig langar í og færð svo Friðjón hjá buy.is til að panta það fyrir þig.. (örugglega það ódýrasta í stöðunni því ég veit að sm er að leggja töluvert ofaná græjurnar sínar)
Tölvan mín er ekki lengur töff.

Ethereal-
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 02:37
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Ethereal- »

Veit ekki með SM, en ég veit að álagningin á Denon mögnurunum hjá HT er ekki há, miðað við margt annað.

einsii
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 01:05
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af einsii »

Ég seigi Onkyo alla leið. Er búinn að eiga minn Onkyo TX-DS 838 (Integra týpa sem er töff :) ) frá 98 minnir mig og er þetta rosalega góð græja, Hann svosem er ekkert með öllu því nýjasta eins og HD stuðningi en það sem hann gerir gerir hann sko vel. Svo eru sirka 30 ára gamlir Onkyoar í gangi hérna heima og í skúrnun, enn í ágætis geimi :)

Sjálfur er ég svo með Castle front og surround hátalara, Kef center úr studio línunni gömlu og Castle classic sub sem er æði.

Annars með lúkkið sem einhver benti á hér ( og linkaði svo á ljótasta tækið sem Denon hefur smíðað) :D þá er málið að kaupa bara Onkyo sem er aðeins ofar í línunni hjá þeim og þá kominn með svona hurð yfir takka og tengi, þá lúkka þeir bara mjög clean og flottir finnst mér.

Fást hjá Pfaff btw

Ethereal-
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 02:37
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Ethereal- »

Útlitið er auðvitað spurning um smekk. Ég hélt að Pfaff væru hættir með allar græjur nema Pro ?

Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1278
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Staða: Ótengdur

Re: Magnari og 7.1 kerfi - hvað er slíkt að kosta?

Póstur af Ulli »

Ethereal- skrifaði:Útlitið er auðvitað spurning um smekk. Ég hélt að Pfaff væru hættir með allar græjur nema Pro ?
dat is true
I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850
Svara