ZoRzEr skrifaði:Glazier skrifaði:Komnar myndir.. efst

Sælir,
Hvar fékkstu svarta litinn og prímerinn ? Ég fæ Coolermaster HAF932 á morgun og ætla mér að lita hann svartann að innan. Ég hef bara svo lítinn tíma eftir vinnu að fara kaupa brúsana og sandpappírinn að það væri betra að fá að vita það fyrirfram.
Geri þetta örugglega um næstu helgi svo í rólegheitunum. Posta myndum fyrir og eftir.
Keypti svartann glans lit hjá Bymos í mosfellsbænum.
Getur keypt þetta í öllum verslunum sem selja Flugger sprey.
Ég þurfti einn og hálfann brúsa fyrir eina umferð yfir allann kassann að innan + innanverðar hliðarnar.
Ég var of óþolinmóður þannig ég spreyjaði bara eina umferð beið síðan í 4 tíma og púslaði saman en svo nokkrum dögum seinna komst ég að því að önnur hliðin (eina hliðin sem ég var búinn að setja á) var pikk föst vegna þess ég leyfði þessu ekki að þorna nógu lengi (þetta þarf 2 heila sólahringa til að vera 100% þurrt)
Síðan prófaði ég að spreyja 2svar bakvið móðurborðið og sá að það kom mun betur út en að spreyja bara einu sinni þannig ég mæli með því að t.d. ef þú spreyjar allann kassann um 9 að kvöldi (og hliðarnar líka að innan) síðan spreyjaru allt dæmið aftur næsta dag og bíður síðan í 2 sólahringa áður en þú setur saman, þetta er orðið vel snerti þurrt eftir 4 tíma en ef þú setur síðan hliðarnar á þá festast þær á.
Vona að þú skiljir þetta, ef ekki þá geturðu bara sent mér pm og spurt eða bara hérna
Edit: Langar að taka fram að ég pússaði ekki og ég setti engann grunn, ég bara blés rykið í burtu sem var í kassanum þannig hann var allveg hreinn síðan spreyjaði ég bara svarta spreyinu beint á kassann og það helst mjög vel, allgjör óþarfi að pússa eða nota grunn

Tölvan mín er ekki lengur töff.