Hi, ég er að keyra á HP nx6325 laptop sem ég fékk fyrir 2-3 árum, fyrstu mánuðina sem ég átti hana heyrðist aldrei neitt í henni en síðan hægt og rólega fór harði diskurinn að fyllast, ryk að safnast upp, og alskonar óþarfa forrit í tölvuni.
Ég formattaði hana og setti upp windows xp pro uppá nýtt, hreinsaði viftuna og setti nýtt kælikrem undir örgjörvan og er með hana ofan á svona kæliplatta frá computer.is en samt er viftan alltaf á fullu þó það sé ekkert í gangi, t.d. akkurat núna er hún á fullu og það er er 0-5% CPU usage og stærsta forritið sem ég keyri er chrome sem tekur 40k mem usage.
las einhverstaðar að það væri sniðugt að update-a bios-inn, hef ekki gert það ennþá, eitthvað annað sem ykkur dettur í hug ? tölvan kannski bara orðin gömul og lúin ?
fyrirfram þakkir,
kv. óli
Viftan stöðugt í gangi EN
Re: Viftan stöðugt í gangi EN
Byrjaðu á að uppfæra bios. Niðurhalaðu svo Coretemp og taktu statusinn á hitanum á örgjörva.
Ef hann er mikið meira en 50°c á Idle þá hefuru annaðhvort klúðrað kælikrems skiptunum eða klikkað á að skrúfa kæliplötuna rétt á örgjörva.
Einnig gæti gasið í hitapípunni á kæliplötunni hafað skemmst/eyðst. Þá þarftu að útvega þér nýtt Thertmal Unit.
Ef hann er mikið meira en 50°c á Idle þá hefuru annaðhvort klúðrað kælikrems skiptunum eða klikkað á að skrúfa kæliplötuna rétt á örgjörva.
Einnig gæti gasið í hitapípunni á kæliplötunni hafað skemmst/eyðst. Þá þarftu að útvega þér nýtt Thertmal Unit.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 901
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Viftan stöðugt í gangi EN
hreinsaði viftuna ??? þýðir það að þú blést uppsöfnuðu ryki frá kæli-elementinu og hreinsaðir það vel ??
http://www.youtube.com/watch?v=ZS2tKwhigyE" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.youtube.com/watch?v=ZS2tKwhigyE" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Viftan stöðugt í gangi EN
Mjög gott video um hvernig að má gera tölvuna sína háværari með því að skemma legurnar í viftunum.methylman skrifaði:hreinsaði viftuna ??? þýðir það að þú blést uppsöfnuðu ryki frá kæli-elementinu og hreinsaðir það vel ??
http://www.youtube.com/watch?v=ZS2tKwhigyE" onclick="window.open(this.href);return false;
Ekki nota ryksugu á viftur án þess að hindra það að þær geti snúist fyrst.
Modus ponens