Sælir
heyrið ég er með smá vandamál, þið kanski vitið hve lausnin á því sé.
Þannig er mál með vexti að netið í borðtölvunni hjá mér virkar ekki, jú það virkar en ég kemst ekki inn á internetið sama hvaða browser ég nota og allt, ég kemst inn á msn og þannig en bara ekki internetið, þetta er eki routerinn tvi að aðrar tölvur á routernum virka alveg og allt svoleiðis .. mér var buinn að detta í hug að þetta sé netkortið ónýtt eða er eh annað sem angrar ?
Ef þú ert tengdur, þeas getur pingað út þá er ekkert að netkortinu þínu heldur bundið við software. E-ð að blokka port 80 hjá þér allavega, spurning hvort það er nýlega uppsett vírusvörn/eldveggur eða hreinlega vírus sem er að blokkera. Já eða bara stýrikerfisvilla.
Ég var með þetta vandamál eh tímann, man að það tengdist einhverjum proxy stillingum að mig minnir. Prófaðu allaveganna að taka hakið af eða úr því. Þetta var allaveganna í internet options, það er svo langt síðan að þetta gerðist að ég man þetta ekki greinilega. Vona að þetta getur eitthvað hjálpað þér.