Vantar hint með fartölvubatterý
Vantar hint með fartölvubatterý
Mig vantar að vita hvernig er best að hugsa um fartölvubatterý. Ég kem til með að nota tölvuna slatta heimavið og hef hana þá í sambandi. Hef heyrt að það sé gott að taka hana úr með 40-50% hleðslu og nota hana kannski á 2-3 vikna fresti. Er þá verið að tala um að fullhlaða og fara aftur niður í 40%? Öll svör tengd þessu vel þegin.
Deeeerp
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3737
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar hint með fartölvubatterý
Best að nota hana bara, keyra hana upp og niður. Það skiptir samt ekki neinu máli hvort þú tæmir hana eða hlaðir hana 100% þegar þú ert að nota hana bara sleppa því að vera alltaf að setja í samband og taka úr sambandi.
Ef þú ætlar að vera með tölvuna í sambandi í langan tíma þá skaltu taka rafhlöðuna úr við 40-60% hleðslu og geyma á köldum stað. Svo bara skella henni í af og til og gera það sem ég skrifaði fyrir ofan.
Ef þú ætlar að vera með tölvuna í sambandi í langan tíma þá skaltu taka rafhlöðuna úr við 40-60% hleðslu og geyma á köldum stað. Svo bara skella henni í af og til og gera það sem ég skrifaði fyrir ofan.
Re: Vantar hint með fartölvubatterý
Smá spurning, þú segir að maður eigi að keyra hana upp og niður en sleppa því að vera alltaf að setja í samband og taka úr sambandi, ertu þá að meina að nota sem mest af rafhlöðunni áður en maður setur í samband aftur?Pandemic skrifaði:Best að nota hana bara, keyra hana upp og niður. Það skiptir samt ekki neinu máli hvort þú tæmir hana eða hlaðir hana 100% þegar þú ert að nota hana bara sleppa því að vera alltaf að setja í samband og taka úr sambandi.
Ef þú ætlar að vera með tölvuna í sambandi í langan tíma þá skaltu taka rafhlöðuna úr við 40-60% hleðslu og geyma á köldum stað. Svo bara skella henni í af og til og gera það sem ég skrifaði fyrir ofan.
Deeeerp
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3737
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar hint með fartölvubatterý
Já í rauninni, mikið af fólki sem hleypur á milli innstunga og það fer ekkert vel með rafhlöður almennt. Frekar bara að leyfa henni að keyra sig niður í nokkur prósent áður en hún er sett í samband aftur.