Þéttarnir eyðilögðust á móðurborðinu í gömlu borðtölvunni minni
Ég var að pæla hvort það sé geranlegt að skipta um / laga þéttana þar sem mér hefur ekki tekist að finna notað móðurborð í staðin fyrir það gamla
Hérna eru specs ef það hjálpar:
CPU:
- Supports AMD Socket-939 Athlon 64 FX / Athlon 64
- Processor interface via 2000MT/s Hyper Transport bus
Chipset
- NVIDIA nForce4 (VNF4) / nForce4 Ultra (VNF4 Ultra)
Memory
- Four 184-pin DDR DIMMs up to 4GB
- Supports Dual Channel DDR266/333/400 memory
laga þétta á móðurborði
Re: laga þétta á móðurborði
Það er hægt. Bara kíkja með það á rafeindaverkstæði.
Re: laga þétta á móðurborði
Miðbæjarradíó.
Þar fór ég og einhver var að tala um svona viðgerðir við mig og virtist geta gert það blindandi.
Þar fór ég og einhver var að tala um svona viðgerðir við mig og virtist geta gert það blindandi.
Nörd
Re: laga þétta á móðurborði
Þú færð þéttana pottþétt í Miðbæjarradíó, ég hef tvisvar gert þetta við móðurborð og eitt skjákort með ónýta þétta með góðum árangri, þéttarnir sjálfir kosta sáralítið. Ef að þú hefur ekki tök á að gera þetta sjálfur þá myndi rafeindavirki rukka hálftíma til klukkutíma fyrir þetta verk.
Ef að þú gerir þetta sjálfur þá þarftu að nota tinsugu "fæst í Miðbæjarradíó" og passa þig á að snúa þéttunum rétt, þeir leiðbeina þér ef að þú spyrð.
Ef að þú gerir þetta sjálfur þá þarftu að nota tinsugu "fæst í Miðbæjarradíó" og passa þig á að snúa þéttunum rétt, þeir leiðbeina þér ef að þú spyrð.