laga þétta á móðurborði

Svara

Höfundur
vaski.et
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 23. Des 2009 20:46
Staða: Ótengdur

laga þétta á móðurborði

Póstur af vaski.et »

Þéttarnir eyðilögðust á móðurborðinu í gömlu borðtölvunni minni

Ég var að pæla hvort það sé geranlegt að skipta um / laga þéttana þar sem mér hefur ekki tekist að finna notað móðurborð í staðin fyrir það gamla

Hérna eru specs ef það hjálpar:

CPU:
- Supports AMD Socket-939 Athlon 64 FX / Athlon 64
- Processor interface via 2000MT/s Hyper Transport bus

Chipset
- NVIDIA nForce4 (VNF4) / nForce4 Ultra (VNF4 Ultra)

Memory
- Four 184-pin DDR DIMMs up to 4GB
- Supports Dual Channel DDR266/333/400 memory

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: laga þétta á móðurborði

Póstur af SteiniP »

Það er hægt. Bara kíkja með það á rafeindaverkstæði.
Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Staða: Ótengdur

Re: laga þétta á móðurborði

Póstur af BjarniTS »

Miðbæjarradíó.
Þar fór ég og einhver var að tala um svona viðgerðir við mig og virtist geta gert það blindandi.
Nörd

Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Staða: Ótengdur

Re: laga þétta á móðurborði

Póstur af Gets »

Þú færð þéttana pottþétt í Miðbæjarradíó, ég hef tvisvar gert þetta við móðurborð og eitt skjákort með ónýta þétta með góðum árangri, þéttarnir sjálfir kosta sáralítið. Ef að þú hefur ekki tök á að gera þetta sjálfur þá myndi rafeindavirki rukka hálftíma til klukkutíma fyrir þetta verk.
Ef að þú gerir þetta sjálfur þá þarftu að nota tinsugu "fæst í Miðbæjarradíó" og passa þig á að snúa þéttunum rétt, þeir leiðbeina þér ef að þú spyrð.
Svara