Tölva Blue-Screenar

Svara
Skjámynd

Höfundur
THX
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Sun 17. Feb 2008 19:46
Staða: Ótengdur

Tölva Blue-Screenar

Póstur af THX »

Sælir,

félagi minn er í vandræðum með borðtölvuna sína þar sem hún bluescreenar hér og þar bara þegar maður er á netinu. Þegar tölvan kveikir aftur á sér segir hún að þetta hafi verið driver malfunction.

Hún segir ekkert hvaða driver þannig hann vill bara láta mig formatta hana uppá nýtt. Ég kem með win XP löglega útgáfu og skelli í, og eftir smá stund þegar tölvan er að loada (blái skjárinn er kominn með XP setup) bluescreenar hún! Í setupinu!

Hvað í ósköpónum á ég að gera og hvernig á ég að formatta hana? Tölvan er ekki að ofhitna og ég hélt að þótt eh driverar væru bilaðir ætti það ekki að hafa áhrif þarna...

Bestu kveðjur, THX
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva Blue-Screenar

Póstur af rapport »

Er til í að kaupa hana í parta...

Annars mundi ég kanna minniskubbana, taka alla úr nema einn og prófa aftur, ef klikkar, þá skipta um kubb og prófa aftur.

Þetta hljómar eins og minnisvandamál.

+ Ef það er onboard skjástýring, prófa að nota hana og taka skjákortið úr á meðan uppsetningu stendur

Allt PCI stöff sem er plöggað, taka úr á meðan uppsetningu stendur og setja alltaf bara eitt í vélina í einu og gá hvort e-h af þessu er að valda þessum usla.
Skjámynd

Narco
Ofur-Nörd
Póstar: 275
Skráði sig: Sun 26. Júl 2009 20:57
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva Blue-Screenar

Póstur af Narco »

Sammála því.
Toshiba Satellite L555-12E. Intel Core i5 M430@2.27GHz. 4Gb 1066MHz minni. 64-bit W7. ATI mobility Radeon HD5165.
Hdmi, Esata, Vga, Bluray, Gskill 120Gb ssd. 17" Wxga+ í 16/9-LED. Og margt fleira.
Svara