Spurning LCD eða Plasma?

Svara

Höfundur
mbh
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 02. Júl 2004 22:32
Staða: Ótengdur

Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af mbh »

Sælir vaktarar, gamli maðurinn hann faðir minn ætlar að fjárfesta í sjónvarpi, budgetið er svona 200.000 til 250.000 Hann veit ekkert um sjónvörp og ekki ég heldur, en spurningin er LCD eða Plasma? Stærðin verður 37" til 42" tæki....erum mikið að spá í Panasonic....
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af SolidFeather »


Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af Skari »


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af JohnnyX »

Er ekki endingin betri á LCD en Plasma?
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af SolidFeather »

JohnnyX skrifaði:Er ekki endingin betri á LCD en Plasma?


Nei

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af SteiniP »

Maður sér það oft á gömlum plasma sjónvörpum að einhver mynd er brennd á skjáinn. Það gerist ekki á LCD.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af SolidFeather »

Það er enginn að farað kaupa gamalt Plasma í dag.

Höfundur
mbh
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 02. Júl 2004 22:32
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af mbh »

SolidFeather skrifaði:http://www.lcdtvbuyingguide.com/lcdtv-plasmavslcd.shtml

Frekar svipað bara


Takk fyrir þetta! Eftir lesningu held ég að plasma sé málið fyrir kallinn, þrátt fyrir að rafmagnsnotkun sé aðeins meiri.

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af isr »

Plasmann eru gasfylltir skjáir sem eru 4 til 5 sinnum orkufrekari,en svartíminn er yfirleitt undir 1 ms en lcd tækinn 2 til 8 ms,ef þú tekur tæki undir 5 ms ertu nokkuð öruggur því þar hættir augað að nema,ef þú tækir tæki með 8 ms svartíma gætir þú séð drauga í hröðum myndum,td fótbolta,skíði og ýmsar íþróttir. Ég myndi fá mér lcd frekar. Sumir segja að það sé dýpri mynd í lcd og svörtu litirnir séu svartir en ekki gráir,en ég hef svo sem ekki séð mikinn mun á því,þetta fer mikið eftir því hvernig sölumanni þú lendir á,annar segir hitt og hinn annað,sitt sýnist hverjum......
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af Gúrú »

isr skrifaði:Plasmann eru gasfylltir skjáir sem eru 4 til 5 sinnum orkufrekari

Bull kjaftæði og rugl.
Kannski tvöfalt orkufrekari... mesta lagi þrefalt.
Modus ponens

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af isr »

mesta lagi þrefalt.
þrefallt eða fjórfallt ekki mikill munur á,svipað að bera saman kúk og skít.

Ég keypti mér lcd fyrir 2 árum og var búinn að spá mikið í þessum tækjum öllum og ég las þetta einhver staðar með orkueyðsluna á lcd og plasma,en maður les nú ýmislegt sem er ekki allt satt eða ýkt..
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af Gúrú »

isr skrifaði:
mesta lagi þrefalt.
þrefallt eða fjórfallt ekki mikill munur á,svipað að bera saman kúk og skít.
Ég keypti mér lcd fyrir 2 árum og var búinn að spá mikið í þessum tækjum öllum og ég las þetta einhver staðar með orkueyðsluna á lcd og plasma,en maður les nú ýmislegt sem er ekki allt satt eða ýkt..

Jam, sumt fólk kýs að lesa hluti á random stöðum og bera það fram sem staðreyndir.
Sumir kjósa hinsvegar að fara eftir umfangsmestu athugun á málefninu og leiðrétta fyrrnefndan.
Modus ponens

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af Some0ne »

isr skrifaði: Sumir segja að það sé dýpri mynd í lcd og svörtu litirnir séu svartir en ekki gráir,en ég hef svo sem ekki séð mikinn mun á því,þetta fer mikið eftir því hvernig sölumanni þú lendir á,annar segir hitt og hinn annað,sitt sýnist hverjum......


Það er einmitt talað almennt um það af öllum sem vita eitthvað að Plasma sjónvörp hafa alltaf verið með "svartari" svartann lit og meiri skerpu.

Léleg/Ódýr Plasma sjónvörp eiga það til að skilja eftir smá draug af mynd sem hefur verið lengi á skjánum þegar að skjárinn verður aftur svartur.

Ég á 42" Panasonic plasma og hef aldrei lent í því, og þetta er án efa með betri myndum sem ég hef séð. Nýjustu LCD sjónvörpin eru alveg farin að nálgast plasma myndgæðin, en plasma hefur samt vinninginn enn í dag.

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af isr »

Mbh, fann pælingar um sjónvörp.http://veftv.blog.is/blog/hugmyndiris/entry/747877/

Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af Carragher23 »

Fyrir þennan pening fengi ég mér klárlega http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5624H

Svo geturu prúttað útúr þeim fría veggfestingu vegna þess að Elko er að selja sama tæki á sama pening :) Ég sagði allavega við þá að annaðhvort fæ ég festingu með eða ég fer í elko og kaupi tækið þar. Fékk að sjálfsögðu festingu ;)
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af axyne »

skoðaðu þetta
http://www.hdtvtest.co.uk/news/panasonic-tx-p42g10-tx-p42g10b-20090415146.htm

Ég tæki þetta tæki pottþétt ef ég væri að versla mér tæki í dag.
fæst hjá sjónvarpsmiðstöðinni. http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42G10


varðandi orkunotkun þá á philips tækið sem Carragher23 bendir á, að nota 125W meðan Panasonic tækið 181-235W.
Mín personuleg skoðuð er að munur uppá eh100W er dropi í hafi og pælingar varðandi orkunotkun Plasma vs LCD eru úreltar.
a.m.k kosti fyrir íslendinga þar sem rafmagnið okkar er fremur ódyrt miðan við annarstaðar.
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af FreyrGauti »

Plasma er málið þegar það kemur að því að horfa á loftnetsútsendingar og skilar HD frá sér jafn vel og LCD, og með orkunotkun, þetta er eitthvað sem skiptir núll máli á Íslandi nema menn séu að drepast úr nísku. Myndi ekki kaupa minna tæki en 42".

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning LCD eða Plasma?

Póstur af isr »

Myndi ekki kaupa minna tæki en 42".

Ef sjónvarpsrýmið er ekki stórt kemur lítið annað til greina en lcd.



http://www.hugi.is/graejur/articles.php ... Id=3304626
Svara