Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af Revenant »

Sæl öll

Núna er ég í þeirri stöðu að 4 minniseiningar hafa klikkað hjá mér. Fyrst 1 minniseining fyrir sirka einum og hálfum mánuði sem lýsti sér að vélin POST-aði ef það var í. Núna fóru 3 (nánast) samtímis með samskonar villu (ég náði að keyra memtest áður en það klikkaði alveg og það sýndi greinilega villur). Er ekki rökréttasta skýringin á að móðurborðið er að eyðileggja minnið? Mér finnst það ótrúlegt að 2x paraðar einingar skuli allar klikka á nánast sama tíma.

Upplýsingar
Minni: 4x 1 GB GeiL Black Dragon PC2-6400 4-4-4-12 á 2,0 V
Móðurborð: Gigabyte GA-P35-DS3R Rev 1.0
Aflgjafi: Gigabyte GE-M800A-D1
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af beatmaster »

Hefurðu prufað að keyra memtest á minnin í öðrum borði?, er ekki líklegra að það sé allt í lagi með minnin en borðið í köku
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af mind »

Mjög skrítið vandamál

Ég myndi athuga orkugjafa/móðurborð og sjá hvort voltin eru að haldast stöðug í power management í bios.

Ef ekki gæti það útskýrt afhverju óeðlilega mikið af minniseinungum er að deyja.

Einhver óstöðugleiki á vélinni ?
Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af DoofuZ »

Hefuru prófað að uppfæra BIOS? Gæti verið að það vanti stuðning við minnið sem sé kominn í nýjustu útgáfu af BIOS.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Höfundur
Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af Revenant »

Jæja ég prófaði minnið í annari tölvu og þá virkuðu tvær minniseiningar ekki (vélin POST-aði ekki). Seinasta minnið stóðst memtest án feila.

Vélin hefur verið rock solid alveg þangað til núna, þannig þetta er eitthvað nýtt. Ég kíkti á power management statusinn og þá kom svolítið í ljós

Vcore = 1,188V
DDR18V = 1,904 V
+3,3V = 3,312 V
+12V = 12,239 V

Svo virðist vera að spennan inn á DDR minnið er allt of há m.v. sjálfgefið gildi sem er 1,8V. Það virðist því vera að móðurborðið sé að bila.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af Taxi »

Revenant skrifaði:Jæja ég prófaði minnið í annari tölvu og þá virkuðu tvær minniseiningar ekki (vélin POST-aði ekki). Seinasta minnið stóðst memtest án feila.

Vélin hefur verið rock solid alveg þangað til núna, þannig þetta er eitthvað nýtt. Ég kíkti á power management statusinn og þá kom svolítið í ljós

Vcore = 1,188V
DDR18V = 1,904 V
+3,3V = 3,312 V
+12V = 12,239 V

Svo virðist vera að spennan inn á DDR minnið er allt of há m.v. sjálfgefið gildi sem er 1,8V. Það virðist því vera að móðurborðið sé að bila.

Nei, þessi minni eiga að keyra á 2.0V samkvæmt framleiðanda svo 1.904V er of lítið, ég er með þessi sömu minni og þau hafa verið stöðug í 2 ár hjá mér.

Prufaðu að stilla minnin á 2.0V og keyrðu memtest aftur.
Asus P5N-E-SLI, E6300@3.5GHz m/Termalright Ultra, 4x1GB CL4 Black Dragon minni,Gigabyte 9600GT SLI@800MHz,160GB+500GB+2x1TB, pakkaði inn í Coolermaster Elite 332.
Skjámynd

Höfundur
Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af Revenant »

Taxi skrifaði:Nei, þessi minni eiga að keyra á 2.0V samkvæmt framleiðanda svo 1.904V er of lítið, ég er með þessi sömu minni og þau hafa verið stöðug í 2 ár hjá mér.

Prufaðu að stilla minnin á 2.0V og keyrðu memtest aftur.


Minnið var jafn stöðugt á 2,0 V (4-4-4-12) og á 1,8 V(5-5-5-18). Ég er viljandi að keyra minnið á 5-5-5-18 timings (þ.e. læt bios lesa upplýsingar beint frá SPD) með ný resetuðum BIOS en þá er spennan inn á minnið allt of há (sem á að vera 1,8V).
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborðið að eyðileggja minniseiningarnar?

Póstur af mind »

Tek enga ábyrgð á því ef meira eyðileggst :) , það ætti þó ekki að gera það.

Notaðu minnið sem virkar

800MHzC5/C6: 1.8V
800MHz C4 : 2.0V

Stilla á allt þrennt með réttum voltum og keyra memtest á minnið, veltur á borðinu og BIOS hvað það leyfir þér að komast langt með þessar stillingar.

Ef þú nærð ekki réttum voltum þá er sökudólgurinn líklega móðurborðið eða aflgjafinn, líklega auðveldara fá lánaðan orkugjafa.

Ef þú nærð réttum voltum þá stillingu tölvuna þína fyrst eftir eina minninu sem virkar, þegar það er rétt timings, rétt volt og memtest keyrir í gegn á fail þá byrjarðu að skipta út fyrir hinar minniseiningar til að skera úr hverjar eru í lagi og hverjar ekki.

Voltin eru innan specca svo þetta ætti að vera í ábyrgð.
Svara