
(erfitt að finna stærri mynd eða bara heimska í mér)
--------------------------------------------------------
Pælingin var sú að mála allt sem er grátt svart og það er semsagt öll bakhliðin, litlar rendur á hliðunum, og svo þarna framaná þar sem hátalararnir eru. Ég var samt að hafa áhyggjur af því að fara að spreyja á hátalarana eða er það kannski bara bull í mér?
Svo langar mig að setja þessa mynd á. Veit ekki hversu flókið það verður. Prenta út, koma þessu á pappa og skera myndina út? Myndi það ganga?
Svo langaði mig að lakka yfir þetta allt eða koma því fyrir að þetta skrapist af þegar ég set tölvuna í töskuna.
--------------------------------------------------------
Svo nú langar mig að biðja um álit á þessu og ráðgjöf. Notar maður ekki bara venjulegt málningarsprey úr BYKO í svona aðgerðir?