Smá bras varðandi XP

Svara

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Smá bras varðandi XP

Póstur af so »

Sælir félagar,

Nú megið þið gjarnan hressa upp á mitt lélega minni.
orðið frekar langt síðan ég hef staðið í stýrikerfisbrasi svo ég ætla að spyrja áður en ég byrja :)

Kunningi minn var að láta avast skanna tölvuna sína og hún kom upp með meldingu um vírus og hann sagði henni að eyða honum.

eftir það neitar tölvan að starta og kemur upp með skjáinn þar sem hún býður upp á að starta í save mode og last known..... og það allt saman en það skiptir engu hvað er valið, hún rétt byrjar og restartar aftur og kemur með sama glugga.

í símtalinu við hann komst ég að þvi að "fællinn/vírusinn" sem hann lét eyða var í system32 möppunni :(

OG þá kemur spurningin en ég fæ tölvuna í fyrramálið:Hvað ætti ég að byrja á að gera?

þetta Repair stöff á OS diskinum, virkaði þar einhverntímann og/eða er möguleiki á að keyra það.

þyrfti að geta keyrt helv... vélina upp til að ná í afrit af ýmsu sem er þar en eftir það gæti ég bara straujað hana og gert clean install.

Fleiri hugmyndir vel þegnar :)

kv. so
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af KermitTheFrog »

Getur sett Ubuntu live cd í vélina og tekið afrit af gögnum þannig og formatað svo.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af intenz »

Repair Install líka, virkar alltaf fyrir mig. Annars mæli ég með Ubuntu Live CD eða GParted Live CD :)
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

BaldurÖ
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Þri 23. Jún 2009 22:28
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af BaldurÖ »

Prufaðu eitthvað af þessum fríu boot up diskum man ekki alveg hvað þeir heita minnir að einhver heiti hirens boot disk eða eiithvað allavega hefur reddað mér brennir þá bara á cd og bootar up fullt af hjálpar forritum á þeim gangi þér vel.

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af so »

Takk fyrir þetta strákar, fínar hugmyndir og mun örugglega nýta mér þær.

Það sem ég þyrfti helst að gera er að ná windowsinu upp aftur því ég þyrfti að ná afriti af póstinum því þar eru nokkrir póstar sem honum þætti mjög slæmt ef færu.
Minnir að hann sé með office 2003 og þá væntanlega outlookið sem póst.
Kannski er hægt að fara beint inn í möppuna og afrita þaðan eins og var hægt í Outlook express, man að það var mjög þægilegt ef maður komst bara inn á diskinn en veit ekki hvernig það er með Outlook 2003.

Annað sem þarf að taka afrit af er örugglega hægt að gera í gegnum Ubuntu live cd.

Fleiri hugmyndir og jafnvel linkar vel þegnar áður en ég ræðst á skepnuna í fyrramálið :)

kv siggi
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af intenz »

so skrifaði:Takk fyrir þetta strákar, fínar hugmyndir og mun örugglega nýta mér þær.

Það sem ég þyrfti helst að gera er að ná windowsinu upp aftur því ég þyrfti að ná afriti af póstinum því þar eru nokkrir póstar sem honum þætti mjög slæmt ef færu.
Minnir að hann sé með office 2003 og þá væntanlega outlookið sem póst.
Kannski er hægt að fara beint inn í möppuna og afrita þaðan eins og var hægt í Outlook express, man að það var mjög þægilegt ef maður komst bara inn á diskinn en veit ekki hvernig það er með Outlook 2003.


Annað sem þarf að taka afrit af er örugglega hægt að gera í gegnum Ubuntu live cd.

Fleiri hugmyndir og jafnvel linkar vel þegnar áður en ég ræðst á skepnuna í fyrramálið :)

kv siggi
Þú gætir tengt harða diskinn sem slave við aðra tölvu og náð í gögnin þannig.

Gætir fylgt þessu...

http://office.microsoft.com/en-us/outlo ... 21033.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af so »

Þakka kærlega félagar, málið leyst :D

Byrjaði á að keyra upp ubuntu live cd og ná í gögnin sem þurfti nauðsynlega að sækja og komst þar líka (eftir smá gúggl) inn í póstmöppuna til að ná í póstinn.

Eftir það keyrði ég Repairið af OS diskinum og mér til ánægju kom það vélinni á lappirnar og gat ég þá tekið afrit af póstinum rétta leið og gefið stráknum möguleika á að renna yfir vélina og taka afrit af því sem hann vildi og standa klár á að ekkert gleymdist nein staðar.

Svo er ekkert annað en að strauja vélina því það eru vírusar og trójuhestar inn á system32 möppunni sem ég nenni ekki að eyða tíma í enda vélin þriggja ára og allveg komin tími á að setja hana ferska upp aftur :D

takk aftur fyrir aðstoðina
kv. so
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

tolli60
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Mán 05. Okt 2009 12:57
Staða: Ótengdur

Re: Smá bras varðandi XP

Póstur af tolli60 »

Ef ég man rétt geturu farið keyrt setup af Xp.diskinum og í stað þess að velja "format" veluru ""Leave everything unchanged" þá seturu clean install.
en xp. býr til möppu sem heitir Win old og þar er allt sem var fyrirá disknum getur farið í hana eftir á og hreinsað það sem þú villt og eytt henni svo.
En væri samt gott ef einhver hér getur staðfest þetta hjá mér,það er langt síðan ég gerði þetta síðast
Svara