Aukaverð á skjánum??

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Aukaverð á skjánum??

Póstur af Aimar »

ég var að skoða þetta kostnaðarverð með skjái 1. þar selja þeir vöruna sína á 2200kr á mánuði. ég hringi og skoða málið. þá þarf ég líka að borga 600kr mánðargjald fyrir að fá myndlykilinn líka. Þetta finnst mér ógeðslegt dæmi um smurningu á grunnverð með smáaletrinu. þetta er fáranlega há aukning.

langaði bara að blása aðeins út hérna hjá ykkur :cry:
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af daremo »

Aðeins á íslandi.

Afhverju komast fyrirtæki upp með svona leyndan kostnað?
Er $íminn ekki að gera eitthvað svipað, þ.e. rukka aukalega fyrir "leigu" á rúter?

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Aimar »

bæði síminn og ogvodafone gera þetta. ég er hja tal og því þarf ég ogvodafone lykil og borga því þetta aukagjald. ég á að vísu digital ísland lykil. hef verið með hann lengi get ég notað hann? borga ekkert gjald af honum nuna. og annað. hvað ef maður er nú með 2 sjónvörp. þarf maður þá að borga fyrir 2lykla?
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

coldone
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af coldone »

Já þú þarft að borga fyrir aukamyndlykil. Ég er með ljósleiðara frá Vodafone og borga kr. 790 fyrir myndlykil og kr. 575 fyrir aukamyndlykil frá Digital Ísland. Þessar 790 krónur falla niður ef þú verslar einhverja þjónustu hjá 365 miðlum.
Aimar skrifaði:bæði síminn og ogvodafone gera þetta. ég er hja tal og því þarf ég ogvodafone lykil og borga því þetta aukagjald. ég á að vísu digital ísland lykil. hef verið með hann lengi get ég notað hann? borga ekkert gjald af honum nuna. og annað. hvað ef maður er nú með 2 sjónvörp. þarf maður þá að borga fyrir 2lykla?
Last edited by coldone on Fim 05. Nóv 2009 22:46, edited 1 time in total.

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Aimar »

wtf. þannig að 2200 er allt í einu orðið 3300rúmar? er ekki hægt að tvöfalda útaganginn á 1 myndlykli?

farið úr því að vera 26þús á ári í að vera 39þús. omg. er á leiðinni að kaupa gyllinæðarkrem eftir að vera buinn að upplifa rassaríðingu dauðans :evil:
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Lallistori »

omg. er á leiðinni að kaupa gyllinæðarkrem eftir að vera buinn að upplifa rassaríðingu dauðans :evil:
hahahhahahaha
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af depill »

Er þetta grunngjald fyrir SkjáEinn líka hjá Vodafone. Ég sé að Skjárinn ( samkv. vefsíðu ) er byrjaður að rukka grunngjaldið jafnvel þótt að maður virðist vera með áskrift af 365 eithvað sem Vodafone gerir ekki ( veit ekki hvort þeir munu gera það með Skjánum ).
http://siminn.is/einstaklingar/sjonvarp/verd/ skrifaði: *Óháð áskrift - Hægt er að fá tvo aukamyndlykla með hverri áskrift fyrir Breiðband.
Er einhver búinn að tékka á því ?

Annars írónískt að Síminn hafi byrjað með "Myndlykill sem kostar ekki neitt" og gert mikið út á það ....

Annars held ég að ég muni ekki fá mér áskrift af S1. Dagskráin og uppsetning heillar mig ekki og held mig þess vegna við S2 bundleið mitt.
Skjámynd

Legolas
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Legolas »

já ég er líka brjálaður yfir þessu, til andskotans með allt þetta rusl og DOWNLODA meira, fuck them all to hell =D> =D> =D>
INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H

SiggaMagga
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 06. Nóv 2009 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af SiggaMagga »

Góðan daginn,
Sigríður Margrét heiti ég og er framkvæmdastjóri Skjásins. Það er ekki rétt sem kemur fram hérna að myndlyklagjald eða grunnáskrift bætist ofan á áskriftarverð. Við höfum samskonar samninga við dreifingafélögin Símann & Vodafone eins og 365. Verðið er því 2.2000 kr. á mánuði, grunnáskrift fellur niður.

Ég verð samt að nota tækifærið og benda á þrjár nýjungar sem við erum að kynna um þessar mundir: A) Sterkari helgardagskrá, kvikmyndir & við höfum tryggt okkur sýningarréttinn á Saturday Night Live (SNL) sem verður á laugardögum og byrjar í desember/janúar. B) SkjárFrelsi, sem er innifalið í áskriftinni og væntanlegt fyrir alla áskrifendur í gegnum gagnvirkt sjónvarp VOD, t.d. Sjónvarp Símans, það þýðir að þættirnir verða aðgengilegir fyrir áskrifendur í 1-4 vikur frá frumsýningu, fólk getur horft þegar það vill. C) Auglýsingahólfum inni í þáttum verður fækkað úr þremur í eitt til tvö.

Annars þakka ég ykkur fyrir áhugann á stöðinni og hvet ykkur til að skoða dagskrána okkar á http://www.skjarinn.is" onclick="window.open(this.href);return false;.

Bestu kveðjur,
Sigríður Margrét
Skjámynd

Legolas
Geek
Póstar: 817
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Legolas »

VÚT ?????????

PS. Takk fyrir infóið Sigga Magga :wink:
INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Dr3dinn »

Svona getur aðeins gengið upp á Íslandi....

Magnað líka með routeranna.... þeir eru ekkert að gá hvort þetta séu þeirra eigin (simans) routerar eða í einkaeign...

Við heima eigum okkar router en fáum samt á reikning, gjald vegna leigu á router..... SEM VIÐ HÖFUM EKKI?

Svona til gaman má geta að Siminn rukkaði okkur um í 4 ár vitlaust gjald vegna 2 mb simnet tengingarnir...... þannig við höfum verið að borga 2,5þ of mikið á mánuði í 4ár..... = 7þ á mánuði 4gb erlendt niðurhal....

Ég sjálfur fór í að leiðrétta þetta... létta uppfæra tenginguna ásamt því að fá afslátt... núna 8mb 80gb erlendt niðurhal á 5,8þ....

M a g n a ð!
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"

Höfundur
Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Aimar »

Góðan daginn,
Sigríður Margrét heiti ég og er framkvæmdastjóri Skjásins. Það er ekki rétt sem kemur fram hérna að myndlyklagjald eða grunnáskrift bætist ofan á áskriftarverð. Við höfum samskonar samninga við dreifingafélögin Símann & Vodafone eins og 365. Verðið er því 2.2000 kr. á mánuði, grunnáskrift fellur niður.
Kannski ætti þá að fræða söludeildina. því að ég sem almennur borgari er að fá þau svör að ef ég kaupi skjá 1. þá þarf ég myndlykill frá símanum eða Ogvodafone. Og ef ég er ekki með lykil áður þá "þarf" ég að leigja lykil fyrir auka 600kr. á mánuði. Og aukagjald fyrir auka lykil ef ég vil horfa á sjónvarpið í rúminu mínu.
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Gúrú »

Dr3dinn skrifaði:Við heima eigum okkar router en fáum samt á reikning, gjald vegna leigu á router..... SEM VIÐ HÖFUM EKKI
Við borguðum ~590kr á mánuði fyrir myndlykilinn sem að við skiluðum ári fyrr, alveg magnað þessi "útfyllingarform" hjá þeim.
Modus ponens
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af depill »

SiggaMagga skrifaði: B) SkjárFrelsi, sem er innifalið í áskriftinni og væntanlegt fyrir alla áskrifendur í gegnum gagnvirkt sjónvarp VOD, t.d. Sjónvarp Símans, það þýðir að þættirnir verða aðgengilegir fyrir áskrifendur í 1-4 vikur frá frumsýningu, fólk getur horft þegar það vill. C) Auglýsingahólfum inni í þáttum verður fækkað úr þremur í eitt til tvö.
Flott Sigga að þetta sé raun veruleikinn að grunngjaldið falli niður. Það góð frétt fyirr þá sem er ekki með 365, þú ættir kannski að biðja þá hjá Símanum að uppfæra vefinn sinn til að endurspegla það + Vodafone að bæta við að grunnáskrift falli niður líka fyrir Skjáinn.

Ég hef hins vegar tvær spurningar ef þú kíkir hérna aftur á þráðinn okkar. Auglýsingar inní kvikmyndum munu þeim fækka, ég þoli ekki auglýsingar inní myndum. Eða verður þeim þá allavega fækkað ?

Og SkjárFrelsi verður þetta sem sagt ekki aðgengilegt fyrir áskrifendur Digital+ hjá Vodafone ? Ég tók eftir því í gær að þeir voru komnir með valmyndina fyrir SkjáEinn ( innlent dagskrá efni eingöngu ) mjög ofarlega í listanum ( 2 fyrir neðan Stöð 2 Frelsi sem b.t.w snilld ). Verður SkjárFrelsi líka aðgengilegt hjá Vodafone ?

codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af codec »

Flott hjá Siggu að koma og leiðrétta þetta. Eðlilegt að grunngjaldið falli niður með keyptri áskrift eins og hjá stöð2 og vodafone, held reyndar það hafi verið þannig líka hjá símanum ef þú keyptir áskrift.
Þetta stöð2 frelsi er bara snilld og sniðugt að bjóða upp á þá þjónustu líka vonandi verður það í boði á digital+ .

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af Icarus »

Já væri flott að láta þá Símann eða Vodafone vita, ég væri alveg til í að kaupa áskrift að skjáeinum en er ekki með adsl frá símanum og þar með ekki skjáinn og myndlykill frá vodafone kostar 1500kr á mánuði sirka.

Tími ekki að borga 3700 á mánuði fyrir skjáeinn. 2200 er geranlegt.

benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Staða: Ótengdur

Re: Aukaverð á skjánum??

Póstur af benson »

Myndlykill frá Vodafone kostar 790kr á mánuði.
Svara