2 routerar og NAS
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
2 routerar og NAS
Er með einn router ásamt linksys NAS en er að spá í að fá mér aðra internetáskrift en hafa hina líka og hafa neðri hæðina sér með router með netáskift frá Símanum en efri hæðina með sér router og internetáskift hjá Tal. Geri þetta vegna þess að það er ekki að ganga að hafa einn router fyrir 10 - 11 tölvur þegar 2 þeirra eru með netleikjum og 2 með torrent þá minnkar hraðinn töluvert og ég bý á svæði sem býður bara uppá mesta lagi 12mbit tengingu. En það sem ég ætlaði að spyrja um er hvernig ég tengi NAS-ið inná báða routerana án þess að netsambandið á þeim rekist saman afþví að ég myndi vera með áskrift hjá sitthvoru fyirtækinu.
Re: 2 routerar og NAS
Þabbla þa...
Best væri ef NAS-inn væri bara með tvær iptölur og tvö netkort, þá væri hægt að hafa hann á báðum netum...
En þar sem það er líklega ekki hægt er óþarfi að tala um það. Hinsvegar ættirðu mögulega að geta haft tvær iptölur á netkortinu fyrir NAS-inn. Þá samtengirðu bara netin bæði tvö og vélar í sitthvoru netinu ættu að sjá hann.
Hinsvegar fer allt í steik varðandi DHCP ef þú samtengir netin.
Best væri ef NAS-inn væri bara með tvær iptölur og tvö netkort, þá væri hægt að hafa hann á báðum netum...
En þar sem það er líklega ekki hægt er óþarfi að tala um það. Hinsvegar ættirðu mögulega að geta haft tvær iptölur á netkortinu fyrir NAS-inn. Þá samtengirðu bara netin bæði tvö og vélar í sitthvoru netinu ættu að sjá hann.
Hinsvegar fer allt í steik varðandi DHCP ef þú samtengir netin.
Re: 2 routerar og NAS
Ef þú ættlar að hafa 2 routera þá þarftu 2 símalínur... getur bara haft einn router á hverri símalínu!
Re: 2 routerar og NAS
Fáðu þér bara einn góðann router með QoS og forgangsraðaðu umferðinni.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: 2 routerar og NAS
SteiniP skrifaði:Fáðu þér bara einn góðann router með QoS og forgangsraðaðu umferðinni.
Og hvaða router væri það svosem?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: 2 routerar og NAS
Arnarr skrifaði:Ef þú ættlar að hafa 2 routera þá þarftu 2 símalínur... getur bara haft einn router á hverri símalínu!
Ertu viss? Veit um tilfelli þar sem internet var frá Vodafone en bara heimasímaáskrift frá Símanum og það var bara í venjulegri blokkar íbúð
Re: 2 routerar og NAS
krissi24 skrifaði:Arnarr skrifaði:Ef þú ættlar að hafa 2 routera þá þarftu 2 símalínur... getur bara haft einn router á hverri símalínu!
Ertu viss? Veit um tilfelli þar sem internet var frá Vodafone en bara heimasímaáskrift frá Símanum og það var bara í venjulegri blokkar íbúð
Sko það skiptir engu hvar þú kaupir áskrift af.
Þetta er bara ákv. þjónusta sem er sett á.
Þannig að ef þú villt hafa þetta sér þá þarftu að hafa sér símalínu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: 2 routerar og NAS
krissi24 skrifaði:Arnarr skrifaði:Ef þú ættlar að hafa 2 routera þá þarftu 2 símalínur... getur bara haft einn router á hverri símalínu!
Ertu viss? Veit um tilfelli þar sem internet var frá Vodafone en bara heimasímaáskrift frá Símanum og það var bara í venjulegri blokkar íbúð
Þú getur haft heimasíma frá Einhverjum en Internet frá allt öðrum. Efra og neðra tíðnisviðið á símalínunni þinni er ekki skilyrt. Ef þú vilt sleppa við að fá þér annað símanúmer ( þarft samt sér símalínu að sitt hvorum routernum ) þá geturðu fengið þér ADSL án Heimasíma frá Vodafone ( finnst það ekki meika nett sense frá Símanum þar sem þú borgar fullt gjald fyrir línuna þar og þá geturðu alveg eins fengið þér heimasíma + net frá Tal ).....
Getur fengið þér almennilegan router með QoS stuðningi eins og er bent hér á, t.d. Cisco 870 og/eða 880 seríuna, 850 serían ætti meiri segja að sleppa. Einhverjir Netgear dýrari gerðin styðja líka ágætis QoS. Hins vegar finnst mér hugmyndin þín ekkert alvitlaus, persónulega er ég með Cisco 870 seríu nota VoIP soldið og Torrent líka og forgangsraða VoIP traffík og skilyrði Torrent líka ennfrekar og banna allt P2P frá annari en einu central vélinni sem má downloada hérna hjá mér ( Azureus með HTML interface + RDP + FTP + CIFS ) og er með 2x IPTV líka á línunni . Ef bandvíddin myndi einhvern tíman ekki duga fyrir mig ( sem gæti bara farið að gerast ) þá myndi ég fá mér aðra línu hingað inn setja það upp sem modem og taka það inná Cisco búnaðinn og móta þannig sambandið, veit ekki hvort ég myndi bara NATa torrent vélinni sér út, þyrfti bara að pæla í því.
Hins vegar að þínum vanda, þú getur alveg ert það sem þig langar að gera með því að keyra bara 2 subnet heima hjá mér. Væntanlega færðu ZyXEL búnað frá Tal sem þú færð ekki að stjórna og svo ST585v6 búnað frá Símanum. Ég skal reyndar játa það að ég kann ekki að skapa IP tölu á öðru interface í ST né setja það á sér vlan og rúta á milli enda væri það óþarfi.
En já myndir setja svo IP tölu upp sem er á hinu interfaceinu í sitt hvorum búnaðinum og rútar á milli ( og augljóslega þarftu að tengja búnaðina saman með netkapli ). ( Þannig væri annar routerinn kannski á 192.168.1.0/24 og hinn á 192.168.2.0/24 og svo annar af þeim með ip tölu sem er á hinu subnetinu og svo rútarðu á milli, þar sem vélarnar fá allar default rútu yfir á routerinn, sér hann svo um að rúta á milli sjálfkrafa ). Svo tengirðu bara NASinn við annan hvorn af þeim.
Á Cisco búnaði gætirðu samt haldið öllum á sama subneti ( sem yrði þægilegra ) og svo sent bara ákveðna traffík um sitt hvoran linkinn .
Re: 2 routerar og NAS
krissi24 skrifaði:Arnarr skrifaði:Ef þú ættlar að hafa 2 routera þá þarftu 2 símalínur... getur bara haft einn router á hverri símalínu!
Ertu viss? Veit um tilfelli þar sem internet var frá Vodafone en bara heimasímaáskrift frá Símanum og það var bara í venjulegri blokkar íbúð
já sími og router eru ekki það sama... getur bara haft einn router á hverri símalínu! þær þola ekki meira!