Fyrir svona ári síðan formattaði ég lappann hjá konunni sem er orðinn frekar gamall. Svo kannski mánuði eftir það keypti hún sér nýjan. Svo núna um daginn ætlaði ég ná í myndir af gamla lappanum en komst ekki inní hann, vegna þess að ég hafði greinilega sett pw inná lappann, sem ég man náttúrlega ekki Ég er þokkalega vel að mér í tölvum en ekkert meira, er einhver leið fyrir mig að komast bakdyramegin inn eða amk ná myndunum út? Allar uppástungur vel þegnar.
Ég lennti í þessu (á XP)
og ég gat loggað mig inná Administrator vegna þess að það var ekkert passw. á honum svo fór ég þangað og breytti pw. á aðganginum mínum og loggaði mig inn
man ekki mjög vel hvernig þetta var :/
Já ég ætlaði að gera það líka. En það virkar ekki. Búinn að prófa að skrifa Owner og ekkert password, virkar ekki heldur Verð greinilega að fara einhvern fjallaveg að þessu !!
Eini munurinn hjá mér á Safe Mode og hinu er að í safe mode koma báðir accountarnir, "Administrator" og "Hinn" en ég þarf að ýta á ctrl + alt + del til að fá upp gamla nt dæmið þarna. Gallinn er alltaf sá að ég man ekki pw !