Daginn
Ég er að vandræðast með hvernig er best að setja upp gagnaserver heima til að geta nálgast öll gögnin þegar maður er á flakki. Ég er búinn að setja upp góða mediavél heima (keyrir xp pro) sem geymir allt efni hjá mér (tónlist, myndir, kvikmyndir o.s.frv.) og ég er með ljósleiðaratengingu (50 mbit ljós frá vodafone - 50 mbit upp/niður). Með hverju er best að tengja sig inn á vélina til að nálgast gögnin (bæði streymi og download)?
Ég hef ekki mjög mikla þekkingu á þessu en hef þó prufað að fikta mig áfram með ýmislegt, t.d. leaf, remobo o.fl. sem eru snilldarforrit en ég er ekki nógu sáttur við hraðann (prufaði einnig logmein prufuaðgang og fékk tvöfalt meiri download hraða í gegnum það en af leaf og remobo - verst að það kostar). Ég var t.d. að prufa að streyma frá vélinni á 8 mbit tengingu hjá systur minni og það hökti allt videostreymi (700 mb skrá) auk þess sem mér fannst downloadið á efninu mínu ekki nógu hratt.
Það sem ég vil gera er að þegar ég er á ferðinni þá vil ég geta streymt efni af vélinni sem og downloadað efni af heimavélinni á mesta mögulega hraða (sem og gefið fjölskyldunni aðgang inn á ákveðna foldera á vélinni). Því spyr ég, hvað er best að gera og hvað eru menn almennt að nota? VPN tenging? FTP? Sérstök forrit eins og Leaf eða Remobo? Eitthvert http setup? Eitthvað annað? Er að leita mér að einhverju ókeypis.
Einnig væri gott að vita hvað hin nettengingin þarf að vera að lágmarki til að geta tekið á móti streyminu? Er ég ekki alltaf að senda á 50 mbit að heiman eða þarf ég mögulega að stilla það eitthvað?
Vona að einhver geti aðstoðað mig...endilega varpið fram spurningum ef þið þurfið einhverjar frekari upplýsingar.
Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Hefurðu prufað TVersity ?
Ég verið að nota það til að streyma inn á Xbox360 gegnum lan, en það er líka hægt að streyma í gegnum netið.
Þú ættir að fá ~50Mbit upp og niður ef að vodafone standa sig. Þú getur gert hraðatest á speedtest.net
Ég verið að nota það til að streyma inn á Xbox360 gegnum lan, en það er líka hægt að streyma í gegnum netið.
Þú ættir að fá ~50Mbit upp og niður ef að vodafone standa sig. Þú getur gert hraðatest á speedtest.net
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Takk fyrir þetta.
Hef gert test á speedtest.net og hef alltaf fengið 50 mbit upp og niður. Var bara að velta fyrir mér hvort það héldist alltaf eða hvort svona hraði minnki eitthvað þegar það kemur meira álag (við streymi og download).
Hefur þú tékkað á leafnetworks.net? Sérstaklega hannað með xbox360 í huga! (hef reyndar ekki prófað það sjálfur)
Hef gert test á speedtest.net og hef alltaf fengið 50 mbit upp og niður. Var bara að velta fyrir mér hvort það héldist alltaf eða hvort svona hraði minnki eitthvað þegar það kemur meira álag (við streymi og download).
Hefur þú tékkað á leafnetworks.net? Sérstaklega hannað með xbox360 í huga! (hef reyndar ekki prófað það sjálfur)
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Einhverjir fleiri með hugmyndir? Þykist vita það að það eru fullt af aðilum þarna úti sem eru að accessa gögn að heiman. Hvað notið þið?
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Ég hef aðeins notað Teamviewer getur notað það remote og líka sem VPN, samt aðalega til að nálgast gögnin í tölvunni heima, ekki til að streima þessu.
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Ef ég þarf aðgang að gögnunum via download þá nota ég bara innbyggða remote access kerfið í WindowsHomeServernum. Get browsað allt á servernum og dlað sem extracable .exe eða .zip. Get líka uploadað beint á serverinn, sem ég nota oft. Hinsvegar nota ég svo addon sem heitir WebGuide, sem er mjög flott GUI sem maður hefur aðgang að eftir login inn á remote kerfið, hálfgert MediaCenter GUI. Get stream-að flestu þaðan, en hversu vel veltur auðvitað á tengingum sitthvorum megin við skjáinn.
Í gegnum þetta sama remote access kerfi er ég svo með remote aðgang á allar vélar á heimilinu, þ.m.t á serverinn sjálfann.
Í gegnum þetta sama remote access kerfi er ég svo með remote aðgang á allar vélar á heimilinu, þ.m.t á serverinn sjálfann.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Er þetta hægt í xp pro?
Re: Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Prófaðu Hamachi. Farðu á https://secure.logmein.com/products/hamachi2/ settu upp sama network á báðum tölvunum ásamt lykilorði og þú ert kominn með lokað net sem þú hefur aðgang að hvaðan sem er. Það eina sem þú þarft að gera er það sama og þú gerir á local neti.
mp
mp
Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?