Nei nú verð ég að taka pásu frá lesningu og segja ykkur!
Ég er nemi í Iðnskólanum í Rvk að læra undir próf í áfanga Tæk203 sem er um grunnatriði vélbúnaðar Pc tölvunar.
Hérna kemur orðrétt uppúr kennslubókinni Vélbúnaður -á eigin spýtur eftir Michael B. Karbon (dani) og þýdd eftir Gunnar Grímson:
Kæling er síðan fræði útaf fyrir sig. Margir "nördar" reyna að pína örgjörva í hærri tiftíðni en þeir eru ætlaðir fyrir.
Fagmanlega orðað? Fyrirgefið ef ég særi einhvern en ég bara varð að taka smá pásu frá lesti og deila þessu með ykkur
Hvaða orð er hentugra fyrir mann sem æsist upp af því að fikta í innviðum tölvunnar sinnar? Einhvers sem gjörsamlega nýtur þess og finnur til stolts eftir að hafa yfirklukkað vélina sína aðeins?
Nördar, hvort sem það er í tölvum, vísindum, bókmenntum, bíómyndum eða whot-ever, er bókstafleg þýðing fyrir þá sem njóta þess að kryfja allt í tætlur til að læra sem mest um allt... til þess eins að læra sem mest um allt. Vel orðað hjá Gunnari Gríms að mínu mati
Sumir kunna ekki að þýða bækur eða skrifa þær. nörd er svona stundum neikvætt orð, hvernig nördi svo sem maður er. Tölvuáhugamaður er samt mun fallegra orðað, og fagmannlegra.