ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Til sölu Wireless Desktop 3000 þráðlaust (íslenskt) lyklaborð og mús. Flott hönnun sem passar vel í stofunni og músin er með nýja BlueTrack músarsystemið frá Microsoft.
Settið fær mjög góða dóma, 4/5 stjörnur á flestum síðum.
Óopnaður kassi, fékk gefins en á samskonar sett.
Skal borga 4.000 kr ef þetta drífur í gegnum vegg. Ég finn ekkert um það á netinu en þar sem þú átt eitt svona þá ættir þú að geta prufað það. Endilega láttu mig vita.
Dexter skrifaði:Þarf sendirinn nokkuð að vera í sjónlínu?
Þú meinar mótakarinn, en jú infrared þarf yfirleitt alltaf að vera í sjónlínu, þú gætir mögulega komist í gegn um gifsplötu en steiptann vegg nei.
Þetta notar Bluetooth standardinn en ekki infrared. Ætti að duga í gegnum steinveggi ef þeir eru ekki fullir af steypustyrktarjárnum
Range-ið minnkar þó við hindranir, stendur 30 fet í speccunum en það minnkar eitthvað við vegg.