Gothiatek skrifaði:Það hlýtur að koma síðar.
En fyrst við erum að tala um HD myndlykilinn hjá Vodafone, hafið þið sem eruð með þennan Tilgin lykil prófað leiguna? Prófaði í fyrsta skiptið í gær og varð var við örlitlar hljóðtruflanir nokkrum sinnum - þurfti þá að ýta á pásu og aftur á play til að fá hljóðið að fullu inn aftur.
Eins finnst mér pirrandi hvernig myndlykillinn er að fikta í skjáhlutfalli, er með lykilinn stilltan á 16:9 og að 4:3 efni eigi að fylla út í skjáinn..samt kemur t.d. Discovery með klippta á alla kanta . . . . eins og útsendingin sé í 16:9 en myndlykillinn fyllir ekki út í skjáinn

Ég kannast við öll þessi atriði, frekar pirrandi maður hefði haldið að þetta virkaði betur en þetta á ljósleiðartenginu. Ég hef hringt í Vodafone útaf hiksti í hljóði á leigunni en þeir sögðu bara að athuga netsnúruna í telsey boxið. Veit ekki hvort það sé málið sérstaklega í ljósi þess að þetta kemur bara í leigunni.
Varðandi það sem þú nefnir með Discovery þá held ég að útsendingin sé í 4:3 en lykillnn er ekki að skala þetta. Þetta kemur reyndar líka á öðrum rásum t.d. stundum með Skjá Einn þegar þeir sýna þætti sem eru í 4:3.
Þetta virðist tengjast HDMI tenginu, ég prófaði að tengja með scart dótinu og þá scalaðist þetta en myndin samt verri fyrir vikið.
Ég held að þetta hljótið að vera bundið við software viðmótinu í lyklinum því hann á skv. specum meira að segja að styðja sd-HD upscaling.
Úr specs PDF skjali:
Scaling
Upscaling of SD content to HD displays
Downscaling of HD content to SD displays
Og hvar er textavarpið
Það virðist vera fullt á fídusum í þessu tæki sem eru ekki virkir í þessu viðmóti, t.d. PVR, PIP, textavarp, HD upscaling.
Discovery HD virðist hins vegar vera komin í lag núna sem er vel.