Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag


Höfundur
codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Staða: Ótengdur

Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af codec »

Nýr sæstrengur í notkun í dag þegar Vodafone hleypir umferð á Danice.
Kapallinn er um 2250km og eru 4 pör af ljósleiðurum sem eiga að bera 5.1 Tbit/s skv. wikipedia.

Vonandi verður þetta til þess að netið, það er samskipti við útlönd, verði nothæft hér á Íslandi en það hefur verið frekar dapurt að mínu mati síðustu misseri.
Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af GrimurD »

Þessi strengur kannski ástæða þess að Síminn er byrjaður að bjóða uppá stærri nettengingar og hærri takmarkanir heldur en áður?
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af prg_ »

„Við“ hjá Vodafone vorum a.m.k. að bíffa upp gagnamagnið sem er innifalið í ADSL og ljósleiðaratengingum. Sjá http://www.vodafone.is/internet/adsl.

5 => 10
10 => 30
40 => 70
Einnig í boði 120 GB pakki.

Pís át...
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af AntiTrust »

Eru fyrirtæki s.s ekki að borga sama gjald pr. Gb og áður?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af CendenZ »

prg_ skrifaði:„Við“ hjá Vodafone vorum a.m.k. að bíffa upp gagnamagnið sem er innifalið í ADSL og ljósleiðaratengingum. Sjá http://www.vodafone.is/internet/adsl.

5 => 10
10 => 30
40 => 70
Einnig í boði 120 GB pakki.

Pís át...



Hverjum er ekki sama um adsl í dag, þetta gildir líka um ljósleiðararann!!
Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Gothiatek »

Snilld. Var að fá 50 Mbit ljósleiðarann tengdan í morgun, pantaði áskrifaleiðina með 10 GB innifalið....fínt að færast uppí 30 GB strax á fyrsta degi =D>
pseudo-user on a pseudo-terminal
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Gúrú »

prg_ skrifaði:„Við“ hjá Vodafone[...]


Gerið ,,Þið“ þetta sjálfkrafa?
(Ég spyr vegna þess að símafélög gera það vanalega ekki/taka sér 4 mánuði í það)
Modus ponens
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af mind »

Ólíklegt að það sé sjálfkrafa , þetta er líklega útskýringin.
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/

Það kæmi mér á óvart ef útlandasamband batnar eitthvað. Internet á íslandi er vægast sagt orðið mjög takmarkað þökk sé þjónustuaðilum og póst og fjarskiptastofnun.

Útlandahraði er alltaf lélegur og verður gott sem ónothæfur nái maður gagnahámarkinu , sama hvaða þjónustaðila maður er hjá.

Nú nema þú sért fyrirtæki og borgir fyrir gagnamagn, þá færðu að vera með áreiðanlegri tengingu að því leiti að þú getur ekki náð gagnahámarkinu.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af ManiO »

mind skrifaði:Ólíklegt að það sé sjálfkrafa , þetta er líklega útskýringin.
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/

Það kæmi mér á óvart ef útlandasamband batnar eitthvað. Internet á íslandi er vægast sagt orðið mjög takmarkað þökk sé þjónustuaðilum og póst og fjarskiptastofnun.

Útlandahraði er alltaf lélegur og verður gott sem ónothæfur nái maður gagnahámarkinu , sama hvaða þjónustaðila maður er hjá.

Nú nema þú sért fyrirtæki og borgir fyrir gagnamagn, þá færðu að vera með áreiðanlegri tengingu að því leiti að þú getur ekki náð gagnahámarkinu.



Tjah, er að sækja 3 torrent af TPB og er að ná um 1.6 MB/s, enginn íslenskur peer. Vodafone að taka sig saman í andlitinu.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Gúrú »

ManiO skrifaði:Tjah, er að sækja 3 torrent af TPB og er að ná um 1.6 MB/s, enginn íslenskur peer. Vodafone að taka sig saman í andlitinu.


PM'a mig nákvæmlega hvaða torrenti? Ég fæ invalid url/offline á öllum TBP trackerum...
Næ solid 20Kb/s á vinsælustu torrentum sem að ég finn á mininova/demonoid. (Y)
Modus ponens
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af mind »

ManiO skrifaði:Tjah, er að sækja 3 torrent af TPB og er að ná um 1.6 MB/s, enginn íslenskur peer. Vodafone að taka sig saman í andlitinu.


Einstök tilvik í byrjun mánaðarins þegar búið er að núllsetja gagnamagnsteljarann hjá öllum er líklega ekki besti tíminn til að mæla þetta.

Prufaðu að gera þetta síðustu vikuna í mánuðinum. Prufaðu að gera þetta eftir að gagnahámarkinu hefur verið náð.

Niðurstöðurnar úr því ættu að segja aðra sögu.

Nú ef ekkert breytist þá endilega taka skjáskot og segja okkur hvar og hvernig tengingu þú ert með svo fleiri á íslandi geti fengið sér nothæfa internettengingu.

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af axyne »

finn fyrir verulegum breytingum hjá mér, dl af piratebay og er hjá Vodafone.
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af ManiO »

Gúrú skrifaði:
ManiO skrifaði:Tjah, er að sækja 3 torrent af TPB og er að ná um 1.6 MB/s, enginn íslenskur peer. Vodafone að taka sig saman í andlitinu.


PM'a mig nákvæmlega hvaða torrenti? Ég fæ invalid url/offline á öllum TBP trackerum...
Næ solid 20Kb/s á vinsælustu torrentum sem að ég finn á mininova/demonoid. (Y)


Fékk það líka, var svo heppinn að ná í gegn.


mind skrifaði:
ManiO skrifaði:Tjah, er að sækja 3 torrent af TPB og er að ná um 1.6 MB/s, enginn íslenskur peer. Vodafone að taka sig saman í andlitinu.


Einstök tilvik í byrjun mánaðarins þegar búið er að núllsetja gagnamagnsteljarann hjá öllum er líklega ekki besti tíminn til að mæla þetta.

Prufaðu að gera þetta síðustu vikuna í mánuðinum. Prufaðu að gera þetta eftir að gagnahámarkinu hefur verið náð.

Niðurstöðurnar úr því ættu að segja aðra sögu.

Nú ef ekkert breytist þá endilega taka skjáskot og segja okkur hvar og hvernig tengingu þú ert með svo fleiri á íslandi geti fengið sér nothæfa internettengingu.


Geri það. En annars er ég með ljós hjá voda.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Höfundur
codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af codec »

Fæ fín speedtest á speedtest.net núna fæ frá London, 26.7Mb/s down og reyndar bara 4.97 upp, er með ljós hjá vodafone.

Mynd

Bara nokkuð sáttur ef þetta helst, held samt ekki í mér andanum yfir því. Ég hef samt aldrei nokkurntíma séð svona góð test á erlenda servera hjá mér.

nuu, prófaði aftur 34.06 Mb/s :D
Mynd

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Skari »

Hvað eruði að fá í ms í wow ?
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af vesley »

Mynd er með o.33mbps meira en ég er að borga fyrir :D og það til London :D
massabon.is
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Orri »

Er með 12mb tengingu hjá Vodafone.
Mjög sáttur með download hraðann, en upload hraðinn mætti vera betri.

London :
Mynd

París :
Mynd
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af mercury »

Gothiatek skrifaði:Snilld. Var að fá 50 Mbit ljósleiðarann tengdan í morgun, pantaði áskrifaleiðina með 10 GB innifalið....fínt að færast uppí 30 GB strax á fyrsta degi =D>

og hvað eru menn að borga fyrir þann pakka ?
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Gothiatek »

mercury skrifaði:
Gothiatek skrifaði:Snilld. Var að fá 50 Mbit ljósleiðarann tengdan í morgun, pantaði áskrifaleiðina með 10 GB innifalið....fínt að færast uppí 30 GB strax á fyrsta degi =D>

og hvað eru menn að borga fyrir þann pakka ?


Sérð öll þessi verð á heimasíðu Vodafone http://www.vodafone.is/internet/ljosleidari. Bara netið er 3.190 og svo borga ég aðgangsgjald til Tengis.
pseudo-user on a pseudo-terminal

stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af stefan251 »

síminn er komin með góð tilboð nuna sem eru nett og komin með 16mb internet

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Dr3dinn »

Fer að gruna að adsl1 á gamla kerfinu (2mb 278kb) fari að verða úrelt :P

7þúsund á mánuði hjá simanum fyrir 2mb telst víst vera mikið eða rán :)
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af Gothiatek »

Ljós hjá Vodafone.

London:
Mynd

París:
Mynd
pseudo-user on a pseudo-terminal

prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af prg_ »

...og já, þetta gerist sjálfkrafa, þ.e.a.s. allir sem eru á 'Mesti hraði' áskriftarleiðunum uppfærast í aukið gagnamagn.

Menn ættu (og eru greinilega) að sjá verulega aukinn hraða til útlanda með tilkomu Danice tengingarinnar og sá hraði mun halda sér út mánuðinn (ætti í raun að vera minnsti hraðinn í byrjun mánaðarins, því þá eru allir með nóg af gagnamagni! :o
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af hagur »

PRG,

Gildir þetta semsagt líka um Ljós-tengingarnar, þ.e fer mín 40gb upp í, hvað 80gb?

Fannst upplýsingarnar á vefnum ykkar tala svo mikið um ADSL tengingar.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Póstur af hagur »

Ok, ég sé þetta hér: http://www.vodafone.is/internet/ljosleidari

Mín tenging fer þá líklega í 70GB, újé :)
Svara