Hámarks stærð diska í GB fyrir fartölvur?

Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Hámarks stærð diska í GB fyrir fartölvur?

Póstur af DoofuZ »

Afhverju er oft skráð í upplýsingum um fartölvur hámarks stærð á hörðum disk sem tiltekin fartölva tekur? Geta fartölvur ekki tekið við stærri disk en það? Eru stærri diskar eitthvað stærri útlitslega og passa þá ekki í fartölvurnar eða? :roll:
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Hámarks stærð diska í GB fyrir fartölvur?

Póstur af KermitTheFrog »

2.5" diskar eru ekki til í jafn stórum stærðum og 3.5" diskar. Það er þó að koma 1 TiB 2.5" diskur á markaðinn.

Hvar sérð þú hámarksstærðir listaðar?
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hámarks stærð diska í GB fyrir fartölvur?

Póstur af methylman »

Ætli þetta sé ekki BIOS cóðinn sem ræður þessu
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Hámarks stærð diska í GB fyrir fartölvur?

Póstur af DoofuZ »

KermitTheFrog skrifaði:2.5" diskar eru ekki til í jafn stórum stærðum og 3.5" diskar. Það er þó að koma 1 TiB 2.5" diskur á markaðinn.

Hvar sérð þú hámarksstærðir listaðar?
Mér finnst bara eins og ég hafi oft séð það í auglýsingum fyrir fartölvur að þær styðji bara ákveðið stórann disk en ég held að það sé bara misskilningur hjá mér, ég er örugglega bara að ruglast á því þegar það stendur að t.d. tölva sé með 120 gb disk og svo að hann sé stækkanlegur í 240 gb :roll: Það gæti þó alltaf komið fyrir að móðurborð í gömlum fartölvum styðji ekki ákveðnar stærðir af diskum en það er sjaldgæft og auðveldlega lagað með bios uppfærslu :)
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Svara