Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af DoofuZ »

Ég er að setja saman síðu sem á að vera svipuð í uppsetningu og t.d. tech.is, s.s. einn hluti þar sem verða greinar eða eitthvað í svipuðum dúr, annar hluti spjallborð og svo kannski ein til tvær aðrar undirsíður (undir rót þ.e.a.s.) og ég er að spá hvaða blogg-/vefsíðukerfi sé sniðugast að nota í þetta :-k Hef verið að fikta svoldið með WordPress en er smá efins þar, einhver kannski með betri hugmynd en það? Langar reyndar svoldið að búa til kerfi sjálfur en það gæti tekið forever (sérstaklega þar sem ég er með fullkomnunaráráttu og yfirleitt aðeins of vandvirkur við forritun) :roll: Að vísu skiptir spjallborðið ekki það miklu máli hvað varðar greinahlutan þar sem ég mun líklegast vísa bara í það innaní bloggsíðu dæminu svo greinahlutinn er eiginlega mikilvægastur. Þar þarf að vera hægt að gefa greinum einkun og að admin geti samþykkt eða hafnað birtingu greinar en annað skiptir ekki eins miklu máli.

Hugmyndir? :)
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af Pandemic »

Wordpress er einfaldlega best í svona einfalda hluti.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af dori »

Sammála, Wordpress er einfaldlega lang algengasta og besta kerfið ef þú vilt einfalt blogg. Hvað varðar spjall hlutann þá get ég ekki mælt með neinu sérstöku (hef ekki sett neitt þannig upp lengi) en allar þessar síður (vaktin/tech/esports etc.) eru að nota svipuð kerfi. Finndu bara það sem þér finnst þægilegast af þeim sem þú notar og settu það upp (ég fíla vaktina).
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af DoofuZ »

Já, spjall hlutinn er nú minnsta áhyggjuefnið :) Held ég skoði bara WordPress aðeins betur, var bara að spá hvort það væri til eitthvað annað sem væri kannski sniðugara :-k
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af viddi »

Spurning hvort PHP-Nuke sé ekki fínnt í svona lagað.

A Magnificent Beast of PC Master Race

idle
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Mán 28. Ágú 2006 17:26
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af idle »

drupal
endalaust af modules til fyrir það, og þetta er easy peasy í notkun, mun einfaldara en joomla t.d og þeir sem nota þetta eru mjög sáttir.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af Pandemic »

Ekki nota drupal, það er hræðilegt ef það þarf að uppfæra það, þeir geta bara ekki haldið sig við að nota sömu hlutina þegar ný öryggisuppfærsla kemur út. Ef þú uppfærir þá þurfa allir sem gera plug-in að fylgja hratt á eftir annars er síðan þín í ruslinu.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af dori »

idle skrifaði:drupal
endalaust af modules til fyrir það, og þetta er easy peasy í notkun, mun einfaldara en joomla t.d og þeir sem nota þetta eru mjög sáttir.

Neineinei, eins og Pandemic segir þá er drupal ekki að gera sig. Kerfið lofaði góðu fyrir einhverju síðan en það varð bara ekkert úr því. Það er satt að segja frekar týnt í lífinu.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á vefsíðu, hvaða blogg-/vefsíðukerfi?

Póstur af Pandemic »

Stay simple
Wordpress og PhPbb3
Svara