Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Svara

Höfundur
Gerbill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 16:36
Staða: Ótengdur

Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Póstur af Gerbill »

Sælir, smá pæling hér.
Ef ég mundi kaupa laptop á heimasíðu í USA og láta senda hana til félaga sem er í bna og hann mundi senda hana til mín sem "gjöf", mundi ég sleppa við toll? 8-[
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Póstur af CendenZ »

Gerbill skrifaði:Sælir, smá pæling hér.
Ef ég mundi kaupa laptop á heimasíðu í USA og láta senda hana til félaga sem er í bna og hann mundi senda hana til mín sem "gjöf", mundi ég sleppa við toll? 8-[
neibb, þeir taka ekki mark á "gift" merkinu á umbúðum

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Póstur af SteiniP »

Tölvan þyrfti þá að lýta út fyrir að vera notuð. Kannski ef hann myndi setja hana upp, setja einhver forrit og fjölskyldumyndir á hana. Smella nokkrum límmiðum á bakið á henni og senda hana í einhverri fartölvutösku.
Ætti það ekki að sleppa?

Höfundur
Gerbill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 16:36
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Póstur af Gerbill »

Hmm, einhvern veginn efast ég stórlega um að þeir gangi það langt að kveikja á tölvunni til að athuga innihald, eða hvað?
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Póstur af depill »

Tollurinn segir að gjafir undir 10.000 kr séu tollfrjálsar, man meiri segja eftir máli þar sem að pabbi stúlku sendi iPod heim til landsins ( iPod Mini ef mig minnir rétt ) upptekinn og læti merktur gjöf og það var þvílíkur væll yfir því hvað það kostaði mikið að leysa hann út...... ( Fréttir Stöð 2 einhvern tíman ).

Þannig ef þú getur fengið vin þinn til að koma með löglega nótu til að sýna fram á að tölvan kostar undir 10.000 kr þá já örugglega. Notaðar vörur gilda heldur ekki, verður aftur að láta tollstjóra halda að varan kosti undir 10.000 kr ( sem þeir munu ekki gera að öllum líkindum ) og ef þú getur ekki sýnt nótu þá færðu hana ekki.

Ef þú ert að pæla í að "smygla" henni inn með því að fljúga henni inn, að þá já minnka límmiðar og forrit á vélinni líkurnar ( og já tollstjórinn kveikir oft á vélinni til að vera viss um að þetta sé "tölva" og uppsett í þokkabót, hef lent í því ) og Tollstjóri er í fullum rétti að taka tölvuna á þér þangað til að þú kemur með kvittun um að það sé búið að greiða gjöld af vélinni ( frá tollstjóra ef þú fluttir hana inn, annars frá umboðinu ).

Annars er ágætt að minnast á það að eingöngu VSKur leggst á fartölvur ( sem sagt tölvan þín mun kosta (Verð + Sendingarkostnaður) * 1.245 ) og þá er hún fullkomnlega lögleg hérna á landi og þegar þú ferðast með hana. Mundu samt að halda upp á allar kvittanir
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa laptop i USA og láta senda heim

Póstur af dori »

Ekki gleyma ~500 krónu tollafgreiðslugjaldinu sem leggst á allt sama hvort það þurfi að borga toll eða ekki. Það var fokkin pirrandi þegar ég var að kaupa nýtt tengi í tölvu sem kostaði ~1000 kall.
Svara