Nú þegar maður er kominn með nýjann tölvuskjá, þá ákvað ég að prufa að færa PS3 frá gömlu túbunni og tengja hana við skjáinn með HDMI í DVI tengi. Allt virkar fínt og geðveikt að spila leikina í Full HD.
En þar sem ég tengi PS3 við skjáinn í gegnum DVI fæ ég ekkert hljóð (auk þess eru engir hátalarar á skjánnum). Þannig ég fann leiðbeiningar um hvernig mætti tengja 5.1 tölvuhátalarana mína við PS3 tölvuna, en til þess vantar mig 2x Mini-Jack yfir í RCA millistykki :

Veit einhver hvar maður getur keypt svona tengi ? Vantar nefninlega tvö svona millistykki.