Ný vél

Svara

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Ný vél

Póstur af EliasAndri »

Ég veit ekki alveg hvar þessi þráður á heima, en þetta er svosem uppfærsla á engu yfir í tölvu, þannig ég set þetta hérna.

Mig vantar tölvu sem spilar allar helstu leikina í dag í miklum (mestu?) gæðum, spurning bara hvað það kostar. Mig langar í rauninni í eins góða vél og hægt er en samt algjör óþarfi að eyða hellings peningum í einhvað ef það næsta fyrir neðan kostar hellings minni pening en munar ekki svo miklu í afkastagetu. Ég veit varla neitt hvað varðar að setja saman svona tölvur þannig ég fel þetta í ykkar hendur! (Það er alveg nóg að posta bara nöfnin á hlutunum og ég finn verðin, þið þurfið ekkert að fara all out extreme!)

Ég veit að þetta er hálf frekjulegt af mér að biðja ykkur að gera alla vinnuna, en ég veit að það eru sumir sem finnst þetta bara gaman, ég veit a.m.k. að ef ég hefði haug af þekkingu sem gæti gagnast öðrum myndi ég glaður gera svona fyrir þá.
Að gefnu tilefni vil ég vinsamlegast afþakka allar neikvæðar og skíta athugasemdir sem fólk hefur að segja um mig og/eða þráðinn, ég samhryggist að ykkur líður svona illa en vinsamlegast ekki taka það út á mér og/eða þræðinum mínum. Ef þið nauðsynlega þurfið að frussuskíta yfir mig gerið það þá í gegnum PM.

EDIT**
Vélin verður aðallega notuð í að spila leiki og mynd- og myndbandsvinnslu. Verðhugmynd var helst 130-150 þúsund en það er ekki heilagt. Væri frábært ef vélin væri hljóðlát.


Með fyrirfram þökkum,
Elías Andri

Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af Andriante »

Það er enginn að fara að leita upp ódýrustu hlutina fyrir þig hjá hverjum stað. Í rauninni spararðu ekki það mikið og gætir lent í meira veseni og útgjöldum ef vélin bilar.

ég mæli einfaldlega með því að þú farir svo á tolvutaekni.is og finnir tölvuna sem passar við budgettið þitt..

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af EliasAndri »

Andriante skrifaði:Það er enginn að fara að leita upp ódýrustu hlutina fyrir þig hjá hverjum stað.

Enda bað ég ekki um það.

En ég hélt að það væri alltaf betra að pússla saman tölvunni sjálfur en að vera kaupa einhverja pakka frá verslunum. Er það kannski liðin tíð?

Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af Andriante »

EliasAndri skrifaði:
Andriante skrifaði:Það er enginn að fara að leita upp ódýrustu hlutina fyrir þig hjá hverjum stað.

Enda bað ég ekki um það.

En ég hélt að það væri alltaf betra að pússla saman tölvunni sjálfur en að vera kaupa einhverja pakka frá verslunum. Er það kannski liðin tíð?


Já það var kannski þannig þegar einu fyrirtækin sem settu saman tölvurnar voru BT, Elko og Tölvulistinn.. Núna er hellingur af litlum vönduðum fyrirtækjum sem hugsa virkilega um að gera kúnnnan ánægðan frekar en bara að nauðga honum í afturendann eins og tölvulistinn og þær búðir gera.

Þess vegna mæli ég með http://www.tolvutaekni.is virkilega góð þjónusta og færð gott value fyrir peninginn.

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af EliasAndri »

Ok, takk fyrir það! En eru fleyri verslanir sem eru svona góðar? Bara til að sjá allt áður en maður grípur bráðina. Tolvuvirkni er það ekki? Og fleyri verslanir? Ein betri en önnur?
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af Glazier »

http://www.kisildalur.is Þeir flytja ekki inn tilbúnar tölvur heldur púsla þeim saman fyrir þig, þú enfaldlega segir "ég er með 150 þús. kall og mig vantar tölvu sem verður notuð í leiki og myndvinnslu. og þá bjóða þeir þér eitthvað og þú spyrð okkur hérna hvort þetta sé sanngjarnt verð ;)
Tölvan mín er ekki lengur töff.

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af EliasAndri »

Glazier skrifaði:http://www.kisildalur.is Þeir flytja ekki inn tilbúnar tölvur heldur púsla þeim saman fyrir þig, þú enfaldlega segir "ég er með 150 þús. kall og mig vantar tölvu sem verður notuð í leiki og myndvinnslu. og þá bjóða þeir þér eitthvað og þú spyrð okkur hérna hvort þetta sé sanngjarnt verð ;)

Takk fyrir! Kíki á þá!

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af halldorjonz »

tek þetta til baka.. skoða næsta comment frá mér #-o
Last edited by halldorjonz on Fös 05. Jún 2009 14:23, edited 1 time in total.

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af EliasAndri »

halldorjonz skrifaði:Eitthvernveginn finnst mér þessi tölva hérna vera bara perfect fyrir það sem þú ert að leita af:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1361

Og hversu góð er þessi tölva? Hvaða leiki myndi hún keyra í mestu grafík og hvaða ekki?
Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1385
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af ZoRzEr »

Ég myndi púsla saman einhvernveginn svona:

E8400
Asus/gigabyte P45 móðurborð, skoða fjölda Sata tengi, PCI-e raufar og minnisraufar, ef þú ert með hátalara væri gaman að vera með Optical out
4gb minni, OCz/geil/kingston, 1066mhz
Geforce 250/260/275 að eigin vali, persónulega myndi ég velja EVGA
Góða örgjörvakælingu frá Zalman/Arctic/Xigmatek
Rúmgóðan kassa eins og Antec P182b. Yndislegur kassi, sílikon festingar fyrir harða diska þannig þeir titra ekki og sílikon fætur á kassanum sjálfum, hljóðeinagraður
Modular aflgjafa Mushkin/OCz/Tagan 560w+ (fer eftir skjákortinu)
Harðan disk og dvd drif

Setur þetta saman sjálfur, gætir jafnvel sett upp Windows 7 RC frítt, en ekki mælt með því að vera bara með það. Ég er með svona setup, gæti sýnt þér myndir af mínum Antec P182b.

Ef þetta virðist vera þér ofaukið er náttúrulega best að fara bara í Kísildal/Tölvutækni og segja við þá hvað þú villt. Hef frábæra reynslu af báðum stöðum.

P.S. ég er Intel/Nvidia fanboy
7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af halldorjonz »

EliasAndri skrifaði:
halldorjonz skrifaði:Eitthvernveginn finnst mér þessi tölva hérna vera bara perfect fyrir það sem þú ert að leita af:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1361

Og hversu góð er þessi tölva? Hvaða leiki myndi hún keyra í mestu grafík og hvaða ekki?


Heyrðu ég tek þetta til baka, mæli frekar með þessu:
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=620

Eftir að ég fór að skoða þetta betur, skjákortið alveg slatta betra, aflgjafin, stærri diskur, betra minni, en ljótari kassi að vísu en það skiptir engu :D
Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1385
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af ZoRzEr »

halldorjonz skrifaði:
EliasAndri skrifaði:
halldorjonz skrifaði:Eitthvernveginn finnst mér þessi tölva hérna vera bara perfect fyrir það sem þú ert að leita af:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1361

Og hversu góð er þessi tölva? Hvaða leiki myndi hún keyra í mestu grafík og hvaða ekki?


Heyrðu ég tek þetta til baka, mæli frekar með þessu:
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=620

Eftir að ég fór að skoða þetta betur, skjákortið alveg slatta betra, aflgjafin, stærri diskur, betra minni, en ljótari kassi að vísu en það skiptir engu :D



Þessi er nokkurnveginn það sem ég stakk uppá nema ekki sami kassi. Hún er reyndar bara ágæt þessi. GTX260 er mjög gott kort.

Þessi vél ætti vel að höndla CSS, Supreme Commander, Fear, Company Of Heroes, Riddick. Crysis gæti orðið til einhverja vandræða með DX10 og Max graphics. Mitt GTX285 höndlar Crysis í 1920x1200 DX9 allt í High AAx4 nokkuð vel, fer mjög sjaldan undir 30fps.
7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél

Póstur af EliasAndri »

Ég er að spá í tölvu sem spilar þunga leiki vel, í miklum/hæstu gæðum. En að hún ráði samt við þunga myndvinnslu af og til. Fartölvan mín spilar crysis í 1680x1050 max grafík með svona c.a. 15-20 FPS, spila hann smooth í medium grafík. Mig langar amk að fá betra en fartölvuna :)

EDIT**
Ég á 7200rpm 32mb buffer 750GB ósnertann harðann disk þannig ég þarf ekki harðann disk, getur sparað mér alveg 20.000 kr :)
Svara