Ég er að íhuga að skipta út MVIX mv5000R (http://www.mvix.net.au/5000_OverView.html) og fá mér Western Digital HD TV með nettengdum hörðum diski.

WD HT TV kostar um 28000 kr. hjá att.is. (http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4565)
Tækið fær mjög góða dóma.
Nú er ég að spá í nettengdum hörðum diski sem getur þjónað tveimur fartölvu (pc og macbook). Ég er með mikið magn af ljósmyndum, vinnuafrit og annað efni.
Hvað mælið þið með?
Diskurinn ætti líklega að vera a.m.k. 500gb að stærð.
Ég hugsa að hámarksverð ætti að vera um 25000 kr. fyrir NAS eininguna.
Með fyrirfram þökkum.