Ég spila CS og fleiri leiki en það er eitt vandamál hjá mér. Ég næ ekki hærra FPS (í CS) en 60. Ég er með stillt á "developer 1" og "fps_max 101." Einhver vinur minn sagði mér að ég þyrfti að stilla það á skjákortinu en ég veit ekki hvernig. Ég er með "NVIDIA 45.23" driver.
Ahm, hægrismellir á desktopið -> Properties -> Settings -> Advanced
Og þar einhver staðar áttu að fá út svona 'tré' með fullt fullt af stillingum. Leitaðu þangað til þú finnir eitthvað sem heitir vsync (ég veit þetta er vitlaust, flott ef einhver getur leiðrétt mig) og setja það á always off.
V Sync sync-ar við supported refresh rate á skjánum þar sem skjárinn sýnir ekki fleiri FPS en skjárinn ræður við. Getið þið fært sönnun fyrir því að það sé ekki bara ímyndun hjá ykkur að þið sjáið þetta mikinn mun.