Sælir. Langar til að athuga hvort einhver hérna kannast við vandamál sem hefur verið að stríða mér undanfarið og hefur þá einhverja lausn á málinu.
Þannig er mál með vexti að undanfarið hefur tölvan tekið upp á því reglulega að "slökkva" á sér án nokkurs fyrirvara og upp á skjáinn kemur blár skjár þar sem stendur eitthvað á þessa leið: " A problem has been detected and windows has been shut down to prevent damage to your computer.
If this is the first time you've seen this stop error screen, restart your computer.
Technical information:
***STOP: 0X0000007B (0XF78E2524, BXC0000034, 0X00000000, 0X00000000)"
Þetta hefur verið að koma upp ansi oft nýlega og virðist engu breyta hvað verið er að gera í tölvunni þegar þetta á sér stað. En hvað um það, ef einhver kannast við vandamálið og er með hugmynd að lausn væri gríðarlega vel þegið að sá hinn sami léti heyra í sér.
Vandamál í Windows.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 307
- Skráði sig: Mán 12. Des 2005 20:17
- Staðsetning: Árbær
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál í Windows.
Ertu búinn að vera breyta einhver af involsi tölvunnar ? Vinnsluminni eða ?
Tölvan gæti líka verið að ofhitna. Semsagt komið of mikið ryk inní hana ?
Tölvan gæti líka verið að ofhitna. Semsagt komið of mikið ryk inní hana ?
Spjallhórur VAKTARINNAR
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál í Windows.
Google fann þetta http://support.microsoft.com/kb/324103
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Re: Vandamál í Windows.
Heyrðu já, ég reyndar bætti við vinnsluminni nýlega. Getur það verið skýringin ?