Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Póstur af DoofuZ »

Ég var að laga vesen í fartölvu hjá vini mínum en hann á alveg eins fartölvu og ég, Acer Aspire 5672, og hann keypti sína stuttu eftir að ég keypti mína á sama stað, í Kísildalnum. Í leiðinni datt mér í hug að bera þær saman, bara svona til gamans, og komst þá að því að mín tölva er með Samsung disk en hans er með Hitachi disk :shock: Afhverju? Er það Acer sem setur mismunandi diska í fartölvurnar eða getur kannski verið að diskurinn sem var í hafi reynst vera gallaður þegar hún kom upphaflega í Kísildalinn og þeir hafi sjálfir svissað?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Póstur af lukkuláki »

DoofuZ skrifaði:Ég var að laga vesen í fartölvu hjá vini mínum en hann á alveg eins fartölvu og ég, Acer Aspire 5672, og hann keypti sína stuttu eftir að ég keypti mína á sama stað, í Kísildalnum. Í leiðinni datt mér í hug að bera þær saman, bara svona til gamans, og komst þá að því að mín tölva er með Samsung disk en hans er með Hitachi disk :shock: Afhverju? Er það Acer sem setur mismunandi diska í fartölvurnar eða getur kannski verið að diskurinn sem var í hafi reynst vera gallaður þegar hún kom upphaflega í Kísildalinn og þeir hafi sjálfir svissað?
Þær koma með mismunandi diskumtölvuframleiðandinn tekur besta tilboði sem hann fær eins og við allir.
Ég sá þetta margoft í DELL tölvunum sumar voru með Seagate aðrar með Samsung, Hitachi osfrv.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Póstur af DoofuZ »

Já, það er svosem skiljanlegt, en samt, svoldið skrítið ef að tvær tölvur sem eru alveg nákvæmlega eins og komu líklega með sömu sendingu til landsins séu með sitthvoran diskinn. Myndi halda að fyrst að fartölvuframleiðandinn tekur bara bestu boðum þannig að diskasrnir séu af mismunandi týpum að það eigi þá frekar við um heilu týpurnar af viðkomandi tölvum en ekki bara sömu týpur :-k Eins og t.d. að allar Aspire 5672 séu t.d. með Samsung disk en svo komi út 5674 og þá sé í öllum þeim Hitachi eða eitthvað þannig.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Póstur af lukkuláki »

DoofuZ skrifaði:Já, það er svosem skiljanlegt, en samt, svoldið skrítið ef að tvær tölvur sem eru alveg nákvæmlega eins og komu líklega með sömu sendingu til landsins séu með sitthvoran diskinn. Myndi halda að fyrst að fartölvuframleiðandinn tekur bara bestu boðum þannig að diskasrnir séu af mismunandi týpum að það eigi þá frekar við um heilu týpurnar af viðkomandi tölvum en ekki bara sömu týpur :-k Eins og t.d. að allar Aspire 5672 séu t.d. með Samsung disk en svo komi út 5674 og þá sé í öllum þeim Hitachi eða eitthvað þannig.
Hugsa að diskar í sömu stærð með sama snúningshraða ofl. séu bara saman í kassa og samsetningin tekur bara næsta disk og spáir ekkert í því
þó það sé kannski diskur þar síðan úr síðustu sendingu þeir verða jú að nota þá alla. Anars geturðu eflaust sent þeim fyrirspurn um málið
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Póstur af AngryMachine »

Þetta sama á við um fleiri íhluti. Ef þú ferð á support síðu Acer og skoðar driver lista fyrir mismunandi módel þá getur þú séð að þar eru oft fleiri driverar í boði fyrir sama vélbúnaðinn, munurinn er framleiðandinn. Í ákveðnu laptop módeli getur td. vefmyndavélin verið ýmist frá Bison, Logitech eða SuYin. Netkortið getur verið frá Intel, Broadcom eða Marvell. Harður diskur er harður diskur og gerir sama hlutinn sama hver framleiðir hann, alveg eins með netkort og vefmyndavélar. Amk þegar um high volume, low end íhluti er að ræða.

Þessi stóru fyrirtæki eins og Acer og Dell kaupa svona dót í tonnatali svo hver króna sem að þeim tekst að klípa af í innkaupum skiptir þeim máli, og ein leið til að spara er kaupa alltaf hjá 'lowest bidder' hverju sinni í stað þess að halda tryggð við einn ákveðinn framleiðanda.
____________________
Starfsmaður @ hvergi

Opes
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Staða: Ótengdur

Re: Ekki sami diskur í tveimur eins fartölvum?

Póstur af Opes »

Þetta er oft svona. Skjá panelar í Macbook og Macbook Pro frá mismunandi fyrirtækjum, harðir diskar frá Samsung eða Seagate í sömu sendingunni.
Svara