
Svo er mál með vexti að éeg á hérna ca. 2 ára gamlan HP Pavilion dv6000 SE (White) lappa.
Aldrei hefur hann verið til friðs í þessi ca. 2 ár, að þurfti að skipta um móðurborð í vetur og laga eitthvað DVD drifið
Og svo allt í einu núna kemur bara þetta ógéðslega hljóð úr viftuni á honum..
Það er eins og það sé vatn að sjóða með nokkrum glerbrotum þarna inni.
Þegar ég set hendina að viftu "opinu" þá finn ég voða lítið loft fara út.
Getur verið að það hafi eitthvað farið þangað inn? og hvernin í fokkanum næ ég því? Þetta hljóð mun gera mig brjálaðann á endanum
