Tal

Svara

Höfundur
Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Tal

Póstur af Amything »

Nú var Vodafone að setja 40 gig hámark á alla viðskiptavini, líka gamla. Þannig ég verð að færa mig eitthvað annað.

Er Tal ekki eini valkosturinn með >40gig ?

Er þeir/þau á Tal sátt?

Er nokkuð verið að kappa torrent eða aðra vitleysu?

Fær maður fullan aðgang að Routernum?

Takktakk

benregn
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 28. Jún 2007 19:38
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af benregn »

Þeir eru með minn router læstann :/ Að öðruleiti er ég bara nokkuð sáttur við þá.
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af Gunnar »

er hjá Tal og er með fullann aðgang að routernum.

olitomas
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 14. Mar 2009 15:37
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af olitomas »

Gunnar skrifaði:er hjá Tal og er með fullann aðgang að routernum.
Í ALVÖRU?? Djöfulsins fávitar, þeir sögðu að það væri ekki hægt því að kerfi sem þeir væru með byði ekki upp á það. (Fleiri en einn og fleiri en tveir því ég er ALLTAF að hringja til að láta opna port og spyr alltaf öðru hverju hvort að það sé hægt)
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af AntiTrust »

Mjög sáttur, lítill niðurtími, góður stabíll hraði, og virðist vera þeir einu sem eru ekki að buttfucka viðskiptavinum sínum.

Var með aðgang að routernum, dugði að flagga kerfisfræðigráðunni til þess, þangað til ég fékk nýjann (útaf VoIP), fékk neitun síðast en ég hringi nú bara aftur, annaðhvort fæ ég aðgang eða finn mér aðra þjónustuaðila.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Darknight
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Mán 18. Feb 2008 13:38
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af Darknight »

Er ósammála, verið hjá tal frá upphafi - alltaf verið pottþétt allt hjá þeim, hef aldrei haft neitt vesen - fyrrenn núna.

Ég fór yfir limitið í fyrsta sinn í þessum mánuði, þeir lokuðu án þess að tala við mig, eða gefa viðvörun, og vilja frekar að ég fari annað enn að opna fyrir erlend net, jafnvel 1gb. Ég kemst ekki á neina erlenda síðu né msn. Búin að tala við þrjá mismunandi aðila og allir þeir dónalegustu sem ég hef lend í nokkur staðar, ætla fara í hringiðunna. Ég bauðst til þess að kaupa auka línu til að fá að komast á netið svo ég geti unnið enn þeir harðneituðu. Ég mun aldrei gera viðskipti við þá aftur.
Darknight skrifaði: ég er að hætta hjá tal, þeir eru búnir að kappa mig og sögðu mér að fara í viðskipti annað - er fyrsta skipti sem ég fer yfir limitið, og þeir köppuðu mig strax, og er engin sjens að ég fái einu sinni 1gb, þótt þeir viti að ég get ekki unnið útaf þessu.

Ég bauðst meira segja eins og hálviti til að vera hjá þeim áfram að taka annað tilboð hjá þeim og þeir höfnuðu samt með því að lifta kappinu, gaurinn í símanum sagði bókstaflega að ég þyrfti að leita annað.

Þeir voru mjög góðir hjá hive, þetta er orðin algjör drulla núna. Er að reyna gera upp á milli símanns, vodafone og hringiðunnar, einhver experience persay? Mér er sama þótt ég þurfi að borga fyrir umfram gagnamagn enn ég verð að geta komist á netið þótt það sé á 56kbps hraða til að geta unnið, ég kemst ekki inná neitt ekki einu sinni text based erlendis.

Ég er að borga sirka 15 þúsund á mánuði fyrir heimasíma og net, ég hringi frekar mikið, þeir eru að græða á mér enn vilja samt frekar missa mig og kappa mig, vilja ekki gefa mér eitt gb -.- fávitar. ég bauðst til að borga 2500gbið líka, versta þjónusta sem ég hef fengið í svona málum, var ekki hægt að ræða um það.
mér finnst þetta svo slæmt þar sem ég hef verið stór kúnni hjá þeim, er með heimasíma, dýrasta netiðget fengið þar sem ég bý og 2 gsm síma há þeim og það var ekki hægt að tala við þá, þvílíkt móðgaður að þeir hendi mér bara burt eins og kuski

Höfundur
Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af Amything »

Takk fyrir svörin. Er hægt að sjá stöðuna á síðunni hjá þeim hversu mikið maður hefur downloadað?
Skjámynd

coldone
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af coldone »

Jú þú getur séð stöðuna á síðunni. Smellir bara á Net og þar kemur listi til hliðar og þar er hægt að smella á Niðurhal og þá sérðu niðurhal síðustu fimm mánuði.

olitomas
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 14. Mar 2009 15:37
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af olitomas »

Darknight skrifaði:Er ósammála, verið hjá tal frá upphafi - alltaf verið pottþétt allt hjá þeim, hef aldrei haft neitt vesen - fyrrenn núna.

Ég fór yfir limitið í fyrsta sinn í þessum mánuði, þeir lokuðu án þess að tala við mig, eða gefa viðvörun, og vilja frekar að ég fari annað enn að opna fyrir erlend net, jafnvel 1gb. Ég kemst ekki á neina erlenda síðu né msn. Búin að tala við þrjá mismunandi aðila og allir þeir dónalegustu sem ég hef lend í nokkur staðar, ætla fara í hringiðunna. Ég bauðst til þess að kaupa auka línu til að fá að komast á netið svo ég geti unnið enn þeir harðneituðu. Ég mun aldrei gera viðskipti við þá aftur.
Darknight skrifaði: ég er að hætta hjá tal, þeir eru búnir að kappa mig og sögðu mér að fara í viðskipti annað - er fyrsta skipti sem ég fer yfir limitið, og þeir köppuðu mig strax, og er engin sjens að ég fái einu sinni 1gb, þótt þeir viti að ég get ekki unnið útaf þessu.

Ég bauðst meira segja eins og hálviti til að vera hjá þeim áfram að taka annað tilboð hjá þeim og þeir höfnuðu samt með því að lifta kappinu, gaurinn í símanum sagði bókstaflega að ég þyrfti að leita annað.

Þeir voru mjög góðir hjá hive, þetta er orðin algjör drulla núna. Er að reyna gera upp á milli símanns, vodafone og hringiðunnar, einhver experience persay? Mér er sama þótt ég þurfi að borga fyrir umfram gagnamagn enn ég verð að geta komist á netið þótt það sé á 56kbps hraða til að geta unnið, ég kemst ekki inná neitt ekki einu sinni text based erlendis.

Ég er að borga sirka 15 þúsund á mánuði fyrir heimasíma og net, ég hringi frekar mikið, þeir eru að græða á mér enn vilja samt frekar missa mig og kappa mig, vilja ekki gefa mér eitt gb -.- fávitar. ég bauðst til að borga 2500gbið líka, versta þjónusta sem ég hef fengið í svona málum, var ekki hægt að ræða um það.
mér finnst þetta svo slæmt þar sem ég hef verið stór kúnni hjá þeim, er með heimasíma, dýrasta netiðget fengið þar sem ég bý og 2 gsm síma há þeim og það var ekki hægt að tala við þá, þvílíkt móðgaður að þeir hendi mér bara burt eins og kuski
Því miður er ekki til neitt sem heitir "customer loyalty" hér á Íslandi. Alveg óþolandi að þegar maður er búinn að vera einvherstaðar í viðskiptum svo árum skiptir og kemst síðan að því að einhver nýr viðskiptavinur er með betri díl en maður sjálfur. Svo þegar maður hringir og vil fá sama díl er það ekki hægt. Þetta er nefninlega ekki svona erlendis!

benregn
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 28. Jún 2007 19:38
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af benregn »

olitomas skrifaði:
Darknight skrifaði:Er ósammála, verið hjá tal frá upphafi - alltaf verið pottþétt allt hjá þeim, hef aldrei haft neitt vesen - fyrrenn núna.

Ég fór yfir limitið í fyrsta sinn í þessum mánuði, þeir lokuðu án þess að tala við mig, eða gefa viðvörun, og vilja frekar að ég fari annað enn að opna fyrir erlend net, jafnvel 1gb. Ég kemst ekki á neina erlenda síðu né msn. Búin að tala við þrjá mismunandi aðila og allir þeir dónalegustu sem ég hef lend í nokkur staðar, ætla fara í hringiðunna. Ég bauðst til þess að kaupa auka línu til að fá að komast á netið svo ég geti unnið enn þeir harðneituðu. Ég mun aldrei gera viðskipti við þá aftur.
Darknight skrifaði: ég er að hætta hjá tal, þeir eru búnir að kappa mig og sögðu mér að fara í viðskipti annað - er fyrsta skipti sem ég fer yfir limitið, og þeir köppuðu mig strax, og er engin sjens að ég fái einu sinni 1gb, þótt þeir viti að ég get ekki unnið útaf þessu.

Ég bauðst meira segja eins og hálviti til að vera hjá þeim áfram að taka annað tilboð hjá þeim og þeir höfnuðu samt með því að lifta kappinu, gaurinn í símanum sagði bókstaflega að ég þyrfti að leita annað.

Þeir voru mjög góðir hjá hive, þetta er orðin algjör drulla núna. Er að reyna gera upp á milli símanns, vodafone og hringiðunnar, einhver experience persay? Mér er sama þótt ég þurfi að borga fyrir umfram gagnamagn enn ég verð að geta komist á netið þótt það sé á 56kbps hraða til að geta unnið, ég kemst ekki inná neitt ekki einu sinni text based erlendis.

Ég er að borga sirka 15 þúsund á mánuði fyrir heimasíma og net, ég hringi frekar mikið, þeir eru að græða á mér enn vilja samt frekar missa mig og kappa mig, vilja ekki gefa mér eitt gb -.- fávitar. ég bauðst til að borga 2500gbið líka, versta þjónusta sem ég hef fengið í svona málum, var ekki hægt að ræða um það.
mér finnst þetta svo slæmt þar sem ég hef verið stór kúnni hjá þeim, er með heimasíma, dýrasta netiðget fengið þar sem ég bý og 2 gsm síma há þeim og það var ekki hægt að tala við þá, þvílíkt móðgaður að þeir hendi mér bara burt eins og kuski
Því miður er ekki til neitt sem heitir "customer loyalty" hér á Íslandi. Alveg óþolandi að þegar maður er búinn að vera einvherstaðar í viðskiptum svo árum skiptir og kemst síðan að því að einhver nýr viðskiptavinur er með betri díl en maður sjálfur. Svo þegar maður hringir og vil fá sama díl er það ekki hægt. Þetta er nefninlega ekki svona erlendis!
Veit reyndar ekki með símafyrirtæki erlendis en mörg fyrirtæki sem bjóða einhverja sérstök tilboð fyrir nýja viðskipta vini, þau taka það að minnsta kosti fram með tilboðunum... oftast allavega :)

Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af Andriante »

Ef þú ert að spila tölvuleiki geturðu gleymt tal.

Að öðru leyti er að fínt.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af ManiO »

Andriante skrifaði:Ef þú ert að spila tölvuleiki geturðu gleymt tal.

Að öðru leyti er að fínt.

Lagg í drasl þá eða?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af sakaxxx »

ég er hjá tal og spila mikið online og það virkar alveg frábærlega ekkert lagg eða þannig [-X
2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af Gunnar »

Andriante skrifaði:Ef þú ert að spila tölvuleiki geturðu gleymt tal.

Að öðru leyti er að fínt.
er hjá tal og er alltaf með fínt ping nema 2 daga hef ég laggað...
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af KermitTheFrog »

Tjah, ég hef verið hjá Hive/Tal síðan þeir byrjuðu hérna og þetta hefur verið soldið svona lala.

Þeir cöppuðu mig síðustu vikuna í febrúar án nokkurrar viðvörunar og fjölskyldumeðlimir ærðust alveg og eftir nokkur símtöl í þjónustuver Tals kom það á daginn að þeir vildu að við skiptum um router (don*t ask me why). Nú á maður að koma fyrir 6 einn daginn og setja þetta upp, en enginn mætir. Svo á hann að koma milli 6 og 10 um kvöldið, en enginn mætir. Svo kemur hann 3 dögum seinna og fer með routerinn til baka og kemur með nýjan aftur. Það gekk ekkert betur og eftir svona klukkutíma fer hann og nær í gamla routerinn og setur hann upp og það er eins og maður sé á byrjunarreit aftur. Svo segir hann að við verðum að bíða út mánuðinn til að fá erlenda netið aftur inn. Nú hefur fjölskyldan verið netlaus í allavega 4 daga út af þessari vitleysu og ekkert lagast.

Þeir mega samt eiga það að vera eina netveitan sem er ekki að minnka og minnka erlenda niðurhalsmagnið (vonandi) en þjónustan mætti vera betri og sneggri. Svo mega þeir eiga það að netið dettur eiginlega aldrei út og þegar það gerist þá er nóg að bíða í 5 mín eða restarta router.

Ég gæti samt ekki hugsað mér að vera annarsstaðar en hjá Tal hérna á klakanum

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af frr »

Eruð þið að segja að ykkur sé afhentur router sem þið hafið engan aðgang að (og jafnvel ekki adsl lykilorðið) með uppsettu wep sem ekkert mál er að brjótast inn á?

Ég hef nú sett alla mína routera upp sjálfur og ekki lent í neinum leiðindum adsl aðilana, en ég downloada ekki neinum ósköpum svo sem.
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af Dagur »

Ég hef fengið alveg rosalega misjafna þjónustu frá Tali. Yfirleitt eru þeir mjög hjálpsamir og kippa hlutunum í lag en svo er eins og með símann minn sem hefur ekki verið hægt að hringja í mánuðum saman. Ég er örugglega búinn að hringja í þá 15-20 skipti og aldrei gerist neitt.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af KermitTheFrog »

frr skrifaði:Eruð þið að segja að ykkur sé afhentur router sem þið hafið engan aðgang að (og jafnvel ekki adsl lykilorðið) með uppsettu wep sem ekkert mál er að brjótast inn á?

Ég hef nú sett alla mína routera upp sjálfur og ekki lent í neinum leiðindum adsl aðilana, en ég downloada ekki neinum ósköpum svo sem.
Ég er alveg með aðgang að routernum mínum
Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af sakaxxx »

ég er hjá tal og hef fullan aðgang á routernum kannski er það vegna þess að ég er með gamlan router frá þeim...
2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲
Skjámynd

techseven
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Tal

Póstur af techseven »

Ég er hjá Tal og er nokkuð sáttur, ég er ekki mikið í leikjum en Guild Wars laggar yfirleitt alltaf alveg þvílíkt, svo ef ég tengist HÍ netinu gegnum VPN þá laggar Guild Wars ekki.... Þetta var líka svona þegar ég var hjá Vodafone..

Það er misjafnt hvort maður kemst inn á routerinn sjálfur eða ekki, þetta er spurning um týpu (var mér tjáð). Ég kemst ekki inn á hann heima hjá mér en kemst inn á hann hjá vini mínum sem er líka hjá Tal. Ég hringdi og lét opna port fyrir mig og það var ekkert vesen. Ég var einu sinni hjá Hive og það var viðbjóður, alltaf þegar ég vildi láta opna port þá þurfti ég að rífast við einhvern gutta sem var að reyna að setja mér lífsreglurnar [-X Þetta endaði með því að þeir hreinlega neituðu að opna port og sögðu: "Við getum ekki opnað port því þá er tölvuöryggi þínu stofnað í hættu og þegar einhver er búinn að brjótast inn í töLvuna þína og valda þér fjárhagslegum skaða, þá gætir þú farið í mál við okkur". ÞVÍLÍKT STEYPA!!!

Ég veit ekkert meira pirrandi en fólk úti í bæ að reyna að stórna mínum (tölvu-)málum, ég flúði þá yfir í Vodafone en var "veiddur" yfir í Tal fyrir ca. 7 mánuðum.

Þegar Tal var að byrja var ekki heiglum hent að ná sambandi við þjónustuverið, en þetta er búið að skána helling. Ég held mig hjá þeim aðallega út af meiri download kvóta, er með 60GB sem er passlegt fyrir mig...
Ryzen 7 1700 stock speed
Svara