Hæ ég er með Dvico HD M-4100 flakkara sem ég hef notað lengi og tengist í gegnum routerinn í til að geta horft á efni sem er í tölvuni, nota til þessa Netshare sem er til þess gert forrit frá Dvico. Eftir að ég setti upp Windows 7 build 7057 x64 þá hefur þetta alveg koðnað niður og tekur heila mínutu að opna mynd og hún hökktir endalaust. Veit einhver hvað þetta getur verið? (Veit að þetta er bara beta windows og margir böggar, en sakar ekki að spyrja sér fróðari menn)
Er með nýjstu útgáfu af Netshare og firmware i flakkaranum.
Ég er með x64 tölvu . Og þetta var allt í sóma bæði með Xp og Vista hjá mér. Codec vandamál segiru, nú er flakkarinn að spila þetta af tölvunni bara og því eru codecar ofl í flakkaranum sjálfum sem ættu að skipta máli ekki satt, og ég hef engu breytt þar þannig að nei ég held ekki. Þetta lítur út eins og netsambandið við windows 7 sé svona rosalega slow, búinn að skipta út netköplum og svona til að útiloka það.
Jæja.... eftir miklar tilraunir og vesen er ég búinn að komast að því að þetta er ekki Windows7 sem er að bögga mig, það er switch-inn minn. Ég er með switch tengdan við routerinn og svo allar tölvur/flakkarann/PS3/Magnarann og það tengt við switchinn...... En ef ég tengi tölvuna mína og flakkaran bæði beint við routerin þá virkar þetta fínt..... er þetta lélegur switch eða hvað? Ég finn engin stillingaratriði á switchnum og þetta er G-bit LAN switch þannig að hraðin á honum ætti ekki að trufla...... Hvað haldið þið?