Þannig er mál með vexti að ég er með Apple MacBook Pro tölvu og 42" Grundig Xephia sjónvarp. Bæði eru þau með Female Dvi tengjum og ég fór því og keypti mér MaletoMale DVI snúru. Því sjónvarpið er í herbeginu mínu og það væri magnað að liggja og getað verið í tölvunni á sjónvarpinu. Sjónvarpið er reyndar orðinn frekar gamall plasmi enginn HD plasmi. En ég er búinn að tengja snúruna úr sjónvarpinu í tölvuna en þá kemur að því sem ég er að leita að hjálp með það kemur bara ekki neitt . Er einhver nógu klár hérna sem gæti sagt mér hvað ég gæti þurft að gera eða hvað gæti verið að.
kv. Einar S
Dvi úr tölvu í Dvi í Plasma
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Sun 22. Jún 2008 20:36
- Staða: Ótengdur
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Dvi úr tölvu í Dvi í Plasma
Tjah, þarft nú sennilega að enabla skjáinn í einhverjum display stillingum (kann ekki á makka). Sama stað og þú stillir resolution sennilega
Re: Dvi úr tölvu í Dvi í Plasma
Það eru nokkrur atriði sem koma til greina.
Annarsvegar það sem hann nefnir hérna á undan mér að þú þurfir að virkja DVI output-ið.
Einnig getur verið að ef DVI output-ið er sett á of háa upplausn fyrir sjónvarpið þá kemur engin mynd.
Hinsvegar er einnig möguleiki á því að þetta sé ekki tölvu DVI tengi. Þegar ég var að kaupa mitt fyrsta LCD þá tók ég eftir því á all nokkrum tækjum sem voru með annaðhvort DVI eða VGA að það var tekið fram að þessi tengi styddu ekki tengingu við tölvur.
Mæli með þvi að þú fléttir í bæklinginum eða á netinu um þetta sjónvarp til að komast að því hvort það sé málið.
Annarsvegar það sem hann nefnir hérna á undan mér að þú þurfir að virkja DVI output-ið.
Einnig getur verið að ef DVI output-ið er sett á of háa upplausn fyrir sjónvarpið þá kemur engin mynd.
Hinsvegar er einnig möguleiki á því að þetta sé ekki tölvu DVI tengi. Þegar ég var að kaupa mitt fyrsta LCD þá tók ég eftir því á all nokkrum tækjum sem voru með annaðhvort DVI eða VGA að það var tekið fram að þessi tengi styddu ekki tengingu við tölvur.
Mæli með þvi að þú fléttir í bæklinginum eða á netinu um þetta sjónvarp til að komast að því hvort það sé málið.
Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling
-
- Vaktari
- Póstar: 2257
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Staðsetning: 109 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dvi úr tölvu í Dvi í Plasma
skoðaðu lykklaborðið hjá þér ýttu á FN og svo einhvern F1-12 takka sem er með 2 skjáum inní hvort öðrum. það er allveganna takkinn sem ég nota.(F11 í mínu tilviki)