Síminn Vs. Nova í GSM
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Síminn Vs. Nova í GSM
Sælir herrar mínir.. datt í hug að skella þessu hérna á koníakstofuna því að mér datt enginn annar staður í hug..
núna eru gjaldskrár að hækka hjá símanum.. í GSM sem og Internet.. og ég var að velta því fyrir mér hvort að menn hefðu einhverja reynslu af Nova?
nú er ég búinn að kíkja á verðskrána þeirra og bera saman við aðra og eru þeir almennt að koma vel út verðlega séð
(sjá http://www.nova.is/tjonusta/Pages/verdsamanburdur.aspx)
En þá er það neytenda hliðin á málinu.. sem þarf ekki alltaf að koma jafn vel út og heimasíðan eða þannig
svo að mín spurning er, Hefur einhver hérna Góða/slæma reynslu af viðskiptum við Nova.. viðmót? þjónustulund?
er einhver ástæða fyrir því að ég ætti EKKI að skipta um símafyrirtæki (svona fyrir utan það að það kostar 28kr mínútan að hringja í Nova númer úr síma númerum :S (sem mér finnst btw mjög skítt hjá símanum))
einhver ástæða fyrir því að ég ætti bara að halda áfram að skipta við símann?
Endilega segið ykkar skoðun og komum af stað einhverri umræðu.. því að núna sýnist mér að Nova séu ódýrastir og hví ekki að skipta við þann sem býður best
núna eru gjaldskrár að hækka hjá símanum.. í GSM sem og Internet.. og ég var að velta því fyrir mér hvort að menn hefðu einhverja reynslu af Nova?
nú er ég búinn að kíkja á verðskrána þeirra og bera saman við aðra og eru þeir almennt að koma vel út verðlega séð
(sjá http://www.nova.is/tjonusta/Pages/verdsamanburdur.aspx)
En þá er það neytenda hliðin á málinu.. sem þarf ekki alltaf að koma jafn vel út og heimasíðan eða þannig
svo að mín spurning er, Hefur einhver hérna Góða/slæma reynslu af viðskiptum við Nova.. viðmót? þjónustulund?
er einhver ástæða fyrir því að ég ætti EKKI að skipta um símafyrirtæki (svona fyrir utan það að það kostar 28kr mínútan að hringja í Nova númer úr síma númerum :S (sem mér finnst btw mjög skítt hjá símanum))
einhver ástæða fyrir því að ég ætti bara að halda áfram að skipta við símann?
Endilega segið ykkar skoðun og komum af stað einhverri umræðu.. því að núna sýnist mér að Nova séu ódýrastir og hví ekki að skipta við þann sem býður best
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Vantaði nýjan síma, fór í Nova og fékk mér síma - borga 2k á mánuði tilboðið..
Allir félagarnir eru hjá Nova þannig að ég hringi töluvert meira en ég gerði og borga minna fyrir það
Ég hef bara góðar sögur af þeim að segja... annað en ég hef af Símanum & Vodafone
Allir félagarnir eru hjá Nova þannig að ég hringi töluvert meira en ég gerði og borga minna fyrir það
Ég hef bara góðar sögur af þeim að segja... annað en ég hef af Símanum & Vodafone
PS4
-
- Nörd
- Póstar: 126
- Skráði sig: Fim 18. Jan 2007 20:43
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
eg hef verid hja nova i 1 ar, og hef bara gott ad segja. Frabaer tjonusta! Lenti i tvi um daginn ad tad var takmarkad samband a simanum og bjalladi i nova, og teir sögdu ad tad væri ad koma sendir rètt hja heimili mìnu sem aetti ad laga tetta, og heimtudu ad fella simareikninginn fyrir februar nidur i stadinn fyrir tessi òtaegindi!
Tad kalla eg tjonustu
Tad kalla eg tjonustu
Stoltur eigandi Asus eee 1000H
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Æi ég ætla að vera partýpooper, ég var hjá NOVA en lenti í bölvuðu veseni þar og finnst mér taka mjög oft eftir því þegar ég tala við félaga mína sem eru hjá NOVA að hljóðið ruglast hjá þeim og stundum slitnar ( þótt mér finnst að það slitni miklu sjaldnar heldur en þegar þetta var í byrjun ), ennfremur væla ( vældu meira reyndar fyrr á árinu ) yfir lélegu gsm sambandi í Háskólatorginu, reyndar virðist Síminn vera eini aðilinn sem mér finnst vera semi-sterkur þar.
Ennfremur var það að gerast að þegar við duttum af 3G svæði ( fórum fyrir utan höfuðborgarsvæðið ) þá slitnaði þegar við vorum að detta úr bænum og ofan það var rosalegt vesen með talhólfið. Verðskráin er hins vegar fín, þjónustuverið er ágætt ( reyndar gátu þeir ekki hjálpað mér með með þetta vandamál mitt, þrátt fyrir að gefa þeim yfir mánuð að reyna laga þetta vandamál ( sem sagt í stað þess að það væri talhólf kom "Þetta númer er ekki virkt, sem var það alversta þar sem fólk hélt að við værum öll búin að skipta um símanúmer ).
Allavega ég er hjá Símanum núna, dýrara en ég lendi ekki í neinum "tækni"vandamálum sem ég er ánægður með. Símarnir okkar virka bara, sem er það sem ég ætlast til að þeir geri.
Ennfremur var það að gerast að þegar við duttum af 3G svæði ( fórum fyrir utan höfuðborgarsvæðið ) þá slitnaði þegar við vorum að detta úr bænum og ofan það var rosalegt vesen með talhólfið. Verðskráin er hins vegar fín, þjónustuverið er ágætt ( reyndar gátu þeir ekki hjálpað mér með með þetta vandamál mitt, þrátt fyrir að gefa þeim yfir mánuð að reyna laga þetta vandamál ( sem sagt í stað þess að það væri talhólf kom "Þetta númer er ekki virkt, sem var það alversta þar sem fólk hélt að við værum öll búin að skipta um símanúmer ).
Allavega ég er hjá Símanum núna, dýrara en ég lendi ekki í neinum "tækni"vandamálum sem ég er ánægður með. Símarnir okkar virka bara, sem er það sem ég ætlast til að þeir geri.
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Ég er ánægður með Nova, þú borgar minna fyrir allt en færð að sama skapi mun minni þjónustu.
Samanber minna dreifikerfi og ekki jafn öflugt þjónustuver.
Fyrir mína parta þá borgaði þetta sig illilega þar sem ég nota yfirleitt ekki þjónustuverið í nokkurn
skapaðann hlut og ég bý í höfuðborginni.
Samanber minna dreifikerfi og ekki jafn öflugt þjónustuver.
Fyrir mína parta þá borgaði þetta sig illilega þar sem ég nota yfirleitt ekki þjónustuverið í nokkurn
skapaðann hlut og ég bý í höfuðborginni.
never sharpen a boomerang
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Borgaði út 24þús fyrir síma (í staðin fyrir að borga 2k á mánuði) og fæ alltaf 2k inneign á mánuði
Ég hef ekki keypt inneign síðan í september.. hehe og það er helvíti næs (margir vina minna eru hjá nova)
Á alveg eitthvað 1500kr núna í inneign og fæ svo aðrar 2000kr ofan á það eftir nokkra daga
Ég er mjög hrifinn af Nova
Ég hef ekki keypt inneign síðan í september.. hehe og það er helvíti næs (margir vina minna eru hjá nova)
Á alveg eitthvað 1500kr núna í inneign og fæ svo aðrar 2000kr ofan á það eftir nokkra daga
Ég er mjög hrifinn af Nova
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
inneignin hjá nova eyðist samt á 30 dögum:S þannig ef þú ert ekki búinn að nota hana um mánaðarmótin þá hverfur hún...
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Helfari skrifaði:Ég er ánægður með Nova, þú borgar minna fyrir allt en færð að sama skapi mun minni þjónustu.
Samanber minna dreifikerfi og ekki jafn öflugt þjónustuver.
Fyrir mína parta þá borgaði þetta sig illilega þar sem ég nota yfirleitt ekki þjónustuverið í nokkurn
skapaðann hlut og ég bý í höfuðborginni.
Er það tilfellið að dreifikerfið þeirra sé minna?
..sé lítið um það á heimasíðunni þeirra.. en á "kortinu" sem er þar sýnist mér nú meira og minna allt helvítis landið vera grátt (sem þýðir bara venjulegt GSM)
þó að 3g kerfið sé ekki nema bara Reykjavík / Akureyri og svona nokkrir byggðakjarnar..
..en ég meina það er alveg nóg fyrir hinn venjulega notanda?.. ég er ekkert að fara að lenda í því útá landi að fá ekki samband þarsem að aðrir gemsar eru í fullu fjöri?
Annars er það held ég bara næst á dagskrá að sannfæra félagana og skipta um félag.. heyrist flestir sem ég tala við hafa bara góða sögu að segja
..síðan eru þeir líka með ágætis tilboð á nýjum símum
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Nova hefur virkað allt sem ég hef farið..
Notar held ég vodafone dreifikerfið
Notar held ég vodafone dreifikerfið
PS4
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
mjamja skrifaði:inneignin hjá nova eyðist samt á 30 dögum:S þannig ef þú ert ekki búinn að nota hana um mánaðarmótin þá hverfur hún...
Ég hélt það líka, ég get nú varla sagt að það sé þannig hjá öllum, en hjá mér hverfur hún ekki, þegar mánaðarmót koma er ég alltaf með 3000kr+ í inneign
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Cascade skrifaði:mjamja skrifaði:inneignin hjá nova eyðist samt á 30 dögum:S þannig ef þú ert ekki búinn að nota hana um mánaðarmótin þá hverfur hún...
Ég hélt það líka, ég get nú varla sagt að það sé þannig hjá öllum, en hjá mér hverfur hún ekki, þegar mánaðarmót koma er ég alltaf með 3000kr+ í inneign
Færðu ekki sms rétt fyrir mánaðarmót þar sem þér er tikynnt hvenær inneignin verður lögð inn og svo stendur líka eitthvað um að inneignin fyrnist á einum mánuði?
Annars hef ég yfir engu að kvarta hjá Nova, búinn að vera hjá þeim síðan síðasta sumar og hef ekki lent í neinum tæknivandræðum.
Nova er með reikisamning við Vodafone svo þjónustusvæði þeirra er ekkert minna en annarra.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Ég er búinn að vera hjá Nova í tæpt ár (skellti mér á e51 síma og áskrift). Reikningurinn hefur verið í 2000-2500 á mánuði sem er mjög gott m.v. að reikingurinn minn hjá Vodafone áður var alveg 3500-4000 kr (eitthvað um það bil) og ég nota símann minn mun meira en ég gerði (alltaf á netinu og hringi miklu meira, tala ekki um sms).
Varðandi það að vera útá landi með símann og erfiðleika sem því fylgja notar Nova náttúrulega dreifikerfi Vodafone þegar þeirra dettur út (það skilst mér allavega) þannig að það er ekkert mál, bara nákvæmlega eins og hjá Vodafone. Það sem er vesen er ef þú ert í bænum þar sem dreifikerfi Nova ætti að vera en er samt lélegt samband, það held ég að geti skapað einhverjar truflanir.
Varðandi það að vera útá landi með símann og erfiðleika sem því fylgja notar Nova náttúrulega dreifikerfi Vodafone þegar þeirra dettur út (það skilst mér allavega) þannig að það er ekkert mál, bara nákvæmlega eins og hjá Vodafone. Það sem er vesen er ef þú ert í bænum þar sem dreifikerfi Nova ætti að vera en er samt lélegt samband, það held ég að geti skapað einhverjar truflanir.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
ok.. mér heyrist þetta vera almennt snilld.. og ég for one ætla að skipta..
fínt ef að maður getur lækkað símreikninginn OG hætt að skipta við símann bæði í einu
..einhver myndi kalla það að slá 2 flugur í einu höggi
fínt ef að maður getur lækkað símreikninginn OG hætt að skipta við símann bæði í einu
..einhver myndi kalla það að slá 2 flugur í einu höggi
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3737
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Betri þjónusta en í þjónustuveri Vodafone og Tal. Ódýrara, símreikningurinn minn hrapaði úr öllu valdi þegar ég skipti. Borgaði símann minn út og fæ 2þúsund krónur á mánuði og gæti ekki verið ánægðari.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Pandemic skrifaði:Betri þjónusta en í þjónustuveri Vodafone og Tal. Ódýrara, símreikningurinn minn hrapaði úr öllu valdi þegar ég skipti. Borgaði símann minn út og fæ 2þúsund krónur á mánuði og gæti ekki verið ánægðari.
En þar sem flestir eru hjá símanum og vodadone...hækkar þá ekki þeirra reikningur þegar þeir eru að hringja í þig? (dýrt að hringja milli kerfa og í Nova)
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
GuðjónR skrifaði:Pandemic skrifaði:Betri þjónusta en í þjónustuveri Vodafone og Tal. Ódýrara, símreikningurinn minn hrapaði úr öllu valdi þegar ég skipti. Borgaði símann minn út og fæ 2þúsund krónur á mánuði og gæti ekki verið ánægðari.
En þar sem flestir eru hjá símanum og vodadone...hækkar þá ekki þeirra reikningur þegar þeir eru að hringja í þig? (dýrt að hringja milli kerfa og í Nova)
það er reyndar tilfellið.. finnst það MJÖG lélegt hjá símanum að rukka 28kr/mín fyrir símtöl í Nova..
...en síðan er öllum frjálst að skipta um símafélag ef að fólk er ósátt með að borga svona mikið fyrir að hringja í Nova númer
0kr Nova í Nova...
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Nova er það besta sem að hefur komið á símamarkaðinn á Íslandi í langan tíma ! Ég er mjög sáttur með það hvernig þjónustu ég er búinn að fá. Vesen með talhólfið í byrjun hja mér en því var kippt í liðinn á nokkrum dögum.
Þegar verið er að velja á milli Símans og Nova er það eina sem að þú þarft að pæla í hvort að þú ert mikið úti á landi vegna þess að Síminn er með betra dreifikerfi
Þegar verið er að velja á milli Símans og Nova er það eina sem að þú þarft að pæla í hvort að þú ert mikið úti á landi vegna þess að Síminn er með betra dreifikerfi
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Ég er mjög sáttur með Nova og hef aldrei lent í vandræðum, en varðandi það að Síminn og Vodafone rukka svona mikið fyrir að hringja í Nova númer er vegna þess að Nova rukka svo mikið fyrir að láta hringja í sig, þannig annars væri Síminn og Vodafone að greiða með hverju símtali sem væri hringt í Nova.
Tal er líka að fara að hækka verðskrá sína varðandi það að hringja í Nova númer.
Tal er líka að fara að hækka verðskrá sína varðandi það að hringja í Nova númer.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Er hjá Nova og er mjög sáttur. Alltaf þegar ég hef hringt í þjónustuverið hefur það verið unaður
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
andr1g skrifaði:Ég er mjög sáttur með Nova og hef aldrei lent í vandræðum, en varðandi það að Síminn og Vodafone rukka svona mikið fyrir að hringja í Nova númer er vegna þess að Nova rukka svo mikið fyrir að láta hringja í sig, þannig annars væri Síminn og Vodafone að greiða með hverju símtali sem væri hringt í Nova.
Tal er líka að fara að hækka verðskrá sína varðandi það að hringja í Nova númer.
ég hvet þig þá til að lesa það sem stendur neðst í þessari grein hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0 ... i_ummaeli/
hvaðan hefur þú þessar upplýsingar? annað en bara svona orðið af götunni? (sem er oftar en ekki bull)
þarna halda Nova öðru fram..
...sem reyndar styrkir mig bara ennþá meira í þeirri skoðun að Síminn séu drullusokkar
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn Vs. Nova í GSM
Blackened skrifaði:
ég hvet þig þá til að lesa það sem stendur neðst í þessari grein hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0 ... i_ummaeli/
hvaðan hefur þú þessar upplýsingar? annað en bara svona orðið af götunni? (sem er oftar en ekki bull)
þarna halda Nova öðru fram..
...sem reyndar styrkir mig bara ennþá meira í þeirri skoðun að Síminn séu drullusokkar
Vodafone og Síminn meiga eingöngu rukka fyrir lúkningagjöld p. mín rétt um 8 kr ( man ekki akkurat upphæðina og nenni ekki að fletta henni upp ) samkv fjarskiptalögum um fyrirtæki með markaðslega yfirburði. Nova rukkar rétt um 12 kr lúkningagjöld p. mínútuna.
Þar kemur munurinn afhverju það er dýrara að hringja Síminn -> NOVA en Síminn -> Vodafone/TAL
Þannig NOVA er ekki beint að ljúga, en er að beygja sannleikann.