Project Quiet Place

Svara
Skjámynd

Höfundur
supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Staða: Ótengdur

Project Quiet Place

Póstur af supergravity »

Jæja,
Fyrst maður er kominn með leið á hinu moddinu (Project NIN) og pláss fyrir leikjatölvu hefur verið endurskipulagt, er tilvalið að byrja á nýju. Þetta á að verða tilbúið fyrir jól, planið að ná að grípa í þetta hálftíma á dag til að halda geðinu í próflestrinum.

PLAN:
Gera eins hljóðláta tölvu og hægt er.

Hvað á vélin að geta?
- vafr
- skilaboðaskjóða
- tónlist og létt video í gegnum network-drive

Hvað fer í hana?
-Dell Optiplex GX 270 sem grunnur (P4, garmur)
-PW-200-V viftulaus PSU
-32GB SSD
-Antec 20cm Big Boy 200 turnvifta
-hljóðeinangrun (slatti)
-eflaust fleira sem ég mun telja upp síðar
-Linux Xubuntu

Er kominn aðeins af stað en aðal fjörið er enn eftir.

Svona byrjaði þetta:
Mynd

Persónulega finnst mér hún fallegri nakin
Mynd

Reif úr dellunni allt nema MB, CPU og RAM. Annað fauk. Geisladrifið fær að hánga með í bili en það fer líka eftir uppsetninguna. Splæsti svo í þennan fína aflgjafa af mini-box.com en brenndi mig hressilega á sendingakostnaðinum... nóg um það :evil:
Mynd

Prentplatan í aflgjafanum stendur út fyrir kassann þegar móðurborðið er í, svo ég kíkti í Íhluti og fékk hjá þeim framlengingu og 4-pinna p4 tengi.
Mynd

Henti orginal viftunni af örgjörvanum og fékk mér svona í staðinn. Þegar Big-Bojinn verður kominn á þá fer viftan af og hitavaskurinn verður einn eftir.
Mynd

Big-Bossinn svo mátaður á og dellan undirbúin fyrir uppskurð.
Mynd

Mynd

Alpha-test, með venjulegum hörðum disk og Mandriva Linux. Beta-test verður svo eftir að ég set viftuna á kassann og SSD-inn kemur til landsins.
Mynd

Svo er planið að skera út fyrir viftuna og loftflæði á morgun og jafnvel reyna að festa viftuna á. Þá er bara að bíða eftir harða drifinu og byrja að plana hljóðeinangrun og útlit á greyinu.

Vandamál:
- P4 hitna mikið :8) og eru kannski ekki bestir í ,,hljóðláta tölvu"
- vantar betri stýringu á BigBoyinn, það er bara 3-way takki á henni - hefði viljað snúa henni enn hægar e.t.v. með hitanæmu viðnámi
- hvern fjárann á ég að gera með tölvu sem getur bara farið á netið og msn???

Endilega komið með feedback, ef ykkur líst á eitthvað og sérstaklega ef ykkur líst ferlega illa á eitthvað af þessu.

kveðjur,
\o/
Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af Sydney »

Tvö orð:
Fokkin' AWESOME!
Get ekki beðið eftir að sjá the final product :)
Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED
Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af Haxdal »

- hvern fjárann á ég að gera með tölvu sem getur bara farið á netið og msn???

Reddar þér litlum flatskjá og mountar á baðherbergisvegginn á hentugum stað
Skellir tölvunni einhverstaðar nálægt skjánum.
Reddar þér litlu borði og þráðlausu lyklaborði + mús.

Núna geturðu verið á MSN eða googleað meðan þú ert í baði eða með skitu á klósettinu ..

hvað.. þetta var bara hugmynd :lol:
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af tms »

Tek undir með fokkin' AWESOME!

Hvernig virkar þetta PSU? Stendur á síðunni að það tekur 12v inn, ertu með utanáliggjandi spennubreyti? Ertu viss um að það sé einhver tilgangur í að hljóðeinangra kassann þar sem það er ekki nema einn hljóðgjafi (cpu viftan) í kassanum?

Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af Hyper_Pinjata »

Notar hana bara sem sjónvarpstölvu eða eitthvað.....þú hlýtur að geta staðfest hugsun mína um það að hægt sé að skipta út móðurborðinu (kaupa µATX) í framtíðinni eða eitthvað og láta hana (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) HD á HD sjónvarpi.....
Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.

hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af hsm »

Ef þetta fikt gefur þér ánægju, þá er það nógu góð ástæða til að standa í þessari "vitleysu" :D
Menn mála og teikna sér til ánægju en það er svo sem ekkert notagildi af því.
Gangi þér vel :8)
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af einzi »

Þetta er stórglæsilegt .. hlakka til að sjá fleiri myndir af þessu skemmtilega projecti

Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af Turtleblob »

Hah, er einmitt með vél sem er mjög lík þessari undir borði hjá mér(Optiplex GX2x0), fylgist spenntur með :D

EDIT: Hvða erum við að tala um mikinn bruna á sendingarkostnaðinum, þetta lítur nefnilega nokkuð vel út. (Lætur sig dreyma um hljóðlátan server...)
"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM
Skjámynd

Höfundur
supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af supergravity »

Vá takk fyrir öll svörin.

hsm skrifaði:Ef þetta fikt gefur þér ánægju, þá er það nógu góð ástæða til að standa í þessari "vitleysu" :D


hafði einmitt hugsað þetta þannig, ég finn bara e-ð notagildi þegar þetta er tilbúið =)

tms skrifaði:Tek undir með fokkin' AWESOME!

Hvernig virkar þetta PSU? Stendur á síðunni að það tekur 12v inn, ertu með utanáliggjandi spennubreyti? Ertu viss um að það sé einhver tilgangur í að hljóðeinangra kassann þar sem það er ekki nema einn hljóðgjafi (cpu viftan) í kassanum?


Takk fyrir :D það verður engin cpu vifta, bara stóra viftan sem fer ofaná, hún dælir rúmlega 2x meiru en sú sem er núna á örgjörvanum. Ég passa að allt loft sem fer í gegnum kassann fari í gegnum heat-sinkinn á örgjörvanum svo það ætti að sleppa. Það er utanáliggjandi millistykki á stærð við fyrstu fartölvumillistykkin með aflgjafanum, komst reyndar að því þegar ég setti í gang fyrst að það er lítil vifta inni í því hehe en hún fer mjög sjaldan í gang. Hljóðeinangrunin verður líklega utaná, var að plana að nota hana líka til að bæta útlitið.. Einhvernvegin verð ég að fela öll götin sem Dell eru búnir að gera á kassann minn...

Turtleblob skrifaði:EDIT: Hvða erum við að tala um mikinn bruna á sendingarkostnaðinum, þetta lítur nefnilega nokkuð vel út. (Lætur sig dreyma um hljóðlátan server...)


Verðið rétt rúmlega tvöfaldaðist og vaskur ofaná hérna heima (sem ég vissi reyndar af)

Svo er planið að setja í hana HD MiniATX þegar seðlaveskið leyfir :lol:

Er búinn að skera fyrir viftunni svo ég þarf bara að bíða eftir símtali frá Tölvuvirkni um að ég megi ná í SSD-inn svo ég geti haldið áfram =)

Mynd


Þá er eftir að finna klæðningu utaná, festa viftuna og setja í gang !

kveðjur,
\o/
Skjámynd

Höfundur
supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af supergravity »

Stutt update:
Hafði samband við Tölvuvirkni um daginn og þeir ná ekki að koma SSD-num til landsins fyrr jól svo það setur strik í reikninginn. Er að fara í leiðangur núna að útvega hljóðeinangrun og smelli á ykkur myndum á eftir af því. Búinn að festa viftuna á kassann og tengja svo ég neyðist til að byrja beta-testing án SSD... Myndir koma seinna í dag.

kv,
\o/
Skjámynd

Höfundur
supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af supergravity »

Lítið nýtt.
Búinn að setja vélina saman aftur og bíð ennþá eftir ssd. Tölvuvirkni segja að hann komi líklega ekki fyrr en í lok janúar svo ég er að hugsa um að tala við Nýherja, hef heyrt að þeir hafi fengið sitt hvorn ssd-inn til prufu, þeir geta vonandi pantað einn handa mér.

Búinn að festa viftuna á og setja allt í kassann. Er að vinna í að koma on/off takkanum fyrir á þægilegum stað.

Mynd

Mynd

Er ekki ennþá búinn að taka viftuna af örgjörvanum, en þessar 2 dæla í gagnstæðar áttir og geta því ekki verið í gangi í einu. Litla fær að fjúka um leið og ég byrja að prófa.

Mynd

Pantaði slatta af svörtum eggjabakka-svamp af netinu og vona að það komi eftir 1-2 vikur til að klæða hana að utan. Ætla svo að splæsa í meiri hljóðeinangrun hjá tölvulistanum ef afgangarnir úr sjónvarpstölvunni duga ekki að innan.

gamlárskveðja,
\o/
Skjámynd

Höfundur
supergravity
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af supergravity »

Jæja,
þetta fer að smella saman allt fljótlega. Það kom skemmtilegur pakki til mín í gær sem varð til þess að ég eyddi kvöldinu í að föndra.

Mynd

Mynd



Byrjaði á því að hræða köttinn með þessu en fór svo að mæla og skoða hvernig væri best að gera þetta. Skar út aðeins og er að fikra mig áfram með þetta. Er nánast kominn með reitinn i kringum vifftuna, en skáskurðurinn á samskeytum er að bögga mig. Það er ekkert mál að skera beint þegar maður er inni í miðjum svamp en þegar maður er að laga kantana til þá er nánast vonlaust að skera beint. (væri hægt að nota svona bræðsluvír eins og var í smíði í gamladaga til að skera frauðplast? áður en það var bannað..)

Mynd



Þarf að finna gott lím til að festa svampinn á kassann og sérstaklega til að líma samskeytin saman svo þau gapi ekki. Veit einhver hvað ég gæti notað? Það verður líklega sitt hvort efnið ekki satt?

Mynd

Mynd



Svo fór ég í smá bíltúr í kópavoginn og eyddi restinni af peningunum mínum í þetta:

Mynd

Byrjaði á því að svívirða gripinn með því að setja á hann double-tape og troða honum í 10 ára gamlan tölvukassa #-o Þekki ekki þetta nafn en virðist vandað, kemur vel innpakkað í flottri öskju og allt! (fann rewiew hér)

Mynd

Mynd

Mynd



Well, þetta dugar í bili.. Ég held áfram að dúlla mér við að skera svamp og leita að lími til að troða þessu saman....
Eitt vandamál er líka óleyst, ég ætla að láta vélina standa upp á rönd en þarf að gera fætur svo hún vaggi ekki bara á svaplöppum, einhverjar hugmyndir?
en nú - út að teika bíla í hálkunni =)
\o/
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Project Quiet Place

Póstur af Gunnar »

vá hvað þessir diskar eru litlir og flott uppdate :)
Svara