Tölvan mín.

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Svara

Höfundur
McOrri
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Lau 02. Sep 2006 21:14
Staða: Ótengdur

Tölvan mín.

Póstur af McOrri »

Daginn, vissi ekki allveg hvert þessi þráður átti að fara.. en held að þetta sé staðurinn.

Fyrir ekki svo all löngu fékk ég vél frá EJS. Dell XPS 420. Þessi vél hefur dugað mér mjög vel og hef ég ekkert útá hana að segja nema eitt. Hún er með winvista. Vista hægir víst rosalega á tölvunni og ég vill reyna að halda henni sem fljótvirkasti.
Ég var djúpt hugsi hér um daginn og ég ásamt félaga mínum reyndum að uppsetja Winxp í vélina. Þegar að við settum Winxpdiskinn í vélina og reyndum að uppsetja xp ( félagi er pínu reyndur í þessu ) kom bara að það væri annað og betra stýrikerfi í vélinni. Við reyndum að gera þetta nokkrum sinnum en ekkert gekk.
Spurningin mín er; er hægt að setja WinXp á vélar sem eru með vista á fyrir eða þarf ég að setja upp linux eða e-ð álíka til að þetta virki?

Með von um góð svör.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af vesley »

væri ekki bara auðveldast að formatta hana og skella xp á ?
massabon.is

Höfundur
McOrri
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Lau 02. Sep 2006 21:14
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af McOrri »

Það er spurning sko.
Ertu þá að tala um að formatta hana með winvista disk og reyna að bomba síðan xp á hana?
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af emmi »

Bootar henni bara upp á WinXp diski og straujar diskinn í installinu og installar svo. Þú getur ekki sett XP disk í Windows Vista og sett það þannig upp, Windows leyfir þér bara að upgreida, ekki downgreida.

Selurinn
1+1=10
Póstar: 1191
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Staðsetning: Mhz
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af Selurinn »

Ef félagi þinn væri "pínu" reyndur í þessu, ætti hann að vita þetta sem var bent á.
Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af Nariur »

McOrri skrifaði: Vista hægir víst rosalega á tölvunni


hvernig veistu það ef þú hefur ekki haft annað stýrikerfi á henni?

ég googlaði hana í fljótlegheitum og sýnist hún eiga að fara létt með vista
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af zedro »

Selurinn skrifaði:Ef félagi þinn væri "pínu" reyndur í þessu, ætti hann að vita þetta sem var bent á.

Hvernig hjálpar þetta innlegg eitthvað? Algjör óþarfi selur, ekki vera með svona stæla. [-X
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af gRIMwORLD »

Ef ég væri þú þá myndi ég frekar enduruppsetja VISTA á vélina, sækja update í botn með SP1 og alles...og tjúna svo stýrikerfið þannig að það lúkki eins og XP.
Semsagt slökkva á Aero og öllum þessum óþarfa fídusum. Þannig ættiru að ná langt í það performance increase sem þú ert að leitast eftir.

Ef þig vantar aðstoð með það þá sendu mér bara PM
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín.

Póstur af CendenZ »

Zedro skrifaði:
Selurinn skrifaði:Ef félagi þinn væri "pínu" reyndur í þessu, ætti hann að vita þetta sem var bent á.

Hvernig hjálpar þetta innlegg eitthvað? Algjör óþarfi selur, ekki vera með svona stæla. [-X



tja.. reyndar svosum satt.. margir segjast vera þrælreyndir í tölvumálum en standa svo á gati þegar maður biður þá um að fara í bios eða formatta. En þeir kunna sko að breyta desktop myndinni og upplausninni!

Kemur mér hreint ekki á óvart að einhver sem segist vera reyndur í tölvum kunni ekki að formatta, maður er bara orðinn vanur öllu eftir að hafa lesið btspjallið af og til, enda var hún frábær skemmtun. :wink:
Svara