Breyting á clock í mitac fartölvu

Svara

Höfundur
coel
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Mið 26. Feb 2003 18:01
Staðsetning: rvk
Staða: Ótengdur

Breyting á clock í mitac fartölvu

Póstur af coel »

Sælt veri fólkið.

Þetta er í raun spurning um underclocking en ég vona að þið fyrirgefið mér. Málið er að ég er að verða vitlaus á mitac 8252d fartölvunni minni, þar sem hún er eins og ryksuga. Viftan er nánast stanslaust í gangi. Ég var að velta fyrir mér hvort einhver vissi um leið til að underclocka hana? Ég er að keyra XP á henni sem er víst ekki alveg ideal, hún er víst gerð fyrir Vista (fylgir þessu ýmsir gallar eins og að geta ekki farið í stand by). Ég hef tekið eftir því þegar ég nota forrit eins og speedswitch og speedfan að ef hún er á batteríi þá virðist hún eitthvað vera að regulate-a örgjörvahraðann auk þess sem viðvörunin "graphics card is not receiving sufficient jiggawattz.. changing performance" sem kemur þegar ég kveiki á tölvunni gefur til kynna að sama sé að gerast hjá skjákortinu, en ef ég sting henni í samband við rafmagn þá fer hún í fulla keyrslu (sem þýðir 100% viftuvinnsla.. xP). Ég sé svo í SpeedFan að viftan er að fara í gang við 62°C og stoppar við 58°C.. ekki að það segi eitthvað mikið, en því lengur sem er kveikt á henni því styttri tíma tekur það hana að keyra sig upp í 62°C, og ég er alveg að verða vitlaus á þessu..

Kær kveðja og þakkir fyrir alla hjálp.
Coel

Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á clock í mitac fartölvu

Póstur af Turtleblob »

Það er hér um bil pottþétt að það eru til driver-ar hjá Mitac fyrir þetta.

Get náttúrulega ekki verið viss en ég myndi prófa chipset driverinn hér (á síðu 2)
"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM

Höfundur
coel
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Mið 26. Feb 2003 18:01
Staðsetning: rvk
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á clock í mitac fartölvu

Póstur af coel »

Því miður... það virðist bara ekki vera til neitt þannig lagað til á öllu internetinu. A.m.k. ekki frá framleiðanda. Ég var búinn að prufa að setja inn þetta chipset dót og það breytti engu, vga setupið er bilað og guð má vita hvernig bios setupin virka. Restin er allt fyrir vista.. Maður verður kannski bara að fara og punga út 20000 kalli fyrir vista, nema maður prufi að hreinsa hana að innan, en ég held nú ekki að það sé mikið ryk í henni.. jæja, takk samt fyrir góða ábendingu. :)

Kveðja
Coel

Höfundur
coel
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Mið 26. Feb 2003 18:01
Staðsetning: rvk
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á clock í mitac fartölvu

Póstur af coel »

Hmm... þegar ég fer að skoða þetta nánar sýnist mér það vera skjákortið sem sé að hitna svona.. í SpeedFan er það GPU og Core sem fara í 62°C en Core 1 og 2 haldast í kring um 56-57°C. Afsakið þetta. Hehe. Gerist fyrir besta fólk. 8-[ ...... *eherm*
En.. ef einhver kann að downclocka skjákortið þá væri ég mjög þakklátur. Eins og ég sagði áður þá virkaði nvidia setupið af síðunni ekki alveg, kom að það finndust ekki einhverjir fælar, en samt var hægt að gera skip. Ég finn líka engin clock breytandi options fyrir skjákortið þannig að ég er ennþá pínu lost.. Held að málið með þessa fæla sem finndust ekki gæti tengst því að vélin er gerð fyrir vista, en samt.. setupið segir það vera fyrir XP.
Anyway, ef einhver þekkir til..

Kveðja
Coel

Ordos
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Sun 31. Ágú 2008 21:45
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á clock í mitac fartölvu

Póstur af Ordos »

62 gráður eru nú ekki sérlega mikið sko en annars geturðu notað nTune ef þú ert með nVidia
Svara